Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 18
1B FRJÁLS VERZLUN VERKALÝÐSMÁL LAUNAKERFIÐ ER GENGIÐ ÚR SKORÐUM Samningar á nœsta ári verða ekki á jafn breiðum grund- velli og í ár. Enda þótt hljótt fari, hafa í allt sumar átt sér stað launa- hækkanir víðsvegar um allan vinnumarkaðinn. Hér er um að ræða stéttarfélög, sem ekki tóku þátt í „stóru samningunum" í vet- ur og vor. Launahækkanir þser, sem félögin hafa samið um í sum- ar, eru í langflestum tilfellum meiri en þær kauphækkanir, sem samið var um fyrr á árinu. Orsakir stígandi launahækkana eru tvennskonar. Annars vegar er sú viðleitni fjölmargra stéttar- félaga til að rétta hlut sinn gagn- vart láglaunastéttunum, sem með- an efnahagsörðugleikarnir voru mestir fengu hlutfgllslega meiri kauphækkanir en hálaunastétt- irnar. Hin meginorsökin er sú, að flest- ir telja, að stöðugt batnandi efna- hagsafkoma atvinnuveganna hafi skapað skilyrði fyrir meiri launa- hækkunum en unnt var að veita fyrr á þessu ári, að ekki sé talað um árið á undan. Það er í sjálfu sér ekki óeðlileg afstaða hjá mörgum, að bilið milli hæstu og lægstu launa hafi verið orðið of lítið. En minna er þó bil- ið milli miðhárra launaflokka og efstu launaflokkanna, þannig er nú komið, að þeir, sem mesta á- byrgðina í þjóðfélaginu bera, hafa harla lítið hærri laun en þjálfað starfsfólk, með enga eða sáralitla ábyrgð í starfi. Launakerfið er al- gjörlega gengið úr skorðum. Eins og launakei'fið er gengið úr skorðum, þá hefur samninga- kerfið einnig liðast í sundur. Það verður að telja næstum útilokað, að á næsta ári verði gerðir kjara- samningar á jafnbreiðum grund- velli og sl. vor. Verkamannasambandið hefur nánast lýst því yfir, að þessi félög skuli búa sig undir að semja sér- staklega. Þá er einnig talið, að iðnverkafólk muni hugsa svipað og sömuleiðis verzlunar- og skrif- stofufólk. Samningar þessara fé- lega, sem og annarra stéttarfé- laga, sem tóku þátt í „stóru samn- ingunum“ fyrr á þessu ári, renna út 15. maí á næsta ári. Það mun hafa mikil áhrif á samningagerð við þessi félög, hvernig samningum við bátasjó- menn lyktar, en samningar við þá renna út um 1. janúar nk. Samtök sjómanna hafa ekki viljað ræða um einstakar kröfur, en krafizt þess að fá nú eitthvað í sinn hlut af þeim gengishagnaði eftir síð- ustu gengisfellingu, sem rann ó- skiptur til útgerðarmanna. Samningarnir í sumar munu eðlilega einnig hafa mikil áhrif á þróun launamála almennt á næstu mánuðum. Þeir koma senni- lega einnig til með að hafa tals- verð áhrif á afstöðu stjórnvalda til kjaramála í vetur. Það er oft erfitt að meta það með fullri vissu, hve launahækk- anir hafa verið miklar hjá ein- stökum félögum í sumar. Ástæðan er einkum sú, að verulegur hluti kjarabóta, sem um var samið, er fólginn í alls kyns fríðindum og uppbótum og álagsgreiðslum. Þessir liðir eru beinlínis teknir inn í samninga að þessu sinni til að komast fram hjá því fordæmf, sem samningarnir í vor gáfu, og um leið til að dylja kjarabæturn- ar. Um er að ræða nýja liði, gamla liði, sem voru horfnir úr samning- um fyrir löngu, en hafa nú verið teknir inn aftur og hækkanir á liðum, sem fyrir voru í samning- um. Augljóst virðist samt, að sam- ið hafi verið um kjarabætur í a. m. k. einstaka tilfellum, er voru ekki minni en 20% hækkun. En í öðrum tilfellum hafa hækkanir ekki verið meiri en sem svarar til 10% beinna launahækkana. Langflestir samningar voru þó einhvers staðar milli 12-16%. Und- antekning er samningur um 5% hækkun í efstu launaflokkum starfsmanna Reykjavíkurborgar og búast má við svipaðri hækk- un í efstu flokkum ríkisstarfs- manna fyrir áramót. Hvað gerir ríkisstjórnin, verð- ur mörgum á að spyrja. Því get- ur enginn svarað, ekki einu sinni hún sjálf, vegna þess að kjara- málin eru enn á umræðustigi, þeg- ar þetta er ritað. Þó var um miðj- an þennan mánuð búizt við á- kvörðunum varðandi sjómanna-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.