Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Síða 27

Frjáls verslun - 01.08.1970, Síða 27
fyrirtækja standa í fremstu röð. Ráðgert er að iðnaðarhverfi verði á Kársnesi norðanverðu og á svæðinu austan núverandi byggðar, við Reykjanesbraut- ina, sem verið er að byggja frá Elliðaárvogi. Eru hverfi á þess- um stöðum hentug fyrir margs konar iðnað, þar sem sam- göngur eru góðar að þeim og frá og fjölmenn byggð við þau. En þess er vart að vænta, að iðnfyrirtæki frekar en annar atvinnurekstur sæki mjög í Kópavog nema bæjaryfirvöld geri átak í að iaða þau þang- að, enda hefur þjónustu af þeirra hálfu verið ábótavant til þessa og þau hafa lagt á at- vinnureksturinn meiri kvaðir en gert er í nágrenninu. I þessum efnum þarf stefnubreyt- ingu, svo vænta megi verulegr- ar atvinnuuppbyggingar. Verzlun. Verzlunarrekstur í Kópavogi er töluverður, sér- staklega í sambandi við iðnað- inn svo og matvöruverzlun. Fá- einar verzlananna má telja meiriháttar, en yfirleitt eru þær smáar. Um skeið hefur skipulag miðbæjar Kópavogs verið í undirbúningi, og er nú á lokastigi. Með uppbyggingu nítízku miðbæjar, fær verzlun í Kópavogi örugglega á sig meiri svip. Og jafnframt má þá búast við því, að bæjarbragur skapist, sem varla er um að tala á meðan miðbæ með kjarna menningarstarfsemi, þjónustu og verzlunar er ekki til að dreifa. Vaxtarverkir, en góð fyrir- heit. Upphaf byggðar í Kópa- vogi, sem sjálfstæðs sveitarfé- lags, var með nokkuð sérstæð- um hætti, og vandamálin hafa því e. t. v. verið öllu meiri og erfiðari viðfangs, þegar fram í sótti. Skipulagsleysi framan af hefur vissulega sett sinn svip á bæjarmyndina og kallað á sér- stakar úrlausnir á seinni árum. Þessi ungi kaupstaður hefur verið með verulega vaxtar- verki, sem enn eru ekki um garð gengnir. En Kópavogur á sína gullnu möguleika, fyrir- heitin eru góð. Urslitum ræður, hvernig tekst að auka atvinnu- lífið, þá ómissandi undirstöðu hvers sveitarfélags. Og þar er nánast um framkvæmdaatriði að ræða. Kópavogur er í miðri hringiðu þéttbýlisins. Hvar tökum viö steypuna ? Auövitaö hjá Verk. Því Verk steypt er vel steypt Steypustöðin Verk. Steypustöð — 41480 - 41481 Skrifstofa — 10385 -11380 MÁLNINGARVÖRUR Bjóðum nú nýja litakerfið TONALITIR með 2800 litum og litbrigðum. Verzlunin ÁLFHÓLL ÁLFHÓLSVEGI 9 — KÓPAVOGI — SÍMI 41585

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.