Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Síða 48

Frjáls verslun - 01.08.1970, Síða 48
46 FRJALS VERZL.UN Svona vill unga fólkið búa, frjálst og óþvingað. Sekkirnir koma í stað stóla og dívana. Takið eftir stóru perunni í vinstra horni — 'þetta er gólflampinn! Á markaftnum LJÓSATÆKI Að þessu sinni fjallar þátturinn Á MARKAÐNUM um Ijósatæki. Á síðustu ár- um hefur verið mikið gert til að fræða almenning um rétta notkun ljósa og er sú saga reifuð í spjalli við Daða Ágústsson, framkvæmda- stjóra Ljóstæknifélags Is- lands. Þegar við fórum að heimsækja framleiðendur og verzlanir í þessari grein kom í ljós, að lampaiðnaður er talsverður hér, mun meiri en leikmaður gerir sér í hugarlund í fljótu bragði. Þannig má heita að flúr- ljósalampar séu eingöngu smíðaðir hér, þar er verð- mismunur milli erlendrar framleiðslu og innlendrar augljós, og hvað gæði og út- lit snertir, þá er sú inn- lenda fullkomlega sam- keppnisfær. Mjög margir lampar, sem rfólk sér hér í verzlunum og heldur að séu erlendir, eru innlend fram- leiðsla. Einhvern veginn er það svo, að innlendir lampa- framleiðendur hafa ekki hátt um sig, enda er þetta að verulegu leyti heima- framleiðsla, ef svo má að orði komast, og þeir sem hafa náð góðum tökum á þessari iðngrein virðast hafa nóg að gera, en kæra sig ekki um að færa út kvíarn- ar og vinna stærri markaði. Um heildsölu á erlendum lömpum er vart að ræða, all- ar stærri verzlanir gera sér- innkaup frá innlendum og og erlendum aðilum, enda er lampaúrval mjög mis- munandi eftir verzlunum. Sá sem gefur sér tíma til að koma við í öllum verzlun- unum hefur því úr mjög miklu úrvali að velja. Nokkrar konur hafa náð mjög góðum árangri við gerð lampaskerma og eru langflestir stóru lampa- skermarnir er sjást í verzl- unum innlend iðja. RAFLAMPAGERÐIN var stofnuð árið 1934. Stofnend- ur voru tveir ungir menn, sem höfðu lokið námi í mál- araiðn, en sú iðngrein reynd- ist ekki lífvænleg á þeim tímum, og því leituðu þeir annarra úrræða. Þessir ungu menn voru Þorsteinn Hannesson og Kristþór Alexandersson og eru þeir báðir starfandi hjá fyrirtækinu í dag. Frétta- maður FV bað Þorstein að skýra í stuttu máli frá helztu atriðum í sögu fyrir- tækisins. — Ég fór til Kaupmanna- hafnar að loknu prófi í mál- araiðn og kynnti mér skermagerð. Það varð úr að ég og Kristþór stofnuðum Raflampagerðina og gerðum dálítið af því fyrstu árin að grípa í málarastörf. Þegar stríðið kom, þá breyttist grundvöllur fyrirtækisins á örskömmum tíma, og hjá okkur störfuðu allt að 20 manns við lampasmíði og skermagerð. Við vorum að sjálfsögðu í miklu efnis- hraki stundum, því að við þurftum að framleiða fyrir allt landið. Við vorum á snöpum hér og þar leitandi að rörum og öðrum efnivið. — Eftir stríðið varð aftur starfa að jafnaði hjá fyrir- tækinu 5-6 manns. Enn eru smíðaðir og búnir til skerm- ar í fjölbreyttu úrvali og þessar vörur seldar í heild- sölu bæði til raftækjaverzl- ana í Reykjavík og úti á Þorsteinn Ilanncsson.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.