Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Page 60

Frjáls verslun - 01.08.1970, Page 60
SKOLAVORUM RITFÖNGUM PAPPÍRSVÖRUM | UMSLOG > BRÉFABINDI LÍM TEIKNIBÖLUR O.FL UMBOÐS OG HEILDVERZLUN Skipholti t. - Símar: 23737 • 23738 frkólibrí sokkar Dömnpeysur lierrapevsur Barnapeysur 1‘IMÓ.VVSTOI.V ÓVM l>ÓIIOVIIIMMIIIt >» Armiila .> lleykjjavík Sími 3S172 Erlendar fréttir Ur öllum álfum SJÁVARÚTVEGUR STYRKTUR Ríkisstjórn Noregs og samtök sjávarútvegsins þar í landi hafa nýlega samið um ríkis- styrki til sjávarútvegsins frá 1. júní 1970 til 31. maí 1971. Nema þeir alls 243.5 millj. norskra króna (nærri 3.000 millj. ísl. kr.), og er það lítið eitt lægri upphæð en á sam- bærilegu tímabili næst áður. Styrkirnir eru margvíslegir og ekki allir ákveðnir nákvæm- lega fyrirfam. M. a. má nefna flutningastyrki, styrki til verð- jöfnunar eða verðuppbóta, beitu- og veiðarfærastyrki, framlag til tryggingarsjóðs, framlag til hlutatryggingar- sjóðs, sem tryggir sjómönnum minnst 175 kr. norskar á viku, framlag til birgðakaupa, ef á þarf að halda, og ekki sízt 37 millj. kr. norskar til hagræð- ingar, eins og endurnýjunar veiðitækja, tilrauna og leitar að nýjum fiskimiðum. Einnig er gert ráð fyrir styrk til hagræð- ingar í vinnslu og sölustarf- semi. TRICA STÓRMARKAÐIR Danska fyrirtækið A/S Hoki var stofnað 1933 til að annast sameiginleg innkaup fyrir kaupmenn, og nú eiga 660 kaupmenn aðild að því. 15 þessara kaupmanna, sem reka stórmarkaði, tóku upp sameig- inlegt nafn á mörkuðum sínum í júní sl., nafnið Trica. Er ætl- unin að þessi hópur stækki og stórmarkaðir undir nafninu Trica teygi sig um Danmörku. A/S Hoki er aðili að inn- kaupcsamtökunum Eurogroup, er annast innkaup fyrir 27 þús- und kaupmenn í Danmörku, Svíþjóð, V.-Þýzkalandi, Eng- landi, Hollandi og Frakklandi. SJÓNVARPSSÍMI í DANMÖRKU 1980 Danska póst- og símamála- stjórninn gerir ráð fyrir að fyrstu sjónvarpssímarnir í Danmörku verði teknir í notk- un 1980 á takmörkuðu svæði.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.