Alþýðublaðið - 16.07.1969, Qupperneq 2
2 Alþýðublaðið 16. júlí 1969
Emil við stjórnbcrðið þar sem eftirlit er haft með því, að öll tæki starfi jrétt og séu í lagi.
ÐAGLEGT
LÍF Á
VATNSENDA
Það má með sanni segja, að
®kki er veðráttunni á þessum
hólma okkar treystandi frekar
en öðru, — það er ekki einu-
sinni hægt að treysta því að
hann rigni. Ég ek austur úr
bænum í þeim erindagerðum
að fá efni í grein um rigning-
una, sem hefur hrjáð okkur
svo undanfarið, að þess eru fá
dæmi. En í því að ég renni
faratækinu austur Breiðholts-
veg hregður svo við, að það
styttir upp!
— Breiðholtsvegurinn ligg-
ur í boga sunnan við Breið-
holtshverfið, breiður malarveg
ur, meira að segja tvískiptur.
En von bráðar mjókkar hann
aftur og verður venjulegur ís-
lenzkur vegur, en þá hefur
hann líka skipt um nafn, nefn-
ist nú Útvarpssiöðvarvegur og
liggur upp á Vatnsendahæð.
Við enda Útvarpsstöðvarvegar
er lágreist, hvítt hús, umkringt
háum möstrum, á vinstri hönd
er annað hús, einnig umkringt
háum möstrum, og í fjarska á
hægri hönd er enn eitt hús, og
ekki eru möstrin færri né lægri
þar. í húsinu til vinstri var eitt
sinn sendistöð Rikisútvarpsins,
en þar er nú radíótalsamband
til Vestmannaeyja. I húsi því
sem sést á hægri hönd, á
Rjúpnahæð, fara fram öll sím-
töl við útlönd og samtöl í sam-
bandi við flugumferðina.
ÞAÐAN KEMUR
HLJÓÐIÐ
Ég hef stöðvað bílinn við
fyrstnefnda húsið, en í því er
séð um að allar útsendingar
Útvarps og Sjónvarps komist
til fólksins. Það er sjaldan
minnzt á þetta hús né það sem
þar gerist, en eigi að síður er
það undirstaðan undir því að
við fáum að heyra og sjá það
sem sent er út í loftið frá þess-
um fjölmiðlum.
Þar sem rigningin brást þótti
mér upplagt að líta inn í stöðv-
arhúsið á Vatnsenda og vita
hvort þar væri ekki einhver,
sem væri til í að spjalla ofur-.
lrtið um gang mála þar.
Það er Emil Sigurðsson, sem
tekur við mér og hann er strax
reiðubúinn að sýna mér ailt og
leysa frá skjóðunni, — og fer
meira að segja að hita kaffi.
— Hvað eruð þið margir
hérna á vakt í einu, Emil?
— Það er bara einn vakt-
maður, sem er hérna sólar-
hring í einu, kemur klukkan
12 á hádegi og i'er á hádegi
daginn eftir, en í allt eru hérna
4 vaktmenn, serri skiptast á.
I
SÓLARHRING í EINU
— Hvernig er vöktunum
skipt?
— Við erum á vakt annan
hvorn sólarhring í eina viku,
mánudag, miðvikudag og föstu-
dag.Síðan höfum við frí fram
á næsta íimmtudag' og erum
síðan laugardag, sunnudag og
til hádegis á mánudag og síð-
an þriðjudag til miðvikudags,
en síðan frí til mánudags. Helg-
arvakt lendir á okkur þriðju
hverja helgi.
Á meðan vatnið í kaffi'ð er
að hitna göngum við inn í her-
bergið þar sem móttakan fer
fram.
BEXRI TÓNN Á FM
— Hérna er FM móttakari,
sem tekur við dagskránni neð-
an af Skúlagötu 4. Hérna er
líka FM sendir, sem nær til
alls nágrennis Reykjavíkur,
eða um það bil til sama svæðis
og sjónvarpið nær til á SV-
landi. FM sendirinn nær líka
vestur á Snæfellsnes, til mót-
takara, sem er þar. — Það er
ástæða til að benda fólki á, að
það fást miklu betri tóngæði
á FM bylgjunni en langbylgj-
unni, og mörg útvarpsviðtæki
hafa einmitt þessa bylgju. —
Aðal sendirinn er geysimikið
verkfæri, 100 kw að stærð og
er staðsettur í stórum sal. Þar
er fyrst og fremst sveifluvaki.
Hann myndar bylgjuna, sem
magnast upp og ber útvarps-
bylgjuna út í loftið.
— Þegar okkar bylgja er orð
in full mögnuð fer hún í mót-
arann, sem blandar henni við
útvarpsbylgjuna og síðan fer
hún út í loftnetið og út í loftið.
ÞEGAR VIÐ SJÁUM
HLJÓÐIÐ
Við göngum að geysimiklu
stjórnborði, sem stendur gegnt
sendinum. Það minnir einna
helzt á stjórnklefa í rafstýrðu.
skipi, en það er þarna, sem
eftirlit er haft með því, að
öll tækin séu í lagi. Ef eitthvað
fer úr skorðum kvikna aðvör-
unarljós, en jafnframt hringir
bjaila, óg þarf þess vegna ekki
alltaf að sitja við borðið. — Á
miðju borðinu er merkilegur
hlutur, en það er lítill skerm-
ur, þar sem sjá má hljóðöldurn
ar, þær sem þjóta um loftið,
meira að segja bæði burðaröld-
una og útvarpsölduna, og það
er furðulegt að horfa á þetta
fyrirbrigði, hvernig það liðast
eftir skerminum á leið sinni
út í loftið. Þarna á borðinu er
einnig sími, sem er í beinu sam-
bandi við útvarpsstöðina á
Skúlagötunni.
— Þeir hi-ingja neðan úr út-
varpi á hverjum morgni til að
fullvissa sig um að við séum
vaknaðir. Við sofum nefnilega
frá hálf tvö, þegar við erum
búnir að slökkva á stöðinni,
þangað til útsendingarnar hefj-
ast að nýju. — Þetta er dálítið
erfitt fyrir einn mann, en það
var miklu léttara áður fyrr,
þegar það var útvarpað frá hálf
níu til níu, tólf til kortér yfir
eitt, hálf fjögur til fimm og
hálf átta til ellefu.
!':
GERFILOFTNETIÐ LAK
— En sjónvarpið, hvernig
gengur það fyrir sig?
— Sjónvarpssendirinn er
Framhald á bls. 11.