Frjáls verslun - 01.05.1985, Blaðsíða 15
Reynt að sporna við
samningum
„Sá hópur innan verkalýðs-
hreyfingarinnar sem leggur meira
upp úr baráttu og fórnum, en
minna upp úr raunverulegum
árangri, reyndi að sporna viö
samningum, þannig að við sáum
okkur ekki annað fært en að slita
viðræðunum. Þessi viðræðuslit
höfðu hins vegar þau áhrif að hin
hógværari öfl innan forystu
verkalýðshreyfingarinnar óskuðu
viðræðna á ný og leiddu þær við-
ræður til samninga," sagði
Magnús. -Hver er að þínu mati
helsti ávinningur þessara samn-
inga? „Með þessum samningum
tryggjum við vinnufrið á markað-
inum á meðan við vinnum að
ýmsum málum með sérsam-
þöndunum. Einnig verður rætt við
stjórnvöld um efnahagsstefnuna
á næstunni. Með þessum samn-
ingum vinnst einnig það að verð-
þólgan verður minni i lok ársins
en hún var í upphafi þess,“ sagði
Magnús.
„Ég hef þá trú að þessir samn-
ingar geti skapað okkur það
umhverfi sem ætti að gera öllum
velviljuðum mönnum kleift að
semjatil lengri tima.
Ég vona að við getum notað
vinnubrögð lik þeim sem við nú
notuöum við að undirþyggja lang-
timasamninga á milli aðila vinnu-
markaðarins. Bæði Alþýðusam-
band íslands og Vinnuveitenda-
samband Islands hafa tekið tölv-
una i þjónustu sina og með
notkun og þróun ákveðinna
módela getum við fengið betri
yfirsýn yfir það hvernig þróunin
veröur og einnig svarað vissum
spurningum um þróunina miðað
við tilteknar aðstæður. Staö-
reyndin er sú að i nútima þjóðfé-
lagi ættu menn að nýta sér nýja
tækni til þess að spá i framtið-
ina,“ sagði Magnús.
Ekki endanlegt
jafnvægi
-Hvert verður siðan áframhald-
ið? „Um þessar mundir er verið
að ganga frá samingunum og
byrjað verður i næstu samninga-
lotu svo fljótt sem auðið verður.
Við munum ræða við landssam-
böndin og auðvitað er æskilegast
að við verðum búnir að finna
lausn á málunum áður en samn-
ingarnir renna út. Þegar að þessu
kemur verðum við helst að geta
litiö það hvernig heildarþróunin
verður, þvi samningar byggjast á
ákveðnum forsendum og því
verða menn að geta spáð i næstu
framtíö og séö hvernig þróunin
veður. Ef svona vinnuþrögö
standast og menn geta áttað sig
á þróun mála eitthvað fram í
framtíðina, ætti að vera unnt að
gera samninga til lengri tima,“
sagði Magnús.
„Með þessum samningum
erum við ekki búnir að ná þeim
endanlega jafnvægissemningi
sem æskilegastur væri. Vuð get-
um litið til nágrannalandanna, þar
sem aðilar vinnumarkaðarins
takast á um 1-2%, eins og i
Noregi. Þar sættust menn á að
semja ekki um neinar kauphækk-
anir, vegna þess að ekkert meira
vartil skiptanna.
Háar prósentur einskis
virði
Verðmætasköpunin i islensku
þjóðfélagi er ekki það mikil að
hún réttlæti tuga prósenta launa-
hækkanir á hverju ári. Okkar
raunveruleiki er allt annar og
miklu lægri. Við þurfum að aðlaga
okkur aö því sálrænt að þessar
háu prósentur eru einskis virði,
þvi það standa engin raunveruleg
verðmæti að baki þeirra. Við
verðum að feta okkur niður úr
þessum óraunsæja draumaheimi
hægt og bitandi og inn í annan
eðlilegri heim. Atvinnureksturinn
stendur ekki undir gífurlegum
kauphækkunum og einungis er
unnt að hækka laun ef raunveru-
leg aukning hefur orðið i verð-
mætasköpun og þar með sé
einhverju meira til að skipta,"
sagði Magnús Gunnarsson að
lokum.
Hafnar-
kaffi
MATUR
Hamborgarar
Kjúklingar
Kaffi
Öl
Sælgæti
Pylsur
GISTING
Opið alla daga
og öll kvöld
Hafnarkaffi
Hafnarstræti 1
Þingeyri
Sími 94-8151
15