Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 23

Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 23
SALTFISKUR „Sölurnar hafa gengið nokkuð vel það sem af er árinu” - segir Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fisk- framleiöenda, SÍF. „SÖLURNAR hafa gengið nokkuð vel það sem af er árinu og framhaldið lofar sæmilega góðu, enda þótt hljóðið í flestum kaupenda okkar hafi verið frem- ur þungt í upphafi ársins, enda reyndist síðasta ár þeim flestum erfitt. Víöa heyrðust þær raddir að við yrðum að lækka sölu- verðið til þess að koma til móts við kaupendur vegna hækkandi gengis Bandaríkjadollarsins," sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í swamtali við Frjálsa verzlun, þegar hann var spurður um útlit- ið á saltfiskmörkuðunum í ár. Framleiðsluaukning í ár „Við lögðum hins vegar áherslu á það að verðlækkun kæmi ekki til greina, meðal ann- ars vegna þess aö engin von væri til þess aö saltfiskframleið- endum tækist að metta markað- ina á þessu ári þar sem engar birgðir væru til, hvorki i fram- leiðslu- eöa neyslulöndunum. I marsmánuði síðastliðnum fórum viö Dagbjartur Einarsson stjórn- arformaður SIF í ferö um mark- aöslöndin og geröum samninga á ítaliu á Spáni og í Portúgal. Ákveðið var að semja eingöngu um það magn sem talið var að framleitt yrði á vertíöinni. I mars- mánuði var samið um sölu á 24.000 tonnum en búist var viö að það yrði framleiðslumagnið til aprílloka, en það var um 30% aukning frá árinu áður. Hins veg- ar varö framleiðslan á þessu timabili um 3.000 tonnum meiri en við bjuggumst við, eða um 9.000 tonnum meiri en á sama tima i fyrra,“ sagði Friðrik. Hugsanlegur viöbótar- samnigur við Spánverja „Sölumálin standa þannig um þessar mundir að gengið hefur veriö frá viðbótarsamningi við Portúgali sem gerir ráð fyrir af- hendingu á a.m.k. 8.500 tonnum til ársloka, en þó gætum við af- hent allt aö 15.000 tonnum á þessu timabili. Samningarnir við Portúgali gera ráð fyrir afhend- ingu 23.000 til 30.000 tonna á þessu ári, en líklegast er að magnið veröi i kringum 25.000 tonn. Til Spánar hafa verið seld 6.000 tonn, en Spánverjar leggja ríka áherslu á að halda stööugu framboöi á markaðinum og eru þeir tilbúnir til þess að stunda annars skonar innkaup á mark- aðinum en þeir eru vanir til þess að ná þvi markmiði sínu. Þeir vilja tryggja sér talsvert magn af stór- um fiski og millifiski, en vilja kaupa smáfiskinn á sumri og hausti. Hugsanlegt er að viðbót- arsölusamningur verði gerður við þá, en líklegt er talið að þeir muni kaupa 4.000 til 5.000 tonn af tandurfiski til viðbótar því sem þegar er ákveðið á þessu ári. Til Italíu hafa verið seld um 2.000 tonn og fóru um 50 tonn þangað nýlega og er vonast til þess að það magn sleppi inn i landið áður en tollahækkunin verður sem búist er við að tali gildi i júlibyrjun. Þá hafa Grikkir keypt 1.500 tonn og búist er við að þeir fái um 2.500 tonn til viðbótar siðar i ár, eins og venja hefur verið til. Þá hefur Frakkland aukið innkaup á 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.