Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Síða 26

Frjáls verslun - 01.05.1985, Síða 26
hefur verið fram í dagsljósið tollur sem nemur 13% á venjulegan flattan saltfisk og 20% á saltfisk- flök. Að vísu mun þessi tollur ekki hafa bein áhrif á þessu ári, ef að líkum lætur, þar sem til loka þessa árs verður í gildi 25.000 tonna tollfrir kvóti. Nýlegar fréttir herma að þessi kvóti gildi aðeins fyrir flattan saltfisk, en nái ekki yfir saltfiskflök, en unnið sé að þvi að fá annan kvóta fyrir þá vöru. Það er Ijóst að 20% tollur á þessa vöru yrði slikur baggi að sennilega er að verulega myndi draga úr eftirspurn. Mér er hins vegar ekki Ijóst hvernig á að beita þessum tollfria kvóta og hver eigi að fylgjast með þvi hvort yfir merkiö verður farið, þar sem þessi innflutningur er ekki til eins lands. Því hlýtur að verða mjög erfitt að henda nákvæmlega reið- ur á því hvenær farið verður yfir þetta mark og þá á hvaða mark- aöi. Hvað tekur við i upphafi næsta árs er erfitt að segja um, en at- hyglisvert er að þessi tollur virð- ist settur á að frumkvæði Portú- gala. Ekki er Ijóst hvað býr aö baki, en þó leikur grunur á að þetta sé gert vegna þrýstings frá portúgölskum útgerðarmönnum. Hins vegar virðist okkur sem mikil óeining sé innan rikisstjórn- ar Portúgal um þetta mál,“ sagði Friðrik. Veröum aö taka upp ný vinnubrögð — Hvernig vegnar okkur í samkeppninni á hinum erlendu mörkuðum? „Mér virðist sem við Islending- ar séum að dragast aftur úr öðrum þjóðum á sviði matvæla- framleiðslu og á ég þar við pen- ingahlið framleiðslunnar. Við stöðdum hins vegar vel í gæða- málunum, en reikna má með þvi að aðrir aöilar nái okkur þar innan ekki langs tima, eða komist a.m.k. nálægt okkur á þvi sviði. Þvi er ekki hægt að búast við þvi að alltaf sé hægt að skáka i skjóli meiri gæða vörunnar. Mikil framþróun hefur orðið i fram- leiöslu ódýrra matvæla sem keppa við okkur á mörkuðunum og má þar m.a. nefna kjúklinga- rækt og aðra slika tæknivædda stórframleiðslu og búast má við að þess verði ekki langt að biða aö eldisfiskur keppi beint við sjávarafla. Ég held að við verðum að taka upp ný vinnubrögð til þess aö bregöast við hinum fjöl- breytta vanda sem að okkur steðjar bæði hér innanlands og á mörkuðunum erlendis. Við verð- um að halda áfram aö selja vöru okkar á hæsta verði og á dýrustu mörkuðunum og koma vörunni á markaðinn á sem hagkvæmastan hátt og í hagkvæmustu pakkn- ingum sem völ er á. Við eigum að framleiöa bestu vörur á hag- kvæmastan hátt og með þeirri fullkomnustu tækni sem völ er á hverju sinni til þess að ná aukinni framleiðni. Við eigum einnig að nýta vinnuaflið eins og kostur er og vinna vöruna úr besta fáan- lega hráefni. Ef okkur tekst ekki að ná í hinn takmarkaða afla okk- ar á hagkvæmari hátt en viö ger- um nú, verðum viö að venja okkur við þá hugsun að sjávarútvegur- inn geti ekki staðið undir fjár- hagslegum þörfum þjóöarinnar eins og hann hefur gert hingað til. Ég hef hins vegar þá trú að með samstöðu, réttri nýtingu á auð- lindum okkar, með þekkingu, menntum og reynslu, ættum við að geta náð viðunandi árangri i samkeppninni," sagöi Friörik Pálsson að lokum. 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.