Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 36

Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 36
SAMTIÐARMAÐUR Erum að safna hugmyndum að skynsamlegum fjárfestingum SAMTÍÐARMAÐUR Frjálsrar verslunar aö þessu sinni er Jón Sigurösson, framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Fyrirtækiö skil- aði álitiegum hagnaði á síöasta ári og bjartara er yfir framtíö verksmiöjunnar nú en undanfar- in ár. í þessu viötali er rætt viö Jón um starfsemina og hvaö framundan sé og einnig lýsir hann skoöunum sínum á ástandi þjóðfélagsins almennt. Jón er fimmtugur aö aldri og lögfræö- ingurað mennt. Jón Sigurösson útskrifaöist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1958, en stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Að námi loknu hóf hann strax störf í Stjórnarráðinu, 1. október 1958. Jón starfaöi framan af í at- vinnumálaráöuneytinu, undir stjórn Gunnlaugs E. Briem ráöu- neytisstjóra. Á því tímabili fór hann utan til náms í opinberrri stjórnsýslu, 1963 - 1964. Hann hóf aö hluta störf fyrir fjármála- ráðuneytiö fljótlega eftir heim- komuna, enda þótt hann hætti ekki störfum í atvinnumálaráöu- neytinu fyrr en síöar. Þá tók Jón viö stjórn Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar sem hagsýslustjóri og gegndi því embætti þar til hann tók viö starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu áriö 1967. Því starfi gegndi Jón þar til hann varö framkvæmdastjóri á Grundartanga áriö 1977 aö frá- töldum árunum 1974 til 1976, en þá var Jón í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu og gegndi störfum sem stjórnarmaöur Norðurlanda í stjórn Alþjóöa- bankans. Síðan 1977 hefur Jón starfaö hjá Járnblendifélaginu. Starfs- ferill Jóns er óvenjulegur. Hann gegndi einu mikilvægasta emb- ætti stjórnsýslunnar um tíu ára skeið eftir tiltölulega skamman starfsferil í Stjórnarráöinu. Þá vann hann sig ekki upp innan sama ráöuneytis eins og tíðast er, heldur fór á miili ráöuneyta innan Stjórnarráösins og haföi tekiö við lykilstööu þar liölega þrítugur. Þessu starfi gegndi Jón í tíu ár og segir sjálfur aö það sé alveg nógu langur timi. Aö þessum ferli loknum tón hann viö framkvæmdastjórn fyr- irtækis ó stvinnurekstri. Aödragandinn Jón var spuröur um aðdrag- andann aö stofnun íslenska Járnblendifélagsins og því aö hann tók viö starfi framkvæmda- stjóra þess. „Ég var ekkert viðrið- inn aðdragandann að stofnun fé- lagsins. Mikilvægasta hluta þess tima bjó ég í Bandarikjunum. Is- lenska járnblendifélagið var stofnað árið 1975 af islenska rík- inu með bandariska stórfyrirtæk- inu Union Carbide og hér á Grundartanga var undirbúningur að byggingu verksmiðjunnar haf- inn sama ár. Áður en ég kom heim var Union Carbide hætt við að taka þátt i þessu fyrirtæki og búnir að kaupa sig frá aðildinni með skaðabótum. Á þessum tima var Ásgeir 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.