Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 43

Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 43
MENNTUN Starfsnám Verslunarráðs íslands: Nýr hlekkur milli skóla og atvinnulífs Texti: Jóhanna Birgisdóttir/Myndir Loftur Ásgeirsson. Sú stund kemur í lífi hvers ein- staklings, á misjöfnum tíma þó, þegar taka þarf ákvörðun um hvað skal leggja fyrir sig á lífs- leiðinni. Oftar en ekki kemur þessi stund upp á yngri árum, þegar þarf að gera upp við sig hvaða námsbraut velja skal, hvaða skóla, hvaöa verksvið. Einnig getur ákvörðunin snúist um hvar þreifa skal fyrir sér um atvinnu. Ákvörðunin er erfið vegna þess að þekking á því sem til boða stendur er lítil. Ungt fólk sem hyggst fara í framhaldsnám, hefur oft litla sem enga starfsreynslu eða verkþekkingu að baki og veit því lítiö um hvað býður þegar skóla- námi lýkur. Tökum dæmi: Ung stúlka ákveður að velja viðskiptabraut við fjölbrautaskóla. Hún fær stað- góða þekkingu i ýmsum undir- stöðugreinum sem tengjast verslun og viðskiptum. Hún fær innsýn i ört vaxandi og flókinn heim tölvutækninnar og ýmislegt fleira. En þegar skóla lýkur hvaö tekur þá við. Hún rennir yfir aug- lýsingar um atvinnu i boði. Ýmsar þeirra freista, störfin virðast heill- andi og fyrirtækin traust. En með umsóknum sinum rennir hún blint i sjóinn í raun. Hún veit í flestum tilfellum sáralitið um daglegan rekstur og starfssemi hinna ýmsu fyrirtækja. Hún veit jú að Flugleiðir ferja farþega innan- lands og utan, reka hótel og bila- leigu. Hún veit að Eimskip er i vöruflutningum sjóleiðina milli landa. Hún veit að Almennar Tryggingar selja allar mögulegar og ómögulegar tryggingar. Hún veit að Oliuverslun islands selur bensin. En hún veit nánast ekkert meira og tekur þvi með umsókn sinni áhættu. Eftir stuttan starfs- tima gæti hún uppgötvað að „Fékk mjög yfirgripsmikla kynningu". 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.