Frjáls verslun - 01.05.1985, Page 45
Farið er fram á að nemandinn
skili vinnuframlagi eins og hver
annar starfsmaður. Og að þessu
loknu er nemandinn kominn með
mikla þekkingu og góða reynslu
sem komið getur að góðum not-
um við vinnu i og við rekstur
tölvudeilda i meðalstóru fyrirtæki.
Ólík starfssvið - ólík
reynsla
En eins og fyrr segir voru það
mörg og ólik fyrirtæki sem buðu
upp á starfsnám i vetur. Má þar
nefna flugfélög, bifreiðaumboð,
olíuinnflutningsfyrirtæki, trygg-
ingarfélög, stóriðjuver og fleira.
Af þvi leiðir að hver nemandi situr
eftir með mjög ólíka upplifun og
reynslu og gerir þetta einnig
starfsnámið aðlaðandi fyrir fleiri
einstaklinga en ella.
Reynslan af þessu námi i vetur
er góð og haldið verður áfram á
sömu braut. Reynslan frá síðast-
liðnum vetri sýnir reyndar að
þörfin er brýn og áhugi mikill. Þvi
komast færri að en vilja og um-
sóknir að jafnaði mun fleiri en
þau tækifæri sem i boði eru.
Þegar Verslunarráð íslands var
stofnað, settu menn það sem eitt
af verkefnum þess að efla
menntun og þekkingu þeirra er
starfa i þágu viðskiptalifsins. Má
segja að starfsnámið sé eitt
skrefið á þeirri braut. En heyrum
aö lokum umsögn tveggja nem-
enda og forráðamanna þeirra
fyrirtækja er þeir sóttu starfsnám
sitttil.
„Ég var ekki með mjög fast-
mótaðar hugmyndir um eftir
hverju ég væri að sækjast, en
þetta gekk allt vonum framar og
kom mér reyndar á óvart hvað allt
gekk vel,“ sagði Örn Þór Árna-
son sem stundaði starfsnám hjá
Flugleiðum.
Örn hafði lokið eins árs námi í
viðskiptafræöi en hugur hans
beindist að námi við tækniskóla í
Danmörku, þar sem lögð skyldi
aðaláhersla á viðskipta- og
tæknifræðinám út frá rekstrar-
legu sjónarmiði.
„Ég hafði þetta á bak viö eyrað
allan tímann og reyndi aö nýta
mér námið eins og unnt var meö
hliðsjón af því námi sem ég er að
fara út i. Áður hafði ég litið kynnst
skrifstofustörfum eða rekstri
fyrirtækja en þarna fékk ég mjög
yfirgripsmikla kynningu þar sem
um svo stórt fyrirtæki var að
ræða.“
„Það hjálpaði mjög hversu
áhugasamir starfsmenn fyrirtæk-
isins voru. Það voru allir mjög
jákvæöir. Ég er sannfærður um
að þessi dvöl min á eftir að skila
sér margfalt í minu námi og starfi
í framtíðinni. Ég er ekki farinn að
leggja niður fyrir mér að hvaða
starfsvettvangi ég mun beina
augum að námi loknu, en vissu-
lega hefur þetta starfsnám gert
flugrekstur og allt það sem hon-
um tilheyrir enn meira spennandi
eri ella.“
Og með þaö kvaddi Örn, steig
upp i flugvél og til Danmerkur þar
sem hann hyggst eyða sumrinu
við dönskunám áður en að alvör-
unni kemur við tækniskólann i
haust.
„Okkur þótti þessi hugmynd
góð þegar i upphafi og vorum til-
búnir til að taka þátt i framkvæmd
hennar. Það hefur ekki verið neitt
á boðstólum hér i likingu við þetta
og því sjálfsagt að gera slika til-
raun“, sagði Már Gunnarsson,
starfsmannastjóri Flugleiða. Það
fyrirtæki tók einn starfsmann,
Örn Þór Árnason, siðari hluta
vetrar.
„Það er Ijóst að nám af þessu
tagi kemur bæði starfsnemanum
og fyrirtækinu til góða. I sumum
tilfellum gæti orðið um fram-
haldsstarf að ræða, ef ekki strax
þá jafnvel siðar meir. Starfsnem-
inn á eftir að Ijúka námi og/eða
finna sér starfsvettvang þar sem
persónuleg tengsl sem skapast
hafa í starfsnáminu gætu átt eftir
að skila sér, báðum aðilum til
hagsbóta. En fyrst og fremst er
45