Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 46

Frjáls verslun - 01.05.1985, Side 46
 þetta þó gert vegna þess aö fyrir- tækiö hefur áhuga á aö gefa ungu og áhugasömu fólki kost á aö kynnast þvi sem hérfer fram." „Þetta bar nokkuð brátt aö hjá okkur en viö völdum starfsnem- ann meö hliösjón af umsókn hans og þeim áhugamálum sem þar komu fram. Örn tilgreindi áhuga á aö mennta sig á sviöi viðskipta- og markaðsmála og meö þaö i huga skipulögöum viö nám hans hér. Honum gafst kost- ur á aö fá innsýn inn i starfssemi margra deilda innan fjármála- sviös fyrirtækisins, svo sem bók- halds, hagdeildar, tæknideildar og tölvudeildar. Þá sótti hann námskeiö í fargjaldaútreikningum og ýmislegt fleira bættist inn í myndina." „Á fyrsta degi gáfum viö hon- um smáágrip af sögu og þróun fyrirtækisins og lögðum síðan niöur fyrir honum þá áætlun sem viö höföum gert. Gafst honum þar kostur á aö gera athugasemdir eöa færa fram sérstakar óskir ef einhverjar voru. Þetta gekk siðan allt mjög greiðlega og áreynslu- litiö. Þaö reynir mikiö á starfs- nemann sjálfan aö koma inn í svo stórt fyrirtæki. Hann þarf aö hafa lag á aö koma sér vel, aölagast mörgu fólki á skömmum tíma. Viö gengum út frá þvi aö starfsnem- inn skilaði ákveöinni vinnu, en eyddi ekki timanum eingöngu i aö horfa yfir öxlina á einhverjum öörum. Þaö gekk allt mjög vel fyr- ir sig. Þar kom sér vel frumkvæöi hans sjálfs, viö aö leita eftir verk- efnum og aðlögunarhæfnin aö auki.“ „Við erum vissulega tilbúnir til aö halda áfram á þessari braut. Innan okkar fyrirtækis eru mögu- leikar á mjög fjölbreyttu námi. Viö erum hér með margar ólíkar brautir og má þar nefna, flug- rekstur, tæknideild, verkfræöi- deild, þjónustulinur, hótelrekstur, sölu- og markaðsdeild. Einnig væri mögulegt fyrir einn og sama starfsmann aö koma viðar viö, kynnast fleiri greinum. Slikt krefst þess hins vegar aö nægur timi sé til undirbúnings og viö hefðum þá góöa möguleika til aö velja sjálfir þann nema sem hing-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.