Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 63
IBM INNSKOT - er heiti nýs fréttabréfs frá IBM á íslandi, sem hér lítur dagsins ljós. Því er ætlað að koma á framfæri upplýsingum um nýjungar hjá IBM: í vélbúnaði, hugbúnaði og annarri þjónustu. Notendur IBM tölvukerfa hafa einnig orðið á þessum síðum og gefst þar tækifæri til að segja frá verkefnum sem þeir hafa látið tölvuna um að leysa, svo og viðhorfum í tölvumálum. Ennfremur verður leitast við að kynna þau verkefni sem sölu- og samstarfsaðilar IBM fást við og þannig reynt að auka upplýsingaflæði um það helsta á þessum markaði, sem miðar ekki síst að hagkvæmari og betri nýtingu á tölvutækninni. Lesendur eru hvattir til að láta í sér heyra og leita eftir frekari upplýsingum hjá IBM á íslandi. í þeim tilgangi er meðfylgjandi póstsendingarspjald prentað með fréttabréfinu. Níu þúsund PS/2 vélar afgreiddar á dag Aðalstöðvar IBM í Armonk í New York-fylki í Bandaríkjunum tilkynntu nýlega að búið væri að afgreiða eina miljón PS/2 véla, um 6 mánuðum eftir að vélin var kynnt. Til samanburðar tók það 28 mánuði að afhenda fyrstu miljón vélarnar af fyrirrennaranum IBM PC. Um þessar mundir eru af- greiddar um níu þúsund PS/2 vélar á dag um allan heim eða um 180 þúsund á mánuði. Það hefur því óumdeilanlega geng- ið mjög vel með hina nýju vél á árinu 1987. Þó hafa ekki nýst að fullu yfir- burðir hennar sem felast ekki síst í stýrikerfinu OS/2 og tölvubrautunum (micro channels). Nú er OS/2 stýri- kerfið loks að koma til afgreiðslu og þá má gera ráð fyrir að salan á PS/2 taki enn stökk fram á við. En hvað gerir þetta nýja stýrikerfi svona sérstakt og hverjir eru helstu kostir þess? 4 NYJUNGAR Rúmast undir borði — aðeins 48 kg. Fyrr á árinu kom á markaðinn ný tölva, IBM 5363, sem hentar bæði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, hvort held- ur þau eru að hefja tölvuvæðingu eða lengra komin. IBM 5363 vélin hentar til dæmis fyrir þá sem vantar deildar- tölvu og/eða útibúatölvu, sem þá tengist aðaltölvu. Gert er ráð fyrir að þessi vél verði fáanleg hér á landi fyrir áramót. Margir hafa velt því fyrir sér hvort þessi nýja vél muni leysa S/36 af hólmi. En IBM 5363 vélin sýnir hins vegar að System 36 er alls ekki úrelt, enda byggir vélin á sama grunni, þó við bætist margar nýjungar. Þessi vél er því bæði heillandi tæknilega og ekki síst vegna þess að hún er á mjög viðráðanlegu verði. Tölvan rúmast undir borði, vegur aðeins 48 kg og kemur í stað S/36 PC og minni gerða af „litlu" S/36, IBM 5362. Hún er miðuð við 4-8 notendur. Margt nýtt Með IBM 5363 er gert stórátak í hug- búnaði og vélbúnaði til að auka tengi- og samskiptamöguleika þessara véla innbyrðis og við umhverfi sitt. Þar má benda á APPC (LU 6.2) sem nánast er að verða samskiptastaðall og hluti af PC-stuðningi (support). Afköst og geymslurými aukast mikið miðað við S/36 PC, þannig er verð/afkastaaukn- ingin (price/performance) um 30%. Og þetta eru helstu kostir IBM 5363: # Hugbúnaður kemur í vélinni sem auðveldar uppsetningu og alla notkun. # Innbyggt segulband. # Ekki þörf á PC sem stýritölvu eins og á S/36 PC. # Allar tengingar við aðrar tölvur auðveldari en áður, þ.m.t. PS/2. # Vinnur með eldri S/36 forrit óbreytt, þar með er úrval notendahug- búnaðar tryggt. # Lágt verð miðað við sambærileg- ar tölvur. # 1 árs ábyrgð í stað 3 mánaða áður. Starfsmenn IBM hjá hinni nýju PS/2, en salan á þeim gengur vel hérlendis sem er- lendis. Starfsmennirnir eru, talid frá vinstri: Dagný Halldórsdóttir rafmagns- verkfræöingur, Gunnar Linnet tölvunar- fræðingur og Ólafur Daðason tölvunar- fræðingur. OS/2 hér á landi um áramót Með nýja stýrikerfinu er hægt að vinna í fleiri en einu verkefni samtím- is, en PC DOS er stýrikerfi fyrir einn notanda og eitt verkefni í einu. Með OS/2 stýrikerfinu opnast möguleiki á svokallaðri fjölvinnslu (Multitasking) sem ekki hefur þekkst áður. Nýja stýrikerfið verður til afgreiðslu hér- lendis fljótlega eftir áramót og eru nokkur íslensk hugbúnaðartæki þegar komin í startholurnar að þýða og búa til notendahugbúnað fyrir OS/2. # Sýndarskjáir geta alls verið 16. Það þýðir að notandinn getur skoðað 16 mismunandi skjái með því að ýta á aðgerðarlykla (function keys). # Fullkominn samskiptahugbún- aður við stærri tölvur og í neti einka- tölva. Þannig má hengja PS/2 og PC í net með Tókaneti (token ring, sjá frétt á baksíðu). Samskipti á milli tölva eru mjög vaxandi þáttur í tölvuvæðing- unni og OS/2 á IBM PS/2 auðveldar alla þá möguleika til muna og gerir samskiptin öruggari. # Stærra minni fyrir forrit. OS/2 rýf- ur 640K múrinn og veitir þar með möguleika á að fjölga forritum í minni. # Sýndarminni er 1GB og OS/2 er byggt upp sem gluggakerfi. # Gagnagrunnar (SQL) og tölvu- reiknir (Lotus 1-2-3) verða hluti af stýrikerfinu svo og mjög verulegir grafískir möguleikar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.