Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 65
Kjartan Ólafsson forstöðumaður skipulags- og tölvusviðs Skeljungs: Smátölvur innan fyrirtækja og tengimöguleikar Ekki er óeðlilegt að spurt sé: Hvað hefur fyrirtæki sem byggir á IBM S/36 með PC að gera? S/36 er hönnuð sem öflug fjölnotenda gagnavinnsluvél. PC tölvan er aftur á móti einnotenda- vél með öfluga reiknigetu. Með rétt- um búnaði og nokkrum tilkostnaði má láta þessar tvær vélar vinna ágætlega saman og nýta þannig kosti beggja. Pað er sérstök ástæða til að staldra við og horfa til framtíðar, setja sér tak- mörk og Ieiðir, þegar tekin er ákvörð- un um nýjan eða breyttan tölvubúnað fyrirtækis. Slík stefnumörkun á hér við sem í öðrum málum og mun ég gera grein fyrir helstu þáttum þeirrar stefnumörkunar hjá Skeljungi en við notum nú rúmlega 20 PC vélar sam- hliða S/36. tengst X.25 tölvuneti Pósts og síma og höfum við hjá Skeljungi notað þá leið til að flytja upplýsingar frá PC vélum í útibúum til S/36 móðurtölvu fyrirtæk- isins í Reykjavík, án hermispjalda. Að vísu varð að vinna umtalsverða hönn- unar- og forritunarvinnu en í staðinn opnaðist hagkvæm leið til að senda upplýsingar sjálfvirkt beint á milli kerfanna. Pá má geta þess að nýverið NOTENDUR HAFA ORÐIÐ Minnkað álag á móðurtölvu Helstu ástæður fyrir vali á PC í stað S/36 eru: Úrval ódýrs staðlaðs hug- búnaðar. Mikil reiknigeta. Staðsetn- kynnti IBM tengimöguleika milli S/36 og Token Ring nærnetsins, sem ég er bjartsýnn á að verði ríkjandi staðall fyrir nærnet. Kjartan Ólafsson forstöðumadur skipulags- og tölvusviðs Skeljungs fyrir utan eina af bensínstöðvum fyrirtækisins. ing fjarri móðurtölvu. Sjálfstæð verk- efni sem ekki nýta sameiginleg gögn. Minnkað álag á móðurtölvu. Auknir tengingamöguleikar. Þarfir einstakra starfsmanna fyrir blandaðar vinnslur PC/skjár. Helstu notkunarsvið PC véla hjá Skeljungi hafa verið: Sem skjáir við S/36, í áætlanagerð með MP3 og Project 2, ásamt stýringu á tölvu- teiknara o.fl. Sjálfstæðar tölvur í úti- búum til ýmissa almennra verkefna, svo sem bókhalds, ritvinnslu, áætl- anagerða og fjarvinnslu við móður- tölvu. Ýmsir tengingamöguleikar eru milli PC og S/36 en allt útlit er fyrir öra þró- un á því sviði. Pá geta PC og S/36 Forðumst eftirlíkingar Pað er full ástæða til að vara menn við notkun IBM eftirlíkinga, ef tengja á PC sem skjá við S/36 með 5251 tengi- spjaldi. Varðandi stefnumörkun Skeljungs við samnýtingu PC og S/36 vil ég nefna: Nota fremur S/36 skjái heldur en PC. Nota PC aðeins í afmörkuð verkefni. Nota MS DOS stýrikerfið. Tölvudeild annist PC málefni og sam- ræmingu í vali búnaðar. Nota staðlað- an hugbúnað og forrita sem minnst á PC. Afmörkun PC væðingar. Pjálfun á notendum og starfsmönnum tölvu- deildar. Öryggismál. „Fyrr en varir á ykkar borð“ Það hefur viljað brenna við, að reyndir tölvumenn hafa forðast að kynnast PC umhverfi meira en nauð- syn krefur, á þeirri forsendu að þeir eða þeirra deildir eigi nóg með að anna þeim kröfum sem til þeirra séu gerðar, þó þeir fari nú ekki að dröslast með smátölvurnar líka. Þeim vil ég segja þetta: Fyrr eða síðar koma PC tölvur í ykkar fyrirtæki, vandamálið er ekki nærri eins erfitt og ykkur grunar, áður en varir kemur það á ykkar borð. Vandinn verður minni ef staðið hefur verið skipulega að málunum, þannig að flestar smátölvurnar keyri sama stýrikerfi og svipaðan hugbúnað. Það hefur víða viljað brenna við, að hver notandi kaupi sitt, en síðan sé vanda- málum vegna tenginga og annars ósamræmis hent á borð tölvudeilda. Komast má sómasamlega af við stjórnun á PC væðingu í fyrirtæki, ef náð er þekkingu og þjálfun á vélbún- að, DOS stýrikerfið, Ritþór (Editor), töflureikni, ritvinnslukerfi og gagna- grunni. Ég tel aftur á móti ekki nauð- synlegt að allir kerfisfræðingar nái tökum á forritun PC véla, því víða er auðvelt að kaupa slíka þjónustu. Aftur á móti er grunnþekking á getu og tak- mörkun PC umhverfisins nauðsynleg til að geta skipulagt og stjórnað verk- efnunum á því sviði. Afl smátölva tekið stakkaskiptum Framtíðina má sjá í þessu Ijósi: Með tilkomu nýju PS/2 vélarinnar, einkum PS/80, hefur afl smátölva tekið stakka- skiptum. Nú er raunhæft að nota þessar vélar við lausn verkefna, sem hefðu verið bundin við stórar tölvur fyrir nokkrum mánuðum. Á sama tíma hefur gerð hugbúnaðar fleygt fram. Pannig reikna ég með auknum umsvifum í PC tölvuútgáfu, PC CAD hönnun og PC POS birgðahaldskerf- um. Ýmsum stýringum sem áður kröfðust sérhæfðs tölvubúnaðar, t.d. stýring á bensínstöðvum. PC-ferðafé- lagi fyrir sölumenn, ferðatelex eða FAX. Beinlínuútstöð fyrir útibú stærri fyrirtækja. Útstöð fyrir ýmis upplýs- inganet. Til gamans má geta þess að í gegnum X.25 gagnanetið tekur aðeins tvær sekúndur að ná sambandi við gagnabanka í London, en þrjár sek- úndur við New York og kostnaðurinn ekki nema lítið brot af því sem var með hefðbundnu upphringisambandi. Ofangreind verkefni eru tekin úr PC verkefnaskrá minnar tölvudeildar fyrir 1988. Að sjálfsögðu mætti nefna marga fleiri möguleika, en hér er mál að linni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.