Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 13
stöðvarinnar (100%), útflutnings-
verslunar Jóns Ásbjörnssonar (70%)
og Seifs hf. og Islensku umboðssöl-
unnar hf., sem bæði auka veltu sína
um rúm 60%.
Listinn hefur
öðlast sess
Listinn um stærstu fyrirtækin hef-
ur þegar öðlast varanlegan sess í allri
umræðu um atvinnu- og efnahagslíf
hér á landi. Ávallt þegar mat er lagt á
stærð fyrirtækja og vægi þeirra er
vitnað til þessa lista. Aðstandendum
listans er þetta að sjálfsögðu ánægju-
efni. Ein af þeim endurbótum sem
gerð hefur verið á listanum er að
bæta stöðugt við fyrirtækjum í eigu
opinberra aðila. Þetta hafa margir
orðið til að gagnrýna. Sú gagnrýni
kemur m.a. fram íbréfi, einu af mörg-
um sem borist hafa vegna birtingar
listans. Höfundur þessa tiltekna bréfs
er einn framkvæmdastjóra stórfyrir-
tækis. Hann segir m.a. svo:
Opinber fyrirtæki, -
og einkafyrirtæki
„f annan stað, þá er út í bláinn að
mínu mati að á stóra listanum séu
opinber fyrirtæki, sem mörg starfa
eftir allt öðrum lögmálum og við aðrar
aðstæður en einkafyrirtæki og síðan
eru þau borin saman við einkafyrir-
tæki eins og ekkert sé. Þau mættu
vera, en ekki á aðallistanum.
Tökum tvö dæmi. ÁTVR skilar
einhverjum „absúrd" hagnaði. Sá
hagnaður gæti fallið niður í 0, ef ein-
hverjum manni í Fjármálaráðuneytinu
dytti í hug að betra væri að taka skatt-
inn í tollinum, þ.e. tollur yrði uppi-
staðan í skattheimtunni, ekki verð-
lagning ÁTVR. Ríkisútvarp er að
hluta til á föstum fjárlögum. Þangað
er sótt fjármagn, sem ef til vill fengist
ekki ef markaðurinn réði og þessi
stærð af fyrirtæki gengi því ekki upp.
Þessi fyrirtæki eru mörg skattlaus og
síðan berum við saman hagnað eftir
skatt. Ég endurtek að lokum að ég
teldi feng í því að hafa skilgreind B-
hluta ríkisfyrirtæki á sérlista sem
haldið væri fyrir utan aðallistann, - allt
annað rýrir gildi þessarar vinnu“.
Lýkur þar tilvitnun í bréfið, sem
Víða leitað fanga
Víða hefur verið leitað fanga við
söfnun upplýsinga á listana yfir
stærstu fyrirtæki landsins. Hér með
er öllum þeim, sem aðstoðað hafa við
gerð þeirra, færðar þakkir fyrir. Án
þeirrar aðstoðar væri ekki fært að
gera listann þannig úr garði, sem raun
ber vitni.
Upplýsingar er fengnar frá fyrir-
tækjunum sjálfum, bæði í símtölum
og með athugunum á ársreikningum
þeirra. Þá má nefna upplýsingar frá
Hagstofu íslands, Launadeild Fjár-
málaráðuney tis, T ryggingaeftirliti
ríkisins, Bankaeftirliti Seðlabanka ís-
lands og Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un.
Deilt er um hvort ríkisfyrirtæki á
borð við ÁTVR eigi heima á listan-
um.
endurspeglar einmitt það sem margir
í viðskiptalífinu hafa látið í ljós um
listann.
Að bréfi og athugasemdum sem
þessum er geysimikill fengur fyrir þá
sem að listagerðinni hafa starfað. Öll
slík viðbrögð eru því vel þegin og hér-
með þakkað fyrir þau. Efnislega er
hinsvegar ekki hægt að fallast á þær
röksemdir sem koma fram í ofan-
skráðri tilvitnun, nema að einu leyti.
Á listanum að þessu sinni er gefinn
upp hagnaður fyrir skatt. Sú stærð er
því mun sambærilegri milli fyrirtækja
en áður.
STOLPI
Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn
Átta alsamhæfð tölvukerfi
• FJÁRHAGSBÓKHALD
• LÁNADROTTNAR
• BIRGÐAKERFI
• SÖLUNÓTUKERFI
• SKULDUNAUTAR
• LAUNAKERFI
• VERKBÓKHALD
• TILBOÐSKERFI
Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækið án
þess að eiga það á hættu að „sprengja“ kerfin því við bjóðum:
• STÓRA STÓLPA fyrir fjölnotendavinnslu:
• STÓLPA fyrir flest fyrirtæki.
• LITLA STÓLPA fyrir minnstu fyrirtækin.
Yfir 100 nýir notendur í ár
UNIX er framtíðin.
Sala, þjónusta
Wlarkaðs- og söluráðgjöf,
Björn Viggósson,
Ármúla 38,108 Rvk.,
sími 91-687466.
Hönnun hugbúnaðar
Kerfisþróun,
Kristján Gunnarsson,
Ármúla 38,108 Rvk.,
sími 91-688055.
13