Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 15
100 stærstu
Enn meiri upplýsingar
Á14. hundrað fyrirtæki á listunum fyrir 1986
Samband íslenskra samvinnufélaga er enn sem fyrr stærsta fyrirtæki á
fslandi.
Stöðugt er unnið að endurbótum á
listanum yfir stærstu fyrirtæki. I
fyrra má segja að í þeim efnum hafi
orðið algjör bylting. Fjöldi fyrirtækja,
sem gefnar voru upplýsingar um
komst þá upp í eitt þúsund. Aður voru
fyrirtækin rúmlega fjögur hundruð.
Að þessu sinni er enn haldið áfram
á sömu braut. A lista um stærstu
fyrirtæki eru um það bil fjórtán hundr-
uð nöfn.
Eins og áður eru upplýsingar um
fyrirtækin misjafnlega viðamiklar.
Enn er það svo, að upplýsingar um
starfsmannafjölda, heildarlaun og
meðallaun starfsmanna, eru þær upp-
lýsingar, sem við höfum um flest
fyrirtæki.
Hinsvegar fjölgar fyrirtækjunum
stöðugt sem við fáum víðtækari
fræðslu af. Þau fyrirtæki eru flest á
aðallistanum en mörg þeirra koma
einnig fram á sérlistum. I fyrra voru
dálkar á aðallista tuttugu og þrír. Árið
áður voru þeir tíu. í ár eru dálkarnir
tuttugu og sex. Auk þess eru að
þessu sinni unnar upplýsingar, sem
koma fram á ýmsum sérlistum en
ekki á aðallista.
Til þess að aðallistinn verði ekki of
viðamikill er talið réttara að halda efni
hans innan nokkurra takmarka. Ef
það verður of viðamikið er hætt við,
að erfitt verði að lesa úr honum án
mikillar fyrirhafnar. Þær upplýsingar
sem ekki koma fram á aðallista eru þá
á viðkomandi sérlistum þar sem þær
gefa frekari fræðslu um afkomu fyrir-
tækjanna.
Á aðallistanum eru nú 171 fyrir-
tæki. Ákveðið var að þar yrðu þau
fyrirtæki, sem árið 1986 voru með
250 milljóna veltu eða meira. Auk
þessara fyrirtækja eru fjölmörg, sem
gáfu upp veltu og aðrar upplýsingar úr
rekstri sínum og um efnahag sinn.
Fræðast má um þau á viðkomandi
sérlistum.
Öll fyrirtæki og stofnanir, sem eru
á aðallista eru einnig á sérstökum at-
vinnugreinalistum. Stöðugt er unnið
að endurbótum á þeim eins og öðru
efni.
Þeirri venju er haldið, að raða fyrir-
tækjurn eftir starfsmannafjölda á at-
vinnuvegalistana. Upplýsingar um
veltu þeirra fyrirtækja, sem hana hafa
gefið upp, koma einnig þar fram og
auk þess röð þeirra á aðallista.
Þá má einnig geta þess að sérstakir
listar yfir fyrirtæki í hverju kjördæmi
landsins eru viðameiri en áður. Sama
gildir um þá listana, þar sem fyrir-
tækjum er raðað eftir ýmsum hlutföll-
uin og kennitölum úr rekstri sem við
köllum vísbendingu til aðgreiningar
frá kennitölum Hagstofunnar.
Skipting listanna er þá þessi:
Aðallisti
hlutföll úr rekstri, vísbendingar
atvinnugreinalistar
kjördæmalistar.
Um frekari skiptingu vísast til efn-
isyfirlits hér fyrir framan. Þess má þó
geta, að röðun á nokkra atvinnu-
greinalistana fer eftir veltu en ekki
starfsmannafjölda. Upplýsingar á
þeim listum eru einnig fjölþættari en á
öðrum. Þetta gildir um banka og aðr-
ar fjármálastófnanir, olíufélögin,
orkuveitur, tryggingafélög og kaup-
félög.
Að lokum er rétt að nota tækifærið
og þakka þær góðu viðtökur, sem oft-
ast fást þegar leitað er eftir upplýs-
ingum vegna listans um stærstu fyrir-
tæki í FRJÁLSA VERSLUN.
15