Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 15
100 stærstu Enn meiri upplýsingar Á14. hundrað fyrirtæki á listunum fyrir 1986 Samband íslenskra samvinnufélaga er enn sem fyrr stærsta fyrirtæki á fslandi. Stöðugt er unnið að endurbótum á listanum yfir stærstu fyrirtæki. I fyrra má segja að í þeim efnum hafi orðið algjör bylting. Fjöldi fyrirtækja, sem gefnar voru upplýsingar um komst þá upp í eitt þúsund. Aður voru fyrirtækin rúmlega fjögur hundruð. Að þessu sinni er enn haldið áfram á sömu braut. A lista um stærstu fyrirtæki eru um það bil fjórtán hundr- uð nöfn. Eins og áður eru upplýsingar um fyrirtækin misjafnlega viðamiklar. Enn er það svo, að upplýsingar um starfsmannafjölda, heildarlaun og meðallaun starfsmanna, eru þær upp- lýsingar, sem við höfum um flest fyrirtæki. Hinsvegar fjölgar fyrirtækjunum stöðugt sem við fáum víðtækari fræðslu af. Þau fyrirtæki eru flest á aðallistanum en mörg þeirra koma einnig fram á sérlistum. I fyrra voru dálkar á aðallista tuttugu og þrír. Árið áður voru þeir tíu. í ár eru dálkarnir tuttugu og sex. Auk þess eru að þessu sinni unnar upplýsingar, sem koma fram á ýmsum sérlistum en ekki á aðallista. Til þess að aðallistinn verði ekki of viðamikill er talið réttara að halda efni hans innan nokkurra takmarka. Ef það verður of viðamikið er hætt við, að erfitt verði að lesa úr honum án mikillar fyrirhafnar. Þær upplýsingar sem ekki koma fram á aðallista eru þá á viðkomandi sérlistum þar sem þær gefa frekari fræðslu um afkomu fyrir- tækjanna. Á aðallistanum eru nú 171 fyrir- tæki. Ákveðið var að þar yrðu þau fyrirtæki, sem árið 1986 voru með 250 milljóna veltu eða meira. Auk þessara fyrirtækja eru fjölmörg, sem gáfu upp veltu og aðrar upplýsingar úr rekstri sínum og um efnahag sinn. Fræðast má um þau á viðkomandi sérlistum. Öll fyrirtæki og stofnanir, sem eru á aðallista eru einnig á sérstökum at- vinnugreinalistum. Stöðugt er unnið að endurbótum á þeim eins og öðru efni. Þeirri venju er haldið, að raða fyrir- tækjurn eftir starfsmannafjölda á at- vinnuvegalistana. Upplýsingar um veltu þeirra fyrirtækja, sem hana hafa gefið upp, koma einnig þar fram og auk þess röð þeirra á aðallista. Þá má einnig geta þess að sérstakir listar yfir fyrirtæki í hverju kjördæmi landsins eru viðameiri en áður. Sama gildir um þá listana, þar sem fyrir- tækjum er raðað eftir ýmsum hlutföll- uin og kennitölum úr rekstri sem við köllum vísbendingu til aðgreiningar frá kennitölum Hagstofunnar. Skipting listanna er þá þessi: Aðallisti hlutföll úr rekstri, vísbendingar atvinnugreinalistar kjördæmalistar. Um frekari skiptingu vísast til efn- isyfirlits hér fyrir framan. Þess má þó geta, að röðun á nokkra atvinnu- greinalistana fer eftir veltu en ekki starfsmannafjölda. Upplýsingar á þeim listum eru einnig fjölþættari en á öðrum. Þetta gildir um banka og aðr- ar fjármálastófnanir, olíufélögin, orkuveitur, tryggingafélög og kaup- félög. Að lokum er rétt að nota tækifærið og þakka þær góðu viðtökur, sem oft- ast fást þegar leitað er eftir upplýs- ingum vegna listans um stærstu fyrir- tæki í FRJÁLSA VERSLUN. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.