Frjáls verslun - 01.07.1987, Blaðsíða 18
Æ fleiri upplýsingar, sem snerta rekstur og afkomu fyrirtækja, er nú að finna á lista Frjálsrar verslunar um stærstu
fyrirtæki á íslandi.
Veltufjármunir í millj.
króna
Veltufjármunir er sá hluti eigna
(vinstri hluti efnahagsreiknings), sem
er í formi peninga eða annarra þeirra
Qármuna, sem auðvelt á að vera að
breyta í reiðufé. Má þar nefria banka-
innistæður, skammtíma innistæður
hjá viðskiptamönnum, víxileignir,
auðseljanleg skuldabréf, vörubirgðir
o.fl.
Skammtímaskuldir
Skammtímaskuldir er sá hluti
skulda fyrirtækis, sem greiða skal á
næstu 12 mánuðum eða þar um bil.
Má til dæmis nefiia, skuldir við
banka, viðskiptamenn, opinber gjöld
og afborganir og vexti af langtímalán-
um, sem greiða skal á næstu mánuð-
um.
Heildareignir í milljónum
króna
er um að ræða niðurstöðutölu
efnahagsreiknings fyrirtækis.
Heildarskuldir í
milljónum króna
Hér er um að ræða hægri hlið efna-
hagsreiknings fyrirtækis, að frá-
dregnu eigin fé þess. Það sem þá er
eftir eru skuldir, sem síðan skiptast í
skammtíma- og langtímaskuldir.
Meðal annars vegna þess, að sam-
kvæmt gildandi skattalögum, er ekki
heimilt að endurmeta eignir á kaup-
ári, þótt skuldir á móti þessum eign-
um hækki í samræmi við verðtrygg-
inga-og gengisákvæði.
E iginfj árhlutfall
Eiginfjárhlutfall sýnir hlutfallið á
milli eiginfjár og heildarskulda að
meðtöldu eiginfé. Þessu hlutfalli er
ætlað að sýna gjaldhæfi fyrirtækis. Þá
er átt við hversu mikill hluti heildar-
fjármagns megi tapast, áður en tapið
bitnar á kröfum þeirra, sem lánað hafa
fyrirtækinu fé.
Þeim mun hærra, sem eiginfjár-
hlutfall er, þeim mun betur mega lán-
ardrottnar fyrirtækis telja sig setta,
að öðru jöfnu. Hér ber einnig að hafa í
huga hugsanlegt vanmat á eigin fé
fyrirtækis, eins og áður hefur verið
nefnt.
Veltufjárhlutfall
Veltufjárhlutfall sýnir hlutfallið á
milli veltufjármuna og skammvinnra
skulda fyrirtækis. Gefur það til kynna
hæfi fyrirtækis til að inna af hendi
nauðsynlegar greiðslur í næstu fram-
tíð (til dæmis 12 mánaða eða svo). Því
hærra, sem þetta hlutfall er, því minni
líkur eiga að vera til þess, að öðru
jöfnu, að fyrirtæki muni eiga í
greiðsluerfiðleikum á næstunni.
Ef veltufjárhlutfall fyrirtækis er
lægra en 1,0 er hægt að draga þá
ályktun að, að öðru óbreyttu, muni
þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana
til greiðslu skammtímaskulda.
Meðalfjöldi starfsmanna
Meðalfjöldi starfsmanna er fundinn
út frá upplýsingum um slysatryggðar
vinnuvikur. Er þar um að ræða gjald-
18