Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Side 18

Frjáls verslun - 01.07.1987, Side 18
Æ fleiri upplýsingar, sem snerta rekstur og afkomu fyrirtækja, er nú að finna á lista Frjálsrar verslunar um stærstu fyrirtæki á íslandi. Veltufjármunir í millj. króna Veltufjármunir er sá hluti eigna (vinstri hluti efnahagsreiknings), sem er í formi peninga eða annarra þeirra Qármuna, sem auðvelt á að vera að breyta í reiðufé. Má þar nefria banka- innistæður, skammtíma innistæður hjá viðskiptamönnum, víxileignir, auðseljanleg skuldabréf, vörubirgðir o.fl. Skammtímaskuldir Skammtímaskuldir er sá hluti skulda fyrirtækis, sem greiða skal á næstu 12 mánuðum eða þar um bil. Má til dæmis nefiia, skuldir við banka, viðskiptamenn, opinber gjöld og afborganir og vexti af langtímalán- um, sem greiða skal á næstu mánuð- um. Heildareignir í milljónum króna er um að ræða niðurstöðutölu efnahagsreiknings fyrirtækis. Heildarskuldir í milljónum króna Hér er um að ræða hægri hlið efna- hagsreiknings fyrirtækis, að frá- dregnu eigin fé þess. Það sem þá er eftir eru skuldir, sem síðan skiptast í skammtíma- og langtímaskuldir. Meðal annars vegna þess, að sam- kvæmt gildandi skattalögum, er ekki heimilt að endurmeta eignir á kaup- ári, þótt skuldir á móti þessum eign- um hækki í samræmi við verðtrygg- inga-og gengisákvæði. E iginfj árhlutfall Eiginfjárhlutfall sýnir hlutfallið á milli eiginfjár og heildarskulda að meðtöldu eiginfé. Þessu hlutfalli er ætlað að sýna gjaldhæfi fyrirtækis. Þá er átt við hversu mikill hluti heildar- fjármagns megi tapast, áður en tapið bitnar á kröfum þeirra, sem lánað hafa fyrirtækinu fé. Þeim mun hærra, sem eiginfjár- hlutfall er, þeim mun betur mega lán- ardrottnar fyrirtækis telja sig setta, að öðru jöfnu. Hér ber einnig að hafa í huga hugsanlegt vanmat á eigin fé fyrirtækis, eins og áður hefur verið nefnt. Veltufjárhlutfall Veltufjárhlutfall sýnir hlutfallið á milli veltufjármuna og skammvinnra skulda fyrirtækis. Gefur það til kynna hæfi fyrirtækis til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur í næstu fram- tíð (til dæmis 12 mánaða eða svo). Því hærra, sem þetta hlutfall er, því minni líkur eiga að vera til þess, að öðru jöfnu, að fyrirtæki muni eiga í greiðsluerfiðleikum á næstunni. Ef veltufjárhlutfall fyrirtækis er lægra en 1,0 er hægt að draga þá ályktun að, að öðru óbreyttu, muni þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til greiðslu skammtímaskulda. Meðalfjöldi starfsmanna Meðalfjöldi starfsmanna er fundinn út frá upplýsingum um slysatryggðar vinnuvikur. Er þar um að ræða gjald- 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.