Fregnir - 01.12.1991, Side 3

Fregnir - 01.12.1991, Side 3
-3- Beðið er eftir útgáfu skýrslu Maurice Line um starfsemi háskóla- og sérfræðisafna með nokkurri eftirvæntingu. Vísast getur hún hvatt til umræðu í löndunum og ætlunin var að niðurstöður hennar vísuðu veginn í sambandi við menntun stjórnenda stórra bókasafna. Þá er á döfinni ráðstefna um skylduskil, aðstoð við Eystrasaltslöndin og nokkur önnur verkefni eru þegar komin á skrið. Mati á IANI- forritinu er nú að ljúka í öllum löndunum. Þrír íslendingar tóku þátt í því, Halldóra Þorsteinsdóttir á Hbs., Jón Erlendsson Upplýsingaþjónustu HÍ og Sólveig Þorsteinsdóttir á Lsp. Opinberar niðurstöður eru væntanlegar í febr./mars. Þá er verið að ræða framtíð bæði NOSP og SCANNETS í ljósi nýrra tækniframfara. Út er komin skýrsla um NOSP þar sem tillögur eru gerðar um breytingar á núverandi fýrirkomulagi og svo getur farið að NOSP verði lagt niður í núverandi mynd. Áfram er mikill áhugi á að sinna verkefnum sem í eðli sínu krefjast stöðugrar athygli, s.s. menntunarmálum, útgáfu og ráðstefnuhaldi. Á öðrum stað í Fregnum segir frá Engil-norrænu námstefnunni 1991 sem haldin var í Kaupmannahöfn. Sú næsta verður að vori í Englandi og mun fjalla um áhrif varðveislu efnis á segulmiðlum á starfsemi rannsóknarbókasafna. Þá hefur NORDINFO-nytt breytt um yfirbragð á árinu og er nú mun líflegra og betur úr garði gert en áður. Starfsáæílun fyrir tímabilið 1991-94 birtist í 1. hefti 14. árg. 1991. Tímaritinu er ennþá dreift ókeypis frá skrifstofu NORDINFO. Tengsl við Evrópubandalagið Allt árið hefur töluvert verið rætt um hvernig Norðurlandaþjóðirnar jgeti tekið þátt i verkefnum á vegum Evrópubandalagsins. Akveðið er að skrifstofa NORDINFO verði tengiliður og áhersla lögð á samnorræn sjónarmið en ekki hagsmuni einstakra landa. Skrifræði er mikið í kringum þessi verkefni og enn sem komið er hafa ekki aðrir en Danir komið nálægt þeim. Skrifstofan fylgist þó vel með gangi mála og næsta hefti NORDINFO- nytt verður helgað þessu efni. Þátttaka íslendinga á árinu Mikilvægt er að sem flestir íslendingar tengist starfinu. Þegar litið er um öxl kemur í ljós að við höfum átt fulltrúa í ýmsum vinnuhópum um einstök verkefni þó að þátttaka okkar sé oft bréfleg. Nokkrir hafa farið á námskeið eða ráðstefnur og þar hafa Islendingar einnig átt fyrirlesara og sumir hafa skrifað greinar. Við tókum á móti Maurice Line s.l. sumar og var ekki annað á honum að heyra en honum hefið líkað dvölin vel. Einnig má nefna að þrir íslendingar taka þátt í að meta LANI. Úndirrituð spjallaði um norræna samvinnu á sviði bókasafnsmála á fundi með bókasafnsfræðinemum í nóvember. Þar kom í ljós að allir höfðu að minnsta kosti heyrt getið um NORDINFO. Kristín Indriðadóttir

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.