Fregnir - 01.12.1991, Qupperneq 5

Fregnir - 01.12.1991, Qupperneq 5
-5- Næstu tvo dagana fluttu fyrlrlesarar frá British Libraiy (BL) erindi, þeir Ross Bourne, Arthur Cunningham og Ross Trotter. Tengdust fyrirlestrarnir allir á einn eða annan hátt bresku þjóðbókaskránni, BNB, og öðrum verkefnum á vegum British Library. Fyrri dagurinn var að mestu helgaður sögulegu yfirliti en þann síðari var fjallað um það helsta sem er á döfinni hjá BL, gerð grein fyrir ýmiss konar nýjum aðstæðum og breyttum viðhorfum, sem stafa m.a. af sparnaðarsjónarmiðum. Sagt var frá efnisgreiningu og skráningu fyrir BNB eins og staðið er að henni nú, beinlínuþjónustu BL, útgáfu segulbanda og geisladiska með bókfræðifærslum. Þá var talsvert fjallað um nýjar aðferðir í lyklun. í stað PRECIS (PREserved Context Index System) lyklunarkerfisins sem var aflagt fyrir nokkrum árum hefur verið tekin upp nútímalegri fyklun og nefnist nýja kerflð COMPASS (COMputer Aided Service System). Byggir það m.a. á stigveldisskipun heita, stórlega hefur dregið úr samskipan orða við lyklun, þannig að langar orðakeðjur PRECIS heyTa nú að mestu sögunni til. Efnið er áhugavert til samanburðar því sem efst er á baugi í þessum málaflokki á Norðurlöndum um þessar mundir. Síðasti dagurlnn hófst með umræðum um það sem á góma hafði borið fyrri ráðstefnudagana. Síðan var gengið á fulltrúa málaflokka, nefnda og stofnana og þeir beðnir að segja í stuttu máli frá því sem er að gerast á þeirra sviði í heimalandinu. Loks var rætt um, hvort unnt væri, og eins hvort æskilegt væri eða nauðsynlegt að gera samræmingarátak á sviði efnisgreiningar á Norðurlöndum. Þeirri spurningu var varpað fram, hvort unnt væri fyrir söfnin/löndin að koma sér saman um sameiginlegt táknkerfl. Setja mætti t.d. UDC (Universal Decimal Classification) marktákn eða annað tákn, sem menn koma sér saman um, inn í hverja færslu til viðbótar staðbundnu marktákni. Fundarmenn voru flestir á því máli, að aðferð sem felur í sér tvíflokkun teljist of tímafrek og leita þurfi annarra hagkvæmari lausna. Þá var lítillega rædd sú hugmynd sem nokkuð hefur verið til umfjöllunar áður, hvort unnt sé eða hagkvæmt að búa til samnorræna efnisorðaskrá, þ.e. skrá þar sem merkingar heita á öllum Norðurlandamálum eru teknar upp. Ekki komst fundurinn að niðurstöðu um þetta atriði, enda er að mörgu að hyggja, lík orð í Norðurlandamálum hafa oft ólíka eða nokkuð mismunandi merkingu og erfitt að þýða milli tungumála, þannig að nákvæm samsvörun fáist. Þjóðirnar eru mjög misjafnlega á vegi staddar í þessu tilliti og áherslur mismunandi. Fram kom að lyklunarhefðir eru ólíkar og skortir yfirleitt fylgd við lyklunarstaðla, enda hófst lyklun víðast hvar áður en menn áttuðu sig á að staðla væri þörf. Danmörk, Noregur og Svíþjóð standa á allgömlum merg I þessum efnum og öllum breytingum hjá þeim fylgir mikill kostnaður. Finnar og íslendingar ættu hins vegar að geta tekið upp nútímalegri aðferðir, enda virtust viðhorf fulltrúa þessara tveggja þjóða fara þama nokkuð saman. GK

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.