Fregnir - 01.12.1991, Page 6

Fregnir - 01.12.1991, Page 6
-6- NORDINFO VERKEFNIÐ - NORRÆNT SR-NET í flestum löndum Evrópu og í Norður-Ameríku eru í dag mismunandi tölvunet. Mörg af þessum netum eru tengd saman á ýmsa vegu. Netin bjóða einnig upp á ýmsa þjónustu s.s. tölvupóst, flutning á skrám, leitir í gagnasöfnum o.s.frv. Sum af þessum atriðuin byggja á alþjóðlegum stöðlum. Innan bókasafns- og upplýsingafræða voru samþykktir vorið 1991 alþjóðlegir staðlar um leitir og heimtur á bókfræðiupplýsingum (SR) og fyrir millisafnalán (ILL). Á markaðnum er mikill Qöldi upplýsingakerfa. Flest þeirra hafa þróað sitt eigið leitarmál. Mjög margir bókaverðir og ýmsir aðrir hafa þörf á þvi að leita I öðrum gagnasöfnum en sínum eigin í tengslum við dagleg störf. Besta hugsanleg aðstaða væri sú að hægt væri að leita í hinum ýmsu gagnasöfnum sem þau væru manns eigin. Tilgangur ISO staðalsins "OSI-protocoll R" (OSI = Open Systems Interconnection; SR = Search and Retrieve) er einmitt að gera þetta mögulegt. Tilgangur NORDINFO verkefnlsins "NORRÆNT SR-NET' er tvíþættur; - að gera það mögulegt fyrir notendur (á Norðurlöndum) að sækja upplýsingar í norræn gagnasöfn, evrópsk gagnasöfn almennt og i gagnasöfn i Norður-Ameriku í gegnum sitt eigið bókasafnskerfl - að auka þekkingu innan bókasafnsheimsins á Norðurlöndum um OSI-samskiptareglur almennt og sérstaklega þær OSI- samskiptareglur sem snerta bókasafns- og upplýsingafræði. Til að ná þessum markmiðum er áætlað að gera tvennt: - flmm gagnasöfn í íjórum af löndunum munu tengjast samkvæmt ISO-staðli um SR-samskiptareglur - LANI verður notað með SR-samskiptareglum og þannig ljölgar þeim gagnasöfnum sem notendur geta náð frá sínu ícerfl. Þátttakendur eru bókasafnsyfirvöld á hinum Norðurlöndunum ásamt netkerfum háskólanna. ísland tekur ekki að fullu þátt í þessu samstarfl, en undirrituð er áheyrnarfulltrúi. Verkefnið er fjármagnað að mestu leyti af NORDINFO, en bókasafnsyflrvöld á hinum Norðurlöndunum og netkerfl háskólanna styrkja verkefnið einnig. Hver þátttökustofnun styður það síðan með vinnuframlagi.

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.