Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 12

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 12
FREGNIR hóli en í fyrra erindi sínu. Hann lagði áherslu á það hlutverk bókasafna að notendur hefðu aðgang að upplýsingum. Hyggja þyrfti að því að aðgangur notenda að upplýsingum þrengist ekki, en hætta er á því þegar takmarkanir af hálfu rétthafa eru á því hverjum er veittur aðgangur hverju sinni. P. Bernt Hugenholtz, prófessor við Háskólann í Amsterdam, talaði einnig undir sömu yfirskrift. Næsta erindi var flutt af Sauli Laitinen, forstöðumanni upplýsingamiðstöðvar hjá finnsku tæknirannsóknarstofnuninni (VTT). Hann gerði grein fyrir ágreiningi sem upp kom milli stofnunarinnar og finnskra samtaka tímaritaútgefenda. Málavextir voru þeir að stofnunin hafði gert útdrætti úr efni á sviði byggingamála og birt þá í tímariti upplýsingastofnunar á sviði byggingamála. Einnig hafði stofnunin ljósritað efni í vörslu beggja stofnannanna og selt einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Samtök tímaritaútgefenda óskuðu álits finnska höfundar- réttarráðsins, sem er skipað af finnska menntamálaráðuneytinu, um hvort starfsemi þessi bryti í bága við höfundalögin. Niðurstaða höfundarréttarráðsins var sú að starfsemi VTT félli ekki undir ákvæði 11. gr. höfundarréttarlaga um eintakagerð til einkanota. Einnig að umfang starfseminnar væri of víðtækt til að rúmast innan 12. gr. laganna, sem mælir fyrir um að bókasöfnum sé heimilt að afrita efni til eigin nota. Pekka Gronow, forstöðumaður hljóðupptökusafns finnska ríkisútvarpsins, talaði um geymslu á hljóðupptökum á tölvutæku formi. í byrjun voru stafrænar upptökur geymdar á böndum (DAT) en nú er unnt að taka hljóð beint upp á tölvudiska. Fjárhagslegt gildi geymslu hljóðupptaka á þessu formi er mest í útvarpsgeiranum en einnig má hugsa sér að sala á hljóðupptökum fari þannig fram að verslanir sæki upptöku af miðlægum gagnagrunni fyrir viðskiptavin í stað þess að geyma birgðir af diskum eins og nú tíðkast. Til eru söfn með margs konar hljóðupptökum sem hafa að geyma annað en tónlist. Gronow skýrði frá því að höfundalögin heimiluðu útvarpsstofnunum geymslu hljóðupptaka á tölvutæku formi til eigin nota en lögin 12

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.