Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 15
FREGNIR sett árið 1977. Það var því mikilvægt fyrir okkur að fá að taka þátt í þessari ráðstefnu. Reyndar er misjafnt eftir löndum hve vel lög ná yfir þetta efni og í fæstum tlvikum ná þau til útgefins efnis í tölvutæku formi. Eftir því sem mikilvægi þess eykst í þjóðfélaginu verður þó brýnna að varðveita það sem hluta af menningararfinum. Skylduskilalög Norðmanna sem sett voru fyrir nokkrum árum ná til efnis í tölvutæku formi og Bretar t.a.m. leggja á ráðin um lagasetningu í þessa veru. Það verður strax ljóst þegar farið er að ræða skylduskil á efni í tölvutæku fomi að þau koma til með að verða erfið í framkvæmd og kostnaðarsöm fyrir söfnin. Ekki er líklegt að unnt verði að þaulsafna þessu efni og í sumum tilvikum verður að grisja eða velja úr það sem á að varðveita svo sem nú er algengt í skjalasöfnum. Allavega er nauðsynlegt að skilgreina vandlega hverju skuli safna og semja reglur sem auðvelda val efnis, enda er höfuðatriði að markmið séu ljós og þeim megi ná. Einnig verður að sjálfsögðu að tryggja aðgang að efninu og í því sambandi þarf stundum að gæta réttar útgefanda, sérstaklega t.d. þegar um beinlínuaðgang er að ræða. Varðveisla þessa efnis er erfið til frambúðar og kostnaðarsöm og alls óvíst hvemig greiða má úr þeim vanda. Tækjabúnaður úreldist fljótt og næsta víst er að bókasöfn geta ekki varðveitt hann til langframa, allra síst í nothæfu ástandi. Því þarf að flytja efni af einu formi á annað, kannski oft, og sýnist að kostnaður við það verði fljótt óviðráðanlegur. Það er nokkur huggun að ekki er að sjá að skráning þessa efnis bjóði upp á nein óleysanleg vandamál. Þótt þama hafi vandamálin ekki verið leyst, a.m.k. ekki endanlega, vom mörg erindanna sem sem þama vom haldin mjög frjó og lýstu vel þeim vanda sem við er að glíma. E.t.v.gefst okkur síðar kostur á að fjalla nánar um þetta efni á öðmm vettvangi, en erindin á ráðstefnunni verða birt innan skamms í bókarformi í ritröð NORDENFO. Nanna Bjamadóttir þorleifur Jónsson

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.