Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 10
FREGNIR Graham P. Cornish frá British Library tók næstur til máls. Hann rakti í hverju hagsmunir höfunda, útgefenda, dreifíngaraðila og notenda væru fólgnir. Hann benti á að notkun hugverka væri forsenda fyrir tilurð þeirra og að hagsmunir allra þessara hópa færu vissulega að nokkru leyti saman. Cornish gerði grein fyrir CITED verkefninu, sem unnið hefur verið á vegum ESPRIT áætlunar Evrópusambandsins. Að CITED verkefninu (Copyright in Transmitted Electronic Documents) hafa unnið nokkrir aðilar frá Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni og Bretlandi. í hópnum eru aðilar frá hinum ýmsu starfsgreinum, sem málið varðar. Hópurinn hefur að mestu lokið starfi sínu og lokaskýrsla um verkefnið er væntanleg frá British Library. Samið var líkan að því hvemig stjóma má notkun hvers kyns hugverka í töluvtæku formi og innheimta gjöld fyrir notkunina. Gert er ráð fyrir að aðgangi sé stjómað með aðgangsorðum eða "smart cards". Gögn, sem um er að ræða, geta notið misríkrar vemdar eftir eðli sínu. Notendum má skipta í flokka eftir starfi, efnahag o.s. frv. Sumir flokkar notenda geta haft rýmri aðgang en aðrir og gjöld, sem notendur greiða, geta verið mishá eftir því um hvers kyns notanda er að ræða. Hópurinn, sem vann að verkefninu boðaði nokkra aðila til funda á meðan á vinnunni stóð. Fram kom í umræðum að á þeim fundum höfðu komið fram ábendingar um að skráning á notkun, sem er óhjákvæmileg við framkvæmd þeirra hugmynda, sem líkanið gerir ráð fyrir, myndi brjóta gegn löggjöf margra ríkja um skráningu persónuupplýsinga. Taldi Comish að mæta mætti þessu með því að fá samþykki notenda fyrir skráningunni. Nánari upplýsingar um CITED veitir Sarah Keats hjá British Library. Sími +44 937 546124, fax +44 937 546478, Email sarah.keates bl.uk Mads Bryde Andersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla lýsti fyrst nokkrum meginreglum varðandi höfundarréttarvernd. Til að efni njóti höfundarréttarverndar þarf að hafa átt sér stað sköpun. Bókfræðilegar upplýsingar njóta ekki endilega höfundarréttarvemdar. Efni, sem nýtur höfundarréttarverndar, er óheimilt að skrá á tölvutækt form nema með samþykki höfundar. 10

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.