Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 8
FREGNIR ströndina. Byggingar háskólans frá því á þessari öld eru dreifðar um bæinn - aðallega uppi á hæðum fyrir ofan miðbæinn. Evrópumálin - 4. Rammaáætlunin um rannsóknir og þróun. Telematikáætlunin 1994-1998, en þar undir heyrir svokölluð bókasafnaáætlun, hefur nú verið samþykkt í ráðum og nefndum EB. I þessari nýju áætlun verður lögð áhersla á samvinnu hinna ýmsu rannsóknargreina innan hennar og er vonast til að niðurstöður muni þar með nýtast betur. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á notagildi og hagkvæmni. Fyrstu auglýsingar eftir verkefnum innan bókasafnaáætlunarinnar munu birtast 15.12.1994 og frestur gefinn til 15.03.1995. Nú er verið að ganga frá samningum vegna verkefna sem valin voru við þriðja útboð vorið 1994. Þ.á.m. er verkefnið ONE (OPAC Network in Europe), sem er eitt stærsta verkefnið hingað til og taka þátt í því allir helstu framleiðendur þjóðbókaskráa í Evrópu. Það byggir á reynslu norræna SR-verkefnisins og EB verkefnunum SOCKER og ION. Það er Liv Holm frá norska bókavarðaskólanum sem er framkvæmdastjóri þess. Nánar er hægt að lesa um þetta í DF- Revy nr. 9 1994 og Telematikáætlunin fæst hjá Rannsóknarráði íslands. NVBF ætlar að halda ráðstefnu í mars 1995 um norræn rannsóknarbókasöfn og EB, þar sem einkum verður fjallað um bókasafnaáætlunina og kynnt verða helstu verkefni sem Norðurlöndin hafa tekið þátt í. Ólöf Benediktsdóttir 8

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.