Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 5
FREGNIR Atvinnuauglýsingar Ég er 28 ára gömul kona frá Kanada og óska eftir atvinnu á íslensku bókasafni. Ég hef 7 ára starfsreynslu frá Dalhousie háskóla í Halifax, í bókavörslu þ.á.m., við vörslu skjala og verðmætra bóka, almannatengsl, fjáröflun, hönnun og ritun bæklinga og bóka, tölvuskráningu o.fl. Ég tala ekki íslensku en hygg á íslenskunám um leið og ég fæ atvinnu og dvalarleyfi. Upplýsingar hjá Eiríki Baldurssyni í s. 91-35364. Norræna húsið leitar að bókasafnsfræðingi til að leysa af yfirbókavörð Horræna hússins á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 1995. Möguleiki er á að hefja störf 1. febrúar. Bókasafnið hefur um 30.000 bókatitla á norrænum málum. Auk þess er þar úrval tímarita, tónlistarefnis, myndbanda og grafíkmynda frá Norðurlöndum. Bókasafnið er einnig upplýsingamiðill um norræn málefni og samfélag. í bókasafninu starfa tveir bókaverðir auk yfirbókavarðar. Starfsmenn ttorræna hússins eru alls 15 manns. Kunnátta í einu eða fleiri Norðurlandamálum er nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Nánari upplýsingar gefa Guðrún Magnúsdóttir, yfirbókavörður eða Torben Rasmussen forstjóri Norræna hússins. Síminn er 91-17030 eða 91-17090 (í bókasafninu). Tímaritastandur til sölu Vegna breytinga er sýningarstandur fyrir tímarit til sölu. Fullnýttur tekur standurinn 96 tímarit og er af tegundinni System 101 frá BTJ í Svíþjóð. Hagstætt verð. vinsamlegast hafið samband við Þórdísi í Menntaskólanum við Sund. Sími: 91-33419. Tölvupóstnr: Thordis@ismennt.is.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.