Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Fregnir - 01.12.1994, Blaðsíða 13
FREGNIR heimili ekki að upptökumar séu afhentar öðmm. Hann taldi vanta ákvæði í lögin um að opinberum stofnunum sé heimilt að varðveita hljóðupptökur í þágu rannsókna og varðveislu menningar. Jon Bing, prófessor við Institutt for rettsinformatikk í Oslo, flutti síðasta erindið á dagskránni. Hann nefndi að ákvæði höfundalaga um að söfnum væri heimilt að gera eintök til eigin nota tæki aðeins til gerðar eintaka í pappírsformi. Hann varpaði fram hugmynd að reglu um að ákveðinn tími þyrfti að líða frá útgáfu verks og þar til heimilt væri að skrá það á tölvutækt form. Hann taldi réttast að reyna að leysa höfundarréttarleg vandamál bókasafnanna með samningum milli samtaka rétthafa, bókasafna og notenda. Þátttakendur í pallborðsumræðum voru flestir starfsmenn bókasafna og yfirskrift umræðnanna var "höfundarréttarmálin frá sjónarhóli notenda". í máli þátttakenda kom fram að söfnin telja reglur óljósar um hvað þeim sé heimilt gagnvart rétthöfum og hvað ekki, bæði hvað snertir ljósritun og einnig varðveislu efnis á tölvutæku formi. Fulltrúar safnanna lögðu áherslu á hlutverk þeirra við að safna, varðveita og miðla upplýsingum til almennings. Aðgangur almennings að upplýsingum, sem út hafa verið gefnar, á ekki að vera háður þeim miðli sem notaður er til að koma upplýsingum á framfæri. Einnig var bent á að söfnin hafi nú minna fé til ráðstöfunar en áður, en þurfi samt að mæta auknum kröfum. Nokkrar umræður urðu um með hvaða hætti mætti standa að samningum milli rétthafa og notenda. Bent var á að erfitt væri að finna samtök eða annan aðila sem væri fulltrúi notenda í slíkum samningum. Hvað varðar íslensku höfundalögin er rétt að benda á að í þeim er ákvæði um að menntamálaráðuneytið geti með reglugerð ákveðið að ákvæði um samningskvöð á ljósritun verka skuli einnig taka til skráningar verka á tölvutækt form. Með því er átt við að sé fyrir hendi samningur milli samtaka rétthafa og t.d. bókasafns um skáningu verka er heimilt að skrá verk annarra höfunda en þeirra sem aðild eiga að samtökunum gegn greiðslu til rétthafa. 13

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.