Fregnir - 01.12.1994, Side 6

Fregnir - 01.12.1994, Side 6
FREGNIR íslensk blöð og tímarit 1974-1993 Skrá með þessu nafni í samantekt Hallfríðar Baldursdóttur er komin út hjá Landsbókasafni íslands. Skráin, sem er 502 síður í A4 broti er fjölfölduð og gefin út sem handrit. Hún tekur til allra blaða og tímarita sem vitað er að hafi komið út 1974-1993. Þetta er stafrófsskrá eftir titlum. Helstu upplýsingar sem fram koma eru: Titill, undirtitill, útgáfust., útg., útg.ár. Upplýsingar um 1. árg. (upphaf útkomu, ritstjóri, fjöldi tbl. 1. árg.). Forði, þ.e. fjöldi tbl. eða tíðni á ákveðnu árabili. Titilbreytingar, yngra/eldra heiti. Hlé á útg. ef vitað. Efnisyfirlit, ISSN nr. Skráin fæst fyrst um sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og kostar 3.500 kr. Skrudda - Tölvupóstlisti bókavarða Þann 30. okt. s.l. var hrint af stað póstlista fyrir bókaverði hjá Reiknisstofnun H.í. Allir sem hafa tölvupóstfang geta gerst áskrifendur að listanum með því að senda línu til Skrudda@request.rhi.hi.is og biðja um áskrift. Þá fær fólk öll þau bréf sem Skruddu berast. Þeir sem vilja senda bréf til póstlistans eiga svo að senda það beint til Skrudda@rhi.hi.is og þá lendir það beint í tölvupósti áskrifendanna. Til þess að listinn verði lifandi og skemmtilegur verður fólk að vera duglegt að skrifa til Skruddu. Tölvupóstföng bókavarða sem vitað er um eru nú u.þ.b. 50 og geta þeir sem vilja fengið þau send í tölvupósti frá olofbe@rhi.hi.is. Askrifendur Skruddu hafa þegar fengið þau send. Ný póstföng má

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.