Alþýðublaðið - 06.08.1969, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.08.1969, Qupperneq 3
A'lþýðu'Maðið 6. ágúst 1969 3 Bohrngarvík er bær nýrra hú ;a. □ Mövgum ferðamanninum finnst leiðin fyrir Ós- hlíð til Bolungarvíkur ekki árennileg. Þegar komið er fram hjá Hnífsdal, blasir við þeim skilti, sem á er letrað eitthvað á þessa leið. Óshlíð. 6 km. Hætta á grjcthruni. Akið viðstöðulaust. Okkur er sagt, að margir skelfist þessa áletrun og snúi hið snarasta við og fari hvergi. Aðrir aki við- stöðulaust og það jafnvel hr.ðar, en með góðu móti er hægt, því segja verður eins og er, að vegurinn er ekki gerður til hraðaksturs, þó ekki teljist hann eftir aívikum slæmur. En skiltið lýgur engu. Sex kílómetrar er vegurinn og víða mátti sjá þess merki að hrunið hafði á veginn og það ekki smásteinar. En á blind- beygju, skömmu áður en komið er til Bolungarvíkur gefur að líta kross og ef menn þora að stanza augnablik, má lesa á stalli hans þessa áletrun — Góður guð verndi vegfarendur —. Og víst er það, að Bolvíkingar eru ó- hræddir að fara veginn og segja, að síðan krossinn var þarna sett ur og vígður, af þáverandi bisk- up, hafi ekkert óhapp hent veg- farendur undir Óshlíð og oft sé þó í misjöfnu veðri farið. Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að við komumst klakklaust fram og til baka og' gáfum okkur meira að segja tíma til að stanza og taka mynd. MIKIL VELMEGUN Ekki hefur maður lengi ekið um Bolungarvík, þegar það verð ur séð, að þar hefur ríkt mikil velmegun á undanförnum árum og gerir aflaust enn. Um það bera bezt vitni hin fjölmörgu nýju og glæsilegu einbýlishús, já og jafnvel villur, sem þar gef ur að líta. Enda var okkur sagt, að frá árunum fyrir 1950 hafi hreinlega verið skipt um hús í Bolungarvík. Eitt er það, sem ókunnugir taka fljótt eftir, en það eru hin mörgu hvít og grænmáluðu hús. Þau eru í eign Einars Guðfinssonar og sona hans og ef marka má gaml an mann sem við tókum tali á götu úti, þá hefur Einar Guð finsson dugað Bolvíkingum bet ur en enginn. Útgerðin er niulirstaðan. Vegurinn á lÓshlíð. LÖGREGLUSTJÓKINN GAMALL VALS- MAÐUR . En það er fleira merkilegt við Bolungarvík. Einn af þrem mönnum í landinu, sem bera titilinn lögreglustjóri, situr í Bolungarvík og gegnir jafn- framt störfum sveitarstjóra og til hans leitum við til að íá fréttir af staðnum. Heitir hann Þorkell Gíslason, maður lið- lega þrítugur og fyrrum knaft- Framliald á his, U... I 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.