Alþýðublaðið - 13.08.1969, Side 13

Alþýðublaðið - 13.08.1969, Side 13
MÉTTIR IRitstjóri: Örn Eiðsscn Á þess ’i my id sést Tommie Smith slíta marksnúruna í 200 m hlaupi á Olympiu leikjunum með bros á vör — tíminn 19.8 sek. — heimsmet! Jexas-hraðlesíin' atvinnumaður SMITH KOMINN IFÖTBOLTANN □ Tommi Smith er nafn sem allir íþróttaáhugamenn könn- uðus:t við fyrir Olympíuleik- ana í Mexíkó. Að leikjunum loknum þekktu hann allir. — Tommie Smith var spretthlaup arinn, sem lyfti hægri hönd, íklæddri svörtum hanska, þeg ar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn við verðlaunaaf- hendingu í 200 m hlaupi. — Tommie var vísað frá banda- rísku olympíusveitinni og fór heim. John Carlos, sem hlaut silfurverðlaun gerði það sama og Timmie og fékk sömu út- reið. í dag hefur Tommie Smith hætt iðkun frjálsíþrótta og er orðinn atvinnumaður í amer- ískum fótbolta. Hann fékk stór kostlegt tilboð og gat ekki sagt nei. Hann er 25 ára gamall. Tommie Smith hefur verið kall aður fljótasti maður í heimi og með réttu. Hann hefur hlaup ið 200 m á 19,5 sek. á beinni braut. Það samsvarar 9,75 sek. á hvora 100 m! En hann á í ' erfiðleikum með að hlaupa 100 m á 10,2 sek. Það segir nokkuð um ferðina á honum síðari 100 m. Inn í þetta kemur að sjálf- sögðu viðbragðið. Tommie hljóp 200 m á 19.8 sek. í Mexíkó og þar var hlaup ið í beygju. Það er heimsmet. Enginn vafi er á því, að Texas hraðlestin, en það er hann oft kallaður, hefði getað hlaupið á betri tíma, ef þess hefði þurft Framhald 6. síðu. Var það þó áður fastmælum bundið okkar á milli, að væri einhver okkar óánægður skyldi hann bera fram sínar kvartan- ir, svo að við gætum rætt þær og leitað ráða til úrbóta. Eftir að aðstoðarlæknarnir höfðu sagt upp starfi reyndust þéir ófáanlegir til viðræðna, þar til ég nánast þröngvaði þeim til að mæta á fundi um málið, til þess að við gerðum ekki þann óvinafagnað að láta það spyrjast, að við hefðum aldrei rætt málin okkar á milli er stjórn Læknafél. ísl. kæmi til Húsavíkur. í sambandi við starfsreglur þær fyrir aðstoðarlækna, er mér var skipað að semja í des. ’68 gleymist stjórninni að geta þess, að kvöldið áður en þær voru lagðir fyrir framkvæmda ráðsfund, hlutu þær ýtarlega athugun á fundi, sem ég átti með stjórnarformanni og aðal- ráðgjafa stjórnarinnar, ráðs- manhi sjúkrahússins. Gerði ég að tillögu þessara manna smá- breytingar á uppkasti mínu, en þeir lýstu því yfir, að því loknu áð þessar reglur væru, að þeirra dómi svo eðlilegar og sjálfsagðar, að þær gætu nán ast hangið uppi á hvaða vinnu- stað sem væri. Eg sat til enda fund þann, er fjalla skyldi um starfsreglurnar og varð ég þess aldrei var, að um þær væri fjallað. Eftir að annar aðstoð- arlæknirinn hafði afgreitt þær með einu orði „pýramidakerfr1 var naumást meira á þær minnst. Sjúkrahússtjórn segir; „Slíkt fyrirkomulag (að einn læknir sinnti_héraðinu og sjúkrahús- inu) höfðu íbúar læknishér- aðisins reynt áður og kusu ekki aftur“. Slíkt fyrirkomulag kaus ég ekki aftur. Hitt er íbúa héraðs- ins að segja tibum, hvort þeir telja sig hafa þurft að kvarta undan læknisþjónustunni. Fylli lega er mér ljóst, að þar muni ýmsu hafa verið ábótavant og biðtími sjúklinga orðinn óþægi lega langur eða nálega eins langur og víða mun tíðkast í Reykjavík, enda munu þá ekki margir læknar hafa haft erfið- ari aðstæður né yfirgripsmeira verksvið er héraðslæknirinn í Húsavíkurhéraði, enda stóð honum ekki til boða, af bæj- arins hálfu, fyrirgreiðsla um fullkominn útbúnað á lækna- stofu svo og aðstoðarfolk eftir þörfum, svo sem raun varð á um eftirmenn mína í starfinu. Um þátt landlæknis í máli þessu mun ég ekki ræða hér. Tel ég eðlilegast að hann skýri sína afstöðu sjálfur. Aðeins vil ég geta þess, að hann hefur tjáð mér sitt álit á „reglugérð- inni“ og mun það naumast fara saman við álit sjúkrahússtjórn- ar. Sama máli gildir um hinn stóra þátt, er sjúkrahússtjórn eignar formanni L.Í. í samn- ingu reglugerðarinnar. sem og máli þessu í heild. Eg hefi, að sjálfsögðu, í fæstum tilfellum möguleika á að fullýrða, hvort sjúkrahússtjórn fer þar með rétt mál, og mun því láta nið- urfalla, a. m. k. að sinni, að ræða hlut formanns L. í. Hins vegar tel ég augljóst, að hann hljóti að láta eitthvað' frá sér fara opinberlega um þennan þátt greinar sjúkrahússtjórnar innar, þar sem honum er þár ýmislegt eignað, sem hann við mig og samstjórriarménn sína í L.í. hefur harðneitað að hafa átt hlut að. Eftir að sjúkrahússtjórn hef ur skýrt frá korhu þríggja stjórnármánna L.í. til Húsavík ur í janúarmánuði s.l. segir: „En með bréfi 10. febr. send- ir stjórn læknafélágsins tiilög- ur um starfshætti við sjúkra- húsið o; s. frv. Síðan segir, að stjórn L.í. hafi getið þess, að ekki hafi allir læknarnir getað fallizt á þær. Hafi aðstoðarlæknarnir fallizt á þær með bréfi þ. 20. febr., en ég hafi hafnað þeim. Um þetta bréf stjómar L. í. er mér ókunnugt. Fæ ég ekki séð hvernig stjórn L. í. gat sagt, að ég hefði hafnað tillög- um hennar, þar sem hún hafði aldrei leitað til mín um svar við þeim. Hið sanna er, að stjórn L. í. sendi það sem hún kallaði „Grind fyrir læknasamstarf við Sjúkrahús Húsavíkur“. Tekur stjórn L. í. skýrt fram, að hér sé aðeins um ábendingar að ræða, er hafðar skuli til hlið- sjónar í samkomulagsumleitun- um læknanna. í greinargerð vegna ágrein- ings um starfstilhögun lækna við sjúkrahúsið á Húsavík dags 14. febr. 1969, sem ég samdi að ósk sjúkrahússtjórnar, seg- ir svo í niðurlagi: „Eg tel, að við læknarnir höfum ekki rætt þetta til neinnár hlítar . . .”, og síðan segir: „Hins vegar háfa þeir Gísli og Ingimar spurt mig, hvort ég fallist á eða hafni því að starfa skv. því fyrirkomulagi er fram kem ur í bréfinU (bréf 1 stjórhar L. í.). Svar mitt hefur verið, að ég geti fallizt á sum atriði bréfs- ins, önnur ekki, enda sé bréf- inu aðeins ætlað að vera til hliðsjónar við samningaviðræð ur. Þetta svar mitt stendur enn óhaggað. Þetta er það sem sjúkrahús- stjórn kallar, að ég hafi hafn- að tillögunum. Eftir að sjúkra hússtjórn hefur skýrt frá að- ferðum þeim, er viðhafðar voru við samningu hinnar kunnu reglugerðar segir svo; „Samþykkt sjúkrahússtjórnar svarar Daníel með bréfi 15. marz, þar sem hann fullyrðír, að ekki sé að finna í sjúkra- húsalögum heimilð ráðherra til að setja reglugerð um störf lækna . . .“ (leturbr. D.D.). í nefndu bréfi mínu frá 15. marz segir svo orðrétt; „í sjúkrahúsa lögum nr. 54 frá 10. júlí 1964 FINN EG hvergi heimild til handa heilbrigðismálaráðherra hvað þá heldur sjúkrahúsStjófn um, til setningar reglugerða um störf lækna við sjúkrahús, í þeirri mynd, er fram kemur í „reglugerð“ yðar.“ Hér gefst lesendum kostur á að kynnast málflutningi stjórnarinnar, þeg ar hún hyggst fara hvað næst sannleikanum með til'vísun til bréfs, er hún hefur undir hönd um. ■ Þá leryfir sjúkrahússtjórn sér að fullyrða, að það sé rang- túlkun hjá mér, að mættir full trúar á fundi stjórnar' L.í. þ. Framhald á bls. 15.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.