Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 03.08.1969, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Qupperneq 4
árum saman vissi ekki hvað hún átti af sér að gera, er nú orðin þroskuð og ham- ingjusöm kona, sem fyrst og fremst kýs sér það hlutskipti að vera „eiginkona manns síns". Jane Fonda skipar eigin- manni sínum í öndvegi, allt annað verð- ur að þoka, jafnvel frægðarferill hennar sjálfrar. Roger Vadim hefur verið nefndur „fað ir nektaratriðanna", og það er alkunna, að í þeim hefur hann fyrst og fremst notið aðstoðar eiginkonu sinnar og, eða, ástmeyja. Hann hefur gert það að takmarki sínu að uppræta alla sektartilfinningu í sambandi við nekt mannslíkamans og Jane Fonda hefur drukkið í sig þá heimsspeki hans auk þess sem hún hefur tekið ást- fóstri við larrd hans, þjóð og tungu. Þetta hefur þó þróazt þannig, að því franskari, sem hún hefur ætlað að verða, þeim mun amerískari hefur hún orðið. Hún hefur aldrei getað sleppt hinu kurteis lega bandaríska skólastelpufasi, þó að hún hafi Ijáð Vadim lið í nektarsenum sín um. Þetta kemur til af því, að innst mni er hún auðmjúk kona, veik fyrir kvenlegum hégóma og duttlungum, en jafnframt vel uppalin og ágætlega gefin. Að minnsta kosti segir kollega hennar — Michael Caine — það, og hann er sagður hafa bæði auga fyrir og skilning á konum. SJÁLFSMORÐ Á SJÁLFS- MORÐ OFAN. Roger Vadim er sem sagt sterkasti á- hrifavaldinn í lífi Jane Fonda, eins og nú standa sakir, en skýringarinnar á því, hve hún gerir sér mikið far um að tengjast honum sem traustustum böndum og treysta hjónaband þeirra, er ef til vill að leita til hinnar ömurlegu og öryggislausu bernsku henrrar sjálfrar. Móðir hennar réði sér bana, þegar Jane var aðeins 12 ára gömul — alls hefur hún átt þrjár stjúp- mæður — og það er næsta óhugnanlegt hversu ógæfan hefur oft komið nærri henni síðan: Móðir beztu vinkonu henrrar, Brooke Hayward, framdi sjálfsmorð, svo og yngri systir hennar, sem í lifanda líti hafði verið meðal nánustu vina þeirra systkinanna, Jane og Peters. Þá féll bezti vinur Peters fyrir eigin hendi — og allt stuðlaði þetta að því að gera Jane feimna innhverfa og hræðilega óörugga rneð sjálfa sig. FEIMINN OG INNHVERFUR Henry Fonda er fæddur og uppalinn í Oniaha í Nebraska. Hann starfaði þar hjá símafélagi og lagði stund á blaða- mennsku, unz nágrannakona hans — móðir Marlons Brando — fékk talið hann á að gerast þátttakandi í leikhús- starfi áhugamanna þar í borg, en því veitti hún forstöðu. Frá Omaha lá leið Henry Fonda austur á bóginn, þar sem hann naut vaxandi vinsælda fyrir leik sinn — jafnt á sviði sem tjaldi. Snemma á frægðarferli sínum — eða nánar tiltekið árið 1931 -— kvæntist hann leikkonunui Margaret Sullivan, en sambúð þeirra varð skammvinn og slitu þau samvistum tveim ur árum síðar. Árið 1936 giftist Fonda svo aftur og gekk þá að eiga konu að nafni Frarrcis Seymour Brokaw, fráskilda konu margmilljónungsins George Brokaw. Fyrsta barn þeirra, Jane, fæddist í New ork 21. desember 1937, og annað og hið síðasta, Peter, tveimur árum síðar. Þegar Jane var fimm ára gömul fluttist fjölskylda hennar til Kaliforníu. Þegar pabbi hennar var ekki að fi'ma, kaus hann helzt að bregða sér í vinnu- gallann. Við áttum töluvert land, og hann hafði unun af að plægja það sjálfur. Vinir hans John Wayne, John Ford og James Stewart komu oft og lögðu hönd á plóg- inn. Síðan tylltu þeir sér, tóku í spil — og sögðu kúrekasögur. Þá fannst okkur Pétri nú heldur en ekki gaman að lifa. Við átt- um kjúklinga, kanínur, hunda, ketti og asna og þóttumst sjálf vera kúrekar Stund um fórum \ið upp á þak og veðjuðum frh. á bls. 12 4 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.