Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 7
Hallur Símonarson: VIÐ GRŒNA BORÐIÐ ítalski læknirinn Guiseppe Messina stendur nokkuð í skugga þeirra Bella- donna og Garozzo, en að mínu áliti er hann ekki síðri spilari, jafnvel fremri á ýmsum sviöum. Hann spilar Leghorn-tíg- ulinn, kerfi, sem hann og félagi hans Ben ito Bianchi, hafa samið, og er ekki í mörgu frábrugðið öðrum ítölskum kerfum, aðeins það, að tígullinn er þar hin sterka sögn og svarið er með kontrólum, þar sem eitt kontról. Kóngur, er talið hálft stig. Við skulum líta hér á eitt spil, sem þessi ítalski lækrrir, Messina, spilaði á Evrópumeistramótinu í bridge, en eins og fram kemur — ekki af spilinu heldur starfi hans — er hann ekki atvinnumaður í bridge, eins og flestir aðrir í ítölsku sveitinni. Spilið kom fyrir í leik Italíu og Englands á Evrópumeistaramótinu í Osló og unnu ítalir þannr leik með miklum yfirburðum. Spilið er þannig: S K107 H ÁK T Á84 L KDG73 S G974 S D62 H D8432 H G7 T 65 T KDG1032 L 54 L 62 S Á83 H 10965 T 97 L Á1098 Sagnir hjá þeim Messina og Bianchi gengu þannig: Norður Suður Messina Bianchi pass 1 T 2 H 3 L 4 T 6 L pass Eins og áður segir er einn tígull kröfu- sögn í Leghorn-tíglinum. Tvö hjörtu sýna fjögur kontrol, sem hlutu að vera tveir ásar, þar sem Messina hefur sjálfur þrjá kónga. Þrjú lauf er spurnarsögn, og fjögurra tígla sögnin sýnir að minnsta kosti fjögur lauf, þar sem háspil er íyrir hendi. Messina spilaði spilið mjög vel, en spil að var út í tígli, og tók læknirinn þegar á ásinn og spilaði tígli aftur. Hann trompaði tígul áður en hann hreyfði hjartað og komst þá að þýðingarmiklum upplýsingum. það er að Au. var með 6 tígla. Það gerði það að verkum að hann tók rétta afstöðu í hjartanu og fékk því þrjá slagi í þeim lit — það er eftir að hafa tekið ás og kóng, spilaði hann tíunni og þegar Vestur lét lítið kastaði læknirinn spaða að heim- an. Hörð sögn, en þessir ítölsku spilarar geta lagt ýmislegt á sig, því úrspil þeirra er frábært eins og fyrrgreint spil sýn<r. í næsta blaði verður enn haldið áfram að segja frá skemmtilegum spilum á Evrópumeistaramótinu í bridge Alþýöublaðil — Helgarblai 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.