Alþýðublaðið - 03.08.1969, Qupperneq 10
MARIE CELESTE
Framhald af bls. 6
Afdrif áhafnarinnar á „Marie Celeste" virt
ust ætla að verða þoku hulin.
Ýmsar furðulegar skýringar komu þó
fram, flestar þess eðlis, að varla tók að
Ijá þeim eyra. Hér skal ekki farið lengra
út í þá sálma en að vitna í eftirfarandi
klausu, sem að vísu var rituð mörgum
árum síðar:
„Því var trúað af mörgum, að eirrhver
sæslanga eða að minnsta kosti kolkrabbi
hefði teygt sig upp á þilfarið og hrifsað
burtu manninn við stýrið, þann eina, sem
var á verði, og hefði síðan, er einn af
öðrum kom upp á þiljur til að aðgæta,
hvers vegna skipið hefði breytt stefnu
sinni, gripið þá, hvern á fætur öðrum og
dregið fyrir borð. Förin á borðstokknum
hefðu getað verið eftir a.m.k. einn af
skipshöfninni, sem hefði reynt að veriast
ófreskjunni.1'
Fjölörmungar eða kolkrabbar, stundum
nefndir „sædjöflar," eru mjög algengir í
Miðjarðarhafi, og skipið fannst ekki langt
þaðan. En venjulega eru skepnur þessar
smávaxnar og halda sig við strendurnar.
Önnur skýring, sem líklega hefur veriö
byggð á raunverulegum atburði, öðrum
hræðilegum sorgarleik úti á reginhafi, var
sú, að skipstjóranum hefði í æðiskasti
tekizt að setja alla skipshöfnina, sem var
ofan þilja, í járn árla dags, og er hann
hafði fleygt henni í sjóinn, hafi hann hrak
ið hina útbyrðis með sverði sínu, kona
hans og barn hefðu síðan hlaupizt fyrir
borð í óttaæði og hann sjálfur kastað
sér á eftir.
En sú skýring, sem hiklaust má þó
telja langsennilegasta, kom þó fram í nóv
embermánuði 1913 í tímaritinu „Strand
Magazirre." Var hún eftir A. Howard Lin-
ford, skóiastjóra Peterborough Lodge,
stærsta undirbúningsskólans í Hampstead.
Mr. Linford kvaðst firra sig allri ábyrgð
á sannleiksgildi þess, er í greininni stæði
en gamall þjónn hans, Abel Fosdyk að
nafni, hafi látið eftir sig skjöl nokkur í
handraða sínum, og væri við þau stuðzt
í frásögninni.
í piöggum sínum heldur Fosdyk því
fram að hann hafi verið skipverji á „Mar-
ie Celeste" í hinni sögulegu sjóferð. Hann
var þar þó öllu fremur bryti en háseti. Á
fimmtánda degi eftir að þeir lögðu af
stað frá New York, skall á þá ofsalegt
rok, sem stóð samfleytt í fjóra sólar-
hringa. Þá batnaði veðrið um tíma, en síð-
an hófust aftur snarpir sviptivindar og
ofsastormar, sem stóðu allan síðari hluta
október- og fyrri hluta nóvembermánað-
ar. Meðan óveðrið hélzt, veiktist kona
skipstjórans, frú Briggs, og lagðist í
rekkju, en náöi sér fljótlega eftir að veðr
ið tók að skána.
En þá var það, að Briggs skipstjóri fékk
einhvers konar taugaáfall. Svo sem nærri
má geta fékk það mjög á konu hans og
gerðist hún alláhyggjufull. Það gerðist
og um svipað leyti, að skipverjar sáu teikn
mikil á lofti. Þegar veður fóru að kyrrast
að nýju, tók skipssmiðurinn sig til og
reisti eins konar lyftirrgu eða pall úr
timbri frammi á skipinu, svo að litla stúlk-
an, dóttir skipstjórans, gæti leikið sér
þar og andað að sér fersku lofti, án þess
að óttast þyrfti um hana. Bygging þessi
var í gamni nefnd „Barnsbrúin," og þarna
lék barnið sér venjulega, en móðir þess
sat hjá og saumaði eða leit í bók.
Heilsu skipstjórans fór rrú stöðugt hrak
andi, og dag nokkurn — eða nánar tiltek-
ið hinn 5. desember — lýsti hann því
yfir í einhverju ofdirfsku brjálæði, að
hann hygðist synda alklæddur í kringum
skipið. Hann var sundmaður góður, en svo
vildi til, að stýrimaðurirrn var það líka, og
hefur þessi skyndilega ákvörðun skipstjór
ans ef til vill sprottið af einhverjum met-
ingi þeirra á milli.
Frú Briggs og stýrimaðurinn reyndu ár-
angurslaust að fá hann ofan af þessu
heimskulega uppátæki, en þegar auðsætt
var, að engu tauti varð við hann komið,
fór frúin þess á leit við stýrimanninn, að
hann synti með honum.
Stýrimaðurinn varð við þessari ósk, og
alklæddir stungu þeir sér báðir út af
skipshliðinni, en öll áhöfnirr safnaðist
saman kringum frú Briggs og barnið í
„Barnsbrúnni" til að fylgjast með keppn-
inni og til að vera nærstaddir, ef eitthvað
bæri út af.
Þegar sundgarparnir komu — að lík-
indum á kappsundi — fyrir skutinrr á skip
inu og stefndu yfir að hinni hlið þess,
þustu áhorfendurnir í „Barnsbrúnni" út á
þá hliðina.
En þetta þoldi timburpallurinn ekki;
hann sporðreistist og fleygði þeim öllum
í sjóinrr — í einni bendu — og féll síðan
sjálfur sömu leið með miklum bægsia-
gangi.
Fosdyk tókst við illan leik að ná taki
á pallinum og gat hangið í honum. En
hann var sá eini, sem það heppnaðist.
Vafalaust hafði pallurinn borizt, bæði af
sínum eigin fallhraða og fyrir öldunum,
alllangan spöl frá skipirru. Og í sama bili
gerði golu, sem fyllti seglin.
Fosdyk taldi engan vafa leika á því,
að hákarl hefði orðið skipstjóranum að
bana, og hafi það við rök að styðjast, er
ekki ósennilegt, að sá meinvættur hafi
séð fyrir fleirum. Hins vegar getur allt
eins verið, að skipstjórinn og stýrimaður-
inn hafi drukknað, er þeir syntu frú Briggs
og barninu til hjálpar.
En svo mikið er víst, að enginn þeirra,
sem í sjóinn fóru, gátu náð aftur til skips
ins, sem flaug nú fyrir fullum seglum und
an vaxandi vindi. Öll hafa þau því farizr,
að Fosdyk undanteknum. Honum tókst að
hanga utan í pallinum og með honum
barst hann alla leið að ströndum Afríku.
Var þá ekki eftir nema ein míla eða svo
til lands.
Eftir því, sem Fosdyk segir björguðu
honum þrír negrar, er hjúkruðu honum,
unz hann náði aftur heilsu og kröftum.
Komu þeir honum til Algier, og þaðan
komst hann heilu og höldnu til Marseille.
Árið 1874 komst hann svo til Englands,
Framhald á bls. 14.
10 AlþýSublaOiO — HelgarlliB