Alþýðublaðið - 24.08.1969, Side 4

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Side 4
sitt band, fá það til að draga sig út úr skelirrni og komast í snertingu við um- heiminn. En það var sannkallað þolinmæð isverk; og tók langan tíma, heila eilííð, að því er Normu fannst. Norma færði Palti litlu ýmis ieikföng og sannfærðist brátt um, að litla telpan var eðlileg að öllu öðru leyti en því( að hún var bind. Hún gerðist eftirtektarsöm og áhugasöm um það, sem gerðist í kringum hana, og tengslin milli þeirra Normu urðu æ nán- ari og innilegri. Þar kom meira að segja, að Norma fékk talið barnaverndamefnd- ina á að leyfa sér að fá Patti litlu til sín í heimsóknir um helgar. í fyrsta skipti á ævinni komst Patti litia nú í snertingu við eölilegt líf; hún lék sér við systkinabörn Normu og naut hverrar þeirrar mínútu út ( æsar, sem hún var samvistum við þessa góðu „fóstru" sína. PATTI TEKUR FRAMFÖRUM — Ég kenndi henni meðal annars að nota meira hendurnar, segir Norma. Á barnaheimilinu hafði hún alltaf verið mót uð með skeið og látin sitja með hendur í skauti á meðan. Sá varri — eða öllu heldur óvani — var orðinn henni eigin- legur? svo að erfiðlega gekk að venja hana af honum. En það tókst þó að lokum! — Loks þurfti ég ekki annað en segja: „Sjáðu bara, Patti!" og þá lyftust litlu hendurnar, eins og þær hygðust grípa um það, sem athygli hennar var vakin á. Og nú notar hún hendurnar alveg án um- hugsunar, segir Norma, sigri hrósandi. — Einu sinni sem oftar fórum við í kirkju, heldur Norma áfram, og var Patti þá í nýrri yfirhöfn, sem ég hafði gefið henni. Hún var ákaflega upp með sér af þessari nýju flík, blessuð tátan og vildi, að sem flestir tækju eftir henni. Með okkur var lítill frændi minn, og Patti var ailtaf að þrífa í hann, grípa um hendur hans, láta þær snerta nýju flíkina og hvísla: „Sjáðu, sjáðu...." Að síðustu var snáðanum farið að þykja nóg um; svo að hann brást reiður við og hrópaði: „Æ, hættu þessu!" En Patti sat viö sinn keip og hvíslaði í sífellu: „Sjáðu bara, sjáðu i‘< „FÆ ÉG HANA EÐA FÆ ÉG HANA EKKI?“ Það fór ekki framhjá Normu, að þær Patti litla drógust óaflátanlega hvor að annarri. Þó gerði hún sér far um að halda telpunni í hæfilegri fjarlægð, þar sem hún sárkveið þeirri stund, er þær hlytu að skilja að fullu og öllu — sem virtist óumflýjanlegt. Hún vildi ekki gera þeim skilnaðarstundina þungbærari með því að gera litlu telpuna of hænda að sér. Nóg var samt. — Ég var svo hrædd við að missa hana að fullu og öllu, segir Norma. En á hinn bóginn átti ég enga ósk heitari en þá að litla blinda stúlkan mín eignaðist for- eldra og heimili. Hugmyndin um að ætt- leiða hana sjálf, hvarflaði þá alls ekki að mér. Það virtist slík fjarstæða. Á jólunum 1966 var Patti heima hjá Normu og móður hennar. En þá vildi svo til að telpan veiktist af hálsbólgu. og brottför hennar dróst um viku. — Það var dásamlegt að hafa hana þessa tólf daga, segir Norma. Og þegar ég fór aftur með hana á barnaheimilið, grét litla krílið svolítið. Ég var hálfhrædd um, að hún yrði nú reið og móðguð út í mig, næst, þegar ég heimsækti hana, bar sem ég hafði hálfpartinn farið með hana með valdi, en sú varð nú aldeilis ekki raunin: Hún varð himinlifandi glöð. þegar hún heyrði í mér. Og hún hljóp upp um háls- inn á mér og knúskyssti mig, eins og við hefðum ekki sézt árum saman! Þá rann það allt í einu upp fyrir mér, að ég varð að eignast þessa litlu telpu. hvað sem það kostaði! Ég gat ekki án hennar verið. Samdægurs hringdi Norma til barna verndarnefndarinnar og fór fram á það að fá að taka Patti litlu í fóstur. Og 1. marz 1967 fluttist Patti svo heim til Normu, í Peace Street. Norma tók nú að óttast það meira en nokkru sinni áður, að Patti „gengi út,“ þ.e.a.s. fengi kjör- foreldra, og yrði tekin frá henni að fullu og öllu! Og nú hófst fyrst þung- bær bið, þrungin næstum óbærilegri spennu! FÆ ÉG HANA, EÐA FÆ ÉG HANA EKKI? „GÓÐA NÓTT, MAMMA“ í fyrsta skipti á ævinni fékk Patti nú að hlýða á „rökkursögu" á hverju kvöldi. Og hún lærði að fara meö bænir og guðs crð. Ein þeirra endaði svo: „Góða nótt, lijóddu svo mömmu góða rrótt!" Og kvöid nokkurt hjúfraði Patti sig skyndilega fast að Normu og hvíslaði, eins og hún væri að trúa henni fyrir leyndarmáli: — Góða nótt, mamma! — Það voru þessi yndislegu orð, sem fengu mig til að hefja baráttuna fyrii alvöru, segir Norma, baráttuna fyrir að fá að ættleiða Patti. Ég hringdi í allar áttir til allra þeirra, er hugsanlega gátu orðið mér að liði: lögfræðings, barnavernd arinnar o.s.frv., o.s.frv. Og hjólin tóku að snúast af enn meiri hraða en venja var: Ættingjar og vinir lógðu sitt af mörkum og lögðu hart að barnaverndarnefndinni, sem „athugaði nú sinn gang" af enn meiri nákvæmni eri ella, þar sem blint fólk átti í hlut. Dries hjálpræðishersforingi heimsótti Rahauser dómara málsins til að ræða við hann per- sónulega o.s.frv.^ o.s.frv. Og eins og fram kom í upphafi hlaut málið farsælan endi. Mæðgurnar Norma Claypool og Patti Blaine Claypool lifa nú undir sama þaki, borða við sama borð og fara saman í búðir — eins og hverjar aðrar mæðgur. Hirr örvæntingarfulla bið er á enda runnin; þær fóru með sigur af hólmi. Lífið brosir við þeim báðum. þó að þær lifi í myrkri. 4 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.