Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 24.08.1969, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Qupperneq 5
>masagan EFTIR INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR. Hann þarfnaðist mírr, þegar hann var lítill. Þá átti ég hann ein. Hann var blið ur og góður, og litlu hendurnar hans struku mér um vangann, þegar ég þótt ist sofa. Þá átti ég hann mest. En hann þarfnast mín núna. En hann óx úr grasi og harrn varð stór. Hann þarfnaðist mín ekki lengur. Og þó ... Hann er of stór til að vera mömmustubbur í dag. Er ég of lítil til að vera móðir? Hvers vegna fékk ég ekki að umvefja hanrr alltaf og eiga hann inni í mér, eins og meðan hann var barn í móðurkviði? Meðan hann var fóstur og ég gat átt hann ein, átti ég eitthvað^ en hvað á ég nú? Hann er stór og fæddur af konu og með guðs hjálp getur hann átt sjálfan sig hér eftir. Já, með guðs hjálp. Er guð arrnars til? Ég er hrædd. Ég er skelfingu lostin. Ekki mín vegna. Það verður sárt, en sárs- aukinn endar fyrr eða síðar. Ég hef alltaf óttazt eldinn. Ég er hrædd við að brenna. Hrædd við að finna til. En hann er barnið mitt. Hann er son- ur minn. Ég óttast meira um hann en sjálfa mig. Hvað verður um hann? Æ, sonur minn....Þú hugsar eins og faðir þinn. Þú vilt framkvæma, ákveða, gera eitthvað eins og hann. Geturðu ekki sætt þig við það. sem við höfum afrekað? Þarftu alltaf eitthvað nýtt? Eitthvað skap andi, eitthvað meira en það, sem viö eigum? Skilurðu það ekki, að við höfum lifað af móður jörð í aldaraðir og eitrað hana? Skilurðu ekki, að móðir jörð elur ekki af sér fleiri börn? En þú varst svo heilbrigður, sonur minn. Þú varst það. Þú hafðir aðeins tvo handleggi, með fimm fingur á hvorri hönd og tvo fætur. Þú varst heldur ekki tvíhöfða^ sonur minn, og prestarnir sögðu að ég mætti eiga þig og halda þér. Þá var ég sæl. Það fæðast fá börn, sem fíkjast því; sem við eigum að vera. Prestarnir skilja ekki mæðurnar. Þær vilja eiga börnin sín, þótt þau hafi fleiri hendur en tvær eða séu þríhöfða þursar. Þetta eru börn og við erum mæður. Prest arnir taka þau frá okkur og brjóst okkar eru höfug af mjólk, sem aldrei verður drukkin. Við lifðum bæði, sonur minn og ég, Hin börnin dóu, en mitt barn fékk að lifa. Við lifum enn.... Hann er heilbrigður að sjá, hann sorrur minn. Þó er hann það ekki. Það eru hugs anirnar. Er hann trúvillingur? Honuin finnst allf bannað. Allt gott synd. Æ, sorrur minn. Þú ert sonur minn. Hvað gat ég annað gert en þetta? Boðin og bönnin verða að vera. Við getum ekki lifað ella. Þannig er það. Þú skilur það ekki. Þú ert sonur föður þíns. Þú ert sonur mannsins, sem var brenndur fyrir trúvillu. Þú þekkir ekki föður þinn. Ég hef emg- Alþýffublaðið — Helgarblað 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.