Alþýðublaðið - 24.08.1969, Side 11

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Side 11
Þáttur af Þor- steini Grims- syni eftir Theo dór Friðriksson Þegar ég var unglingur í Flat- ey á Skjálíandaílóa, man ég ó- sköp vel eftir tveimur mönn- um, sem mjög vöru frábrugðnir öðrum á ýmsan hátt. — Hétu þeir Þorsteinn og Björn, og voru þeir uppi á líkum tíma. Hafðú' voru þeir í vistum hingað og þangað í Hálshreppi, til dse'mis frammi í Fnjóskadal, en oft- ast varð niðurstaðan sú, að þeim væri komið niður út við sjó- inn, ýmist í Flatey eða á Flat- eyjardal. Var Bjöi-n nokkur ár í Vík, og var hann kenndur við þann bæ um tíma. Það gat stundum verið dálít- ið vandgert við þá, Þorstein og Björn, að ýmsu ieyti, og þurfti töluverða lægni til þess að halda þeim í skefjum og fá þá til þess að vinna, og var þá ekki mulið undir þá með köfl- um. Báðir voru þeir heilsuhraust- ir og karlmenn til burða, eink- um Þorsteinn, sem heita mátti að væri afrenndur að afli, þegar hann var á bezta aldri. Matmenn voru þeir báðir, og var frekast hægt að vinna þá með gððu með því að skjóta í þá ýmsum aukabitum, og Var það þá mést undir konhnum komið, hvað mikið gagn þær gátu haft af þeim til ýmsra'snún inga. Gat það oft komið sér Vel að fá þá til þess að mala korn og sækja vatn í þungar fötur langar leiðir o. s. frv. Tók þá Þorsteinn á kröftunum, ef hann var í góðu skápi, og gát leíkið sér að því að vinna erfiða vinnu á móti tveimur mönnum, þegar betri gállinn var á hohum. En þess á miili gátu dottið í hann óþægðarköst, og fékkst hann þá tímum saman ekki til þess að gera nokkurt handarvik, hvað mikið sem lá á, og var það þá mikið undir húsmóðurinni kom- ið, hvort henni tókst að lokka Steina með aukabita. Þorsteinn var fæddur 28. júlí 1840 og átti ætt að rekja til Grímseyjar. Móðir hans hét Guð rún Tómasdóttir frá Borgum. Heyrði ég það sagt, að móðir hans hefði látið allt eftir strákn um, þegar hann var að alast upp og meira að segja átti hún. að hafa fengið honum neftóbaks- kylli sinni til þess að dunda við meðan hann var iítill. Atti þá drengurinn að hafa troðið tóbak inp bæði upp í sig og í nefið. og var því seinna kennt um, hvað Þorsteini gekk illa að læra eftir að hann komst á legg. Enda varð niðurstaðan sú, að honum varð aldrei komið í kristinna manna tölu, sem kallað er, Þorsteinn stamaði mikið með köflum, en ekki var hann neitt blestur í máli að öðru leyti, og að sumu leyti virtist hann ekki vera óskýrari eða heimskari en fólk er flest. Heyrði ég það al- talað í Flatey, að það hefði verið af tómum trassaskap, að ekki hefði verið klínt á hann ferm- ingunni, eins og önnur þörn. Þorsteinn var röskur meðal- maður, á hæð og gildur, svaraði sér vel og rekinn saman um herð arnar, og voru þær dálítið kúpt- ar. Hálsinn var mjög stuttur, en mjög gildur, og var eins og höfuðið stæði fram úr bring- unni. Hann var móeygur, og man ég vel eftir því, að mér þóttu augun falleg í Steina. Eins og skiljanlegt er, yar þessum mönnum ekki skipaður neinn æðri sess í vinnubrögðum, og var þeim draslað út til erf- iðisvinnu, svo sem hægt var. Flíkur þeirra voru af skornum skammti og töturlegar, aðems til að skýla nekt líkamans og verja þá fyrir kuldanum. Það var merkilegt með Þor- stein, hvað honum var meinilla við lús, og var honum mjög annt um að tína af sér „flutin“, eins og hann komst að oi’ði,. Aftur á móti var hann mesti klaufi við að komast í fötin, einkum í sokk ana, og sneri þeim oftast öfug- um til að byrja með. Hentu þá .. AlþýSublaðið — Helgarblað 11

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.