Alþýðublaðið - 24.08.1969, Page 13
land væri komið.
—o—
Það bar við einu sinni að
haustlagi nokkru eftir göngur,
að fjórir sexæringar réru til
fiskjar frá Flatey, eins og þá
var siður. Fimmti báturinn, sem
á sjóinn fór um morguninn, var
frá Vík á Flateyjardal. Gunnar
Guðmundsson, sjógarpur mikill,
var með Víkurbátinn, og hafði
hann að heita mátti völdum há-
setum á að skipa. — Faðir minn
var þá bóndi á Hofi, og var hann
háseti hjá Gunnari um haustið.
Heyrði ég bæði hann og fleiri
segja frá þessum eftirminnilega
degi, og hefi ég frásögn þessa
eftir honum að mestu leyti.
Bátarnir fóru á sjóinn snemma
um morguninn nokkru fyrir dag
og héldu út á miðin á að gizka
mílu vegar austur af Flatey.
Allir voru bátar þessir vel
mannaðir og sex menn undir
árum, nema Krosshúsabáturinn,
og vantaði þar sjötta hásetann
um morguninn. Fyrir þeim báti
var Jón bóndi Ingjaldsson, garp
ur mikill og kappsamur. En ein-
hverra orsaka vegna var hann
á sjó þennan dag við fimmta
mann. Af því liði, sem hann
hafði, voru tveir óharðnaðir ung
lingar, þá fóstursonur hans, Sig-
urjón að nafni, harður og rösk-
ur maður, og loks Þorsteinn
Grímsson.
Er nú skemmst frá því að
segja, að þegar fram á daginn
kom. létti til í lofti og skall þá
á með ofsa suðvestan rok. Höfðu
siómennirnir ekki önnur ráð en
að snúa á móti veðrinu og taka
barning upp að Flatey — upp á
líf og dauða. — Eftir því sem
á daginn leið, harðnaði veðrið
og gekk upp með foráttubrim.
Var lengi tvísýnt um daginn, að
bát.ar þessir næðu landi, og var
bað allt undir bví komið, hvað
menn hefðu mikið þrek til bess
að berja. Kölluðu Flateyingar
betta laugardagsbylinn. og var
hann í minnum hafður í mörg
ár. bótt hann yrði mönnum ekki
að fjörlesti.
Á endanum náðu menn lend-
ingu í Flatey um kvöldið eftir
margra klukkutíma barning og
mikið vos, og svo mikla þreytu,
að nokkrir menn, sem á sjó voru
þennan dag, þóttust aldrei hafa
náð sér að fullu á eftir.
Verður nú að víkja sögunni
sem snöggvast að bátunum og
afstöðu þeirra, þegar rokið skall
á. Voru þeir þá staddir þar
skammt fyrir austan eyjuna.
(Að öðrum kosti var það al-
talað, að þeir hefðu aldrei náð
landi).
Er það nú af Þorsteini Gríms-
syni að segja, að þegar rokið
skall á, varð hann hræddur, og
lofaði hann Jóni Ingjaldssyni
því, að hann skyldi róa það, sem
hann mögulega gæti, í þeirri
von, að þeir gætu náð landi. —
Þorsteinn réri á andófsþóftunni
á stjórnborða, og hafði í hönd-
um sterka og mikla rauðaviðar-
ár, sem treysta mátti í hvað sem
færi. — Skipaði þá Jón háset-
um þannig niður, að hann færði
annan liðléttinginn á borð með
Steina, og setti hann það upp
við hann. að hann yrði nú að
verja borðið á móti þeim þrem-
ur. Verður að taka það fram,
að formaðurinn var talinn
tveggja manna maki að burðum
og yfir 3 álnir á hæð. Lofaði
Jón Þorsteini því, ef þeir næðu
lifandi til lands, að hann skyldi
bá gleðja hann með því að gefa
honum eitt munntóbakspund og
nottköku aukreitis því. sem
honum væri venjulega skammt
að. með því móti að hann dygði
i ráðum alla leið og bryti þó
ekki í sundur árina, því það gat
kostað þá lífið. Var það haft eft-
’r Jóni Ingjaldssyni, að hann
hefði óttast það mest, eftir að
rokið skall á. að árin mvndi þá
nrr begar hrökkva í sundur í
h^ndunum á Steina. og hefði
hann aldrei séð jafn fallega og
sterklega róið um sína daga. Allt.
af hefði Þorsteinn varið borð-
ið og rétt bátinn í horfið; hefði
bó áslátturinn verið hans megin
og liðléttingurinn að kalla mátti
unDgefinn á miðri leið. enda
bakkaði Jón Þorsteini Gríms-
syni bað. að þeir hefðu náð landi
um kvöldið, ekki seinna en hin-
ir bátarnir.
Sögur gengu af því, hvað Þor-
steinn Grímsson hefði þurft að
borða mikið, þegar hann kom
heim, og sögðu gárungarnir, að
hann hefði gleypt í sig 15 merk-
ur af mjólkurgraut og étið 4
kjötbita og 2 væna blóðmörs-
keppi.
Daginn eftir var Þorsteinn
sagður svo , latur“, að hann
nennti hvorki að sækja vatn í
fötu eða bera út skólp eða ösku,
og var ómögulegt að drifa hann
til þess að standa við kvörnina.
— Hefði þó mönnum átt að geta
dottið það í hug, að hann væri
eitthvað eftir sig í kroppnum,
eftir alla áreynsluna daginn áð-
ur.
—o—
Það fór lítið óorð af Þorsteini
Grímssyni fyrir það, að hann á-
sækti kvenfólk, en þó gekk ein-
hver orðasveimur út af því á
yngri árum hans, að hann hefði
átt vingott við kerlingu nokkra,
er Valgerður hét, og gerðu gár-
ungarnir að því mikið skop.
Þegar ég man fyrst eftir Þor-
steini, var hann farinn heldur að
reskjast og afturfararlegur fyrir
aldur fram; gafst mér ekki tæki-
færi til þess að sjá hann í reglu-
legum hamförum við árina. Þó
skal ég geta þess, að einu sinni í
mínu minni fékk Þorsteinn lán-
aða byttu til þess að fara á í
skotturóður (á sunnudegi); hann
skrapp á byttunni þó nokkuð
langt austur fyrir eyjuna.
Veður var kyrrt og gott um
morguninn, og sást vel til hans
þar austur í flóanum. En þegar
fram á daginn kom, rýkur hann
allt í einu á með snarpa vestan-
hviðu, og urðu þá margir hrædd
ir um, að karlinn næði ekki
landi. Aftur treystu aðrir því, að
hann myndi hafa orku til þess
að berja að minnsta kosti á móti
tveimur fullgildum mönnum, ef
hann nennti því á annað borð.
— Heyrði ég, að nokkrir stungu
upp á því, að mannaður væri
út sexæringur eftir karlinum.
Varð þó ekkert af þeirri ráða-
gerð. Sáu menn, að Þorsteini
miðaði furðanlega áfram á bytt-
AiþýffublaffiV — Helgarblaff 13