Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 9
eginn leiklistarviðburður og raunar fátítt, að jafn kynna starfsbræðrum árangur tilraunasinna og at- iingur þess og meistari er- snillingurinri Eugenio ir heimsmaður. Hann varð góðfúslega við þeirri Alþýðublaðið 19. september 1969 9 drei skrifað fyrir leikhús áður. Við unnum fyrst með Ole Sar- vig í Danmörku og núna með Peter Seeberg. t>að er von á Seeberg hingað á fimmtudag- inn og hann mun geta sagt þér sjónarmið sín sem höfundar á samvinnu okkar. — Hvernig var að læra hjá Grctowski í Póllandi? Maður heldur varla lengi til á sama stað nema manni finn- ist staðurinn gefa eitthvað og þegar' ég var í Póllandi, þá yfirgaf ég leiklistarskólann í Varsjá, vegna þess að mig vant- aði eitthvað, mér fannst, að þörfum mínum væri ekki full- nægt þar. Þess vegna fór ég til Grotowski og lærði hjá hon- um í þrjú ár. Þegar ég lít yfir þetta tímabil, þá má segja, að það hafi verið mjög innblásið tímabil. Það var mjög frjósamt og árangursríkt fyrir mig að vera þarna í þessu skapandi andrúmslofti. — Er það satt, að Grotowski mnskapi persónur, sem læra hjá honum? — Reynslan sýnir, að þegar leikara tekst að kasta af sér og eyðileggja þessa grímu, sem flestir hafa, nokkurs konar varnargrímu eða persónulega grímu, þá koma ólíkir skap- gerðareiginleikar mannsins í ljós. Teknisk vinna Grotowski er aðeins að láta aðra hlið í skapgerð leikarans snúa upp. — Hefur þú unnið eitthvað við leikstjórn í Indlandi? — Ég var aldrei neitt við leikstjórn í Indlandi. Ég var þar í sex mánuði og lagði stund á hið hefðbundna indverska leikhús Kathakali í Suður- Indlandi. — Hverjar voru ástæður mótmælanna í Holsterbro, þeg- ar þið komuð þangað? Þetta byrjaði nú allt saman á mótmælum sér í lagi frá verkamönnum, sem töldu það tilgangslaust af Holsterbro að éyða peningum í þvílíka hluti sem okkur. Við höfðum ekki haldið neina sýningu, en vor- um að æfa fyrir fyrstu sýn- inguna, þegar þáttur um starfs- aðferðir og æfingar okkar var sýndur í sjónvarpinu. Mótmæl- in urðu upphaflega til út af þessum sjónvarpsþætti, en þau hættu fljótlega af sjálfu sér. Nú fyrir um það bil sex mán- uðum gekk önnur mótmæla- alda yfir, en hún lognaðist út af um leið og við settum það í blöðin, hvað það kostaði Hol- sterbro að hafa Óðinsleikhúsið og um leið, hvað Holsterbro þénaði á því. Það var rétt, að Holsterbrp gaf 75 þús. kr., en heildarvelta okkar ár hvert er um ein milljón króna. Allir jskildu þessa röksemdafærslu og fieiri mótmæli hafa ekki verið gerð. — Er það ekki ein af sér- stökum hugmyndum þínum að láta hópinn æfa á nóttunni? — Ja, það er nú engin sér- stök hugmynd, þetta er aðeins af praktískum ástæðum. Það er oft árangursríkara að vinna á nóttunni, því að á morgnana og um daginn er ég oft upp- tekinn við skrifstofustörf og skipuiagningu hinna norrænu námskeiða, sem við höldum og einnig' við útgáfustörf. Ég get ekki einbeitt mér samfleytt í langan tíma, svo við ákveðum að vinna á nóttunni og þá get ég snúið mér að hinu um dag- inn. — Þið leggið mikla rækt við líkamann og reynið að auka líkamsþrek ykkar með ströng- um æfingum. Hvers vegna? — Þetta eru ekki þrekæfing- ar, því maður leikur ekki með vöðvunum. I-eikari á að vera hæfur til að túlka allar hvatir mannslíkamans og hugarfarið, ekki aðeins að sýna, heldur líka deila út og aga, ekki láta áhorfandann aðeins skilja, held- ur líka finna. Leikarinn magn- ar og stækkar jafnvel hina minnstu hvöt. eins og smásjá sýnir allt lífið í einum vatns- dropa. Til þess að auka og þroska, — við gætum kallað það hæfileika til að tjá hug- arfarið með likamshreyfingum, þá þurfum við auðvitað sér- staka vinnuaðferð. Þetta er ekki hægt að gera strax. Það tekur leikarann nokkur ár að verða sjálfur fær um á líffræði- og lífeðlis- fræðiiegan hátt og með hugs- unarhætti sínum og tilfinning- um að finna beztu túlkunarað- ferðina fyrir sig. — HvaS starfa margir við leiksmiðjuna nú? — Það eru starfancfi tveir hópar núna, sem eru óháðir Framhald á bls. 15. í þýðingum erlendra tæfcni- heita, eða öllu heCdur það, að stundum er verið að burðast við að þýða þau, en jafnvel í sömu málsgrein kemur er- lent orð, Dæmi: Ha’ndhemill inn er sannlkallaður öryggis- hem II (efclki aðeins parlkhem illl). Seinna í scimiu grein: Vél in, með fimm hölfiuðllegum, fjögurra cylindra, . . En virða ber tilraun til þýðing- ar á orðum, sem yflriei-tt eru dkki þýdd í daglegu tali, ei’ns og aflhemlill í stað power- brakes. — Segja xná, að grein arnar tvær, um það hvernig á að gangsetja bíla í fros'ti og hvernig á að finna bilanir í aflhemlum, beri blaðið uppi sem tækniblað. Að lofcum: Fyrsta greinin, „Goðsögur, sem rugla menn í ríiminu" er mjög athyglis- verð og ættu viðkomandi að- iiar að tafca hana til allhug- unar. Greinin ber eftirifarandi yfirsfcrlft: Er hraði helzta ár stæðan fyrir umiferðarslys- um? Valda drufcbnir menn flestum slysum? Minnlka um ferðarmerfci ásvaSílt slysahætt una? Rannsólkn, framfcivæmd við ba'ndarísikan háskóla, haifnar þessum goðsögnum og öðrum svipuðum. Vonandi á þetla rit eftir að vaxa að vl2lku og vexti, enda er eflaust góður mark- aður fyrir hendi. En prófarfca lestur þarf að þatna. — Þorri. Perusala í Keflavík um helgina □ Laugardag og sunnudag fer fram hin árlega perusala Lionsklúbbs Keflavíkur. Lions- klúbburinn hefur á undanförn- um árum leitað til Keflvíkinga og nágranna með sölu á ljósa- perum til fjáröflunar fyrir starf semi sína. Hefur sú málaleitan borið góðan og vaxandi árang- ur. Það fé, sem aflast er varið til ýmissa þarflegra hluta, m. a. til hjálpar og líknar þar sem erfiðleikar steðja að. Lionsklúbburinn hefur reynt að sýna þakklæti sitt til Kefl- víkinga og nágranna með því 'm. a. að sá grasfræi í nágrenni bæjarins og hefur það heppn- azt með ágætum og orðið öðr- um hvatning til átaka á því sviði. Um leið og Lionsklúbburinn þakkar veittan stuðning á liðn- um árum, væntir hann þess, að vel verði tekið á móti félögum hans, þegar þeir bjóða perur til sölu nú- um helgina. VELJUM ISLENZKT-/!rjVí ÍSLENZKAN IÐNAÐ\|^/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.