Alþýðublaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 19 septemíber 1969
borða. Ég hef ekkert borðað í morgun.
— Nei, auðvitað ekki. Eruð þér með peninga?
Ég roðnaði, en reyndi samt að segja eins virðu-
Iega og mér var unnt;
— Eitthvað smávegis, held ég.
—Það skiptir engu máli, flýtti hann sér að segja
og ég sá það á honum, að hann var sannfærður um,
að ég væri bláfátækur ræfill. — Ég hef ekkert borðað
• heldur. Við skulum koma inn saman.
Hann lagði bílnum á stæðið og við fórum inn á
veitingahúsið.
Ég fékk mér heita samloku með osti, appelsínu.
safa og kaffi. Fér leið mun betur eftir máltíðina.
Þegar við vorum búin að borða, spurði hann glað-
lega i ,
— Og hvert má ég svo aka yður?
•— Ég ætla að fara í banka, svaraði ég.
Hann skellti upp úr. .
f Yður verður ekki hleypt inn í neinn banka.
Ég roðnaði, þegar hann virti mig fyrir sér frá
hvirfli til ilja.
— Ég ætla að hætta á það, ef þér setjið mig af
á Laugaveginum.
Hvernig stóð á því, að hann rakst alltaf á mlg,
þegar ég var illa útlítandi og alveg auralaus? Það var
víst alveg rétt, sem frærrka sagði, að auralaus mað-
ur á erfitt uppdráttar. Ég myndi líklega annað hvort
neyðast til að fá mér vinnu eða vera upp á náð
frænku og eiginmansefnisins komin.
Þegar við námum staðar á Laugaveginum, spurði
: hann mig að því, hvort ég vildi gera sér þá ánægju
að snæða með sér hádegisverð.
Ég varð mjög urrdrandi, en vissi þó, að hann gerði
þetta af náð einni saman og vegna þess, að hann
hélt, að ég væri afar illa stödd fjárhagslega.
—En fyrst verðið þér að skipta um föt, Jóa Jóns!
sagði hann glettnislega.
— Hittumst þá hér aftur rúmlega tólf, sagði ég
og brosti við tilhugsunina um það, hvernig honutn
myndi bregða við, þegar hann sæi mig í mínu bezta
skarti. I
' Svo kvöddumst við.
8. KAFLI.
Þeim leizt ekkert á mig í bankanum, en peningana
fékk ég þó á stundinni, enda þekktu allir mig þar
| svo vel. Ég fór beint inn í kjólabúð og fékk mér þar
kjól og kápu. Svo aflaði ég mér hanzka, snyrtivarn-
ings, tösku og fékk mér nýja skó.
Égfékk að skipta um föt á hárgreiðslustofunni sem
• ég var vön að láta leggja hárið á mér á. Þær voru
mjög undrandi yfir útlitinu á mér, err þær voru vin-
'! gjarnlegar við mig og það var víst fyrir öllu.
i Hvað ætli hann segði, þegar hann sæi mig svona
I í mínu bezta skarti og reglulega vel útlítandi?
16.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Já, ég gekk hin ánægðasta aftur vað bankanum til
að bíða eftir manninum frá trillunni, sem ég vissi enn
ekki, hvað hét.
Það hafði engin fisklykt verið af honum í dag.
Annars er fisklykt ekki alveg jafn slæm og mig hafði
minnt, að hún væri. Nú varð ég umfram allt að láta
honum lítast vel á mig, svo að hann sæi, að ég var
ekki alltaf eins og flókatrippi, þegar ég mætti hon-
um.
En áður en ég fór, hringdi ég til Þingvalla tii
frænku, og bað stúlkuna, sem kom í símann að skila
því til hennar, að ég kæmi í kvöld. Ég bað hana líka
fyrir þau skilaboð, að hún þyrfti ekkert að óttast, og
að ég myndi útskýra allt fyrir henni seinna.
Fyrir utan bankann mætti ég Halla. Hann háfði
þó vit á að roðna, þegar hann sá mig.
— En hvað þú ert falleg í dag, Benna, stamaði
hann. — Hvað kom eiginlega fyrir þig um daginrt?
Hann virtist bæði hrifinnr og iðrandi.
— Ég synti frá þér, sagði ég glaðlega. — Það fór
allt vel og þú þarft ekkert að óttast.
— Hvert ertu að fara núna? spurði hann og slóst
í för með mér.
— Ég ætla að hitta mann, Halli. Blessaður.
Ég flýtti mér eins og ég gat frá honum og vcnaði
að enginn hefði séð til okkar. Ég vildi sízt af öliu
umgangast eitthvað af því fólki, sem ég hafði þekkt
hirrgað til. Ég braut heilann um það á meðan, hvað
maðurinn með trilluna gerði eiginlega. Ég var farin
að efast um, að hann væri fiskimaður, en annars var
mér sama. Mig langaði bara svo mikið til að losna við
allt það fólk, sem ég þekkti. Við forstjóra, lögfræð-
inga, skrifstofustjóra og framkvæmdastjóra eða syni
þeirra og dætur. Þau voru öll svo föl og vesældarieg
nema þegar þau höfðu borið á sig Quick Tan eða
legið í sólbaði á Mallorka eða álíka baðströndum. Mað
urinn með trilluna leit út fyrir að lifa heilbrigðu lífi
utanhúss og vinna þar líka.
Svo sá ég hann sitja í bílnum sínum og gekk bros-
andi til hans. Hann virti mig kæruleysislega fyrir sér
eins og hann hefur sennilega virt flestar stúlkur fyr.
ir sér, err hann þekkti mig ekki fyrr en ég opnaði
dyrnar og settist inn við hliðina á honum.
— Jóa Jóns sagði hann og glennti upp augun. —
Ég hefði aldrei þekkt þig aftur! Hvað hefurðu eiginlega
gert við þig?
Skipt um föt og greitt mér til að sýna þér, að
ég er ekki alltaf eins og svín, svaraði ég.
Þegar maturinn var kominn á borðið, virti hann
mig vandlega fyrir sér.
— Svo að þess vegna hefurðu farið í bankann,
sagði hann. — Þú hefur tekið út hvern eyri af
sparifénu til að sýna mér í tvo heimana. Hann skellti
upp úr, þegar ég roðnaði. — Og hvað ætlarðu svo
að taka til bragðs, ungfrú Jóa Jónrs? Ætlarðu aftur
til Þingvalla?
I
I
I
I
i
I
i
I
i
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
i
I
I
I
I
I
Smáauglýsingar
trésmíðaþjónusta
Látið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverkl
húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — VéDairlok
— Geymslulok á Voikswagen í aUQestum litum.
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25,
Símar 19099 og 20988.
GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduf
•g góð vinna. Pantið i tíma í sima 15787.
BIFREIÐASTJÓRAR
Gerum við aliar tegundir bifrelða. — Sérgrein:
hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir.
Hemiastilling h.f., Súðavogi 14. Simi 30135.
BÓLSTRUN — SÍMI 83513.
Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð
húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftaihlíð 28,
sími 83513.
Munið Nýþjónustuna
Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og
klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima
húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—
1 og 7—8 á kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
——————.....—— ■■ ii ■ ■ .ii—i———i M
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
Jaröýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf-
ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, Ixman og utan
borgarinnar.
Jarðvfnnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
MATUR OG BENSÍN 57
allan sólarhringinn.
Veitingaskálinn, Geithálsl.
#