Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið 20. september 1969 15 Hjðltlandssíld Framhald af bls. 1. Guðmundur, að nær engin beita er til á Vestfjörðum öllum. Hér á ísafirði er allslaust en í Súgandafirði mun eitthvað til, en þó mjög litið. Við hér á Vestfjörðum einblínum því á þann möguleika, að eitthvað aflist af Faxaflóasíld en að mínu áliti er það algert lífs- spursmál fyrir þorra Vestfirð- inga, að línuútgerðin geti geng- ið fyrir sig með eðlilegum hætti. Útvegsmenn hér á ísafirði hafa spurst fyrir um það hvort ekki væri unnt að ná samn- ingum um að einhver hluti Hjaltlandssíldarinnar yrði fryst ur t. d. í Færeyjum og seldur til beitu. Við höfum ekkert svar fengið við fyrirspurn okk ar, en hræddur er ég um, að hið háa verð, sem fæst fyrir ísvarða síld í Þýzkalandi geti orðið þeim fyrirætlunum fjöt- ur um fót eða orsakað það, að beitsíldarverðið yrði svo hátt að okkur væri ógerningur að kaupa...... Guðmundur Guðmundsson sagði að lokum að viðunandi úrlausn í þessum efnum yrði að fást sem fyrst þar eð línu- veiðar ættu með eðlilegu móti að hefjast í byrjun október. Síðastliðið ár hefðu milli 30 og 40 bátar róið með línu fi'á Vestfjörðum og þar af um 8 bátar frá ísafirði. í skrifum sínum hefur Al- þýðublaðið lagt áherzlu á, að beitunefnd bregði fljótt við og leiti allra mögulegra úrræða til þess að afla beitu fyrir línu- útveginn. Þessar nauðsynlegu aðgerðir verður að gera sem fyrst svo þjóðarbúið hljóti ekki af þann stói-skaða, sem fylgja myndi í kjölfar þess að línu- útgerðin legðist niður vegna beituskorts um lengri eða skemmri tíma. Er fyllilega eðli legt, að útvegsmenn fái því upp lýsingar um þær ráðstafanir til beituöflunar sem beitunefnd kann að vera búin að gera^eða hefur á prjónunum svo þeig® út- gerðairnenn, sem þennan úfveg vilja stunda, megi vita hvexn- ig horfir í þessum efnum,. -3- í þessu augnamiði er boðið upp á skipulagðar skíðaferðir til íslands og lögð áherzla á að kynna miðstöð vetraríþrótta hér á landi, Akureyri, og þá aðstöðu sem komið hefir ver- ið upp í Hlíðarfjalli. Nýtt heffi af ,65 DEGREES' □ Ágústibefti tímarlt^ns „65 degrees“ er nýkomiöLut, fjölbreytt að vand'a. Aif éfni ritsins má netfna gre:nar-um sjónvarp á íslandi eftir Éét- ur Guðfinnsson og Warren-J. Papin; viðtal vlð frú Babböru Árnason, ilffrtmáílara. ásamt ndkkrum mynduttn af vehk- um hennar; greinar eftir Þor bjlörn S'gurgeirsson, prófesis- or, og dr. Guðmund Péturs- son o. fl Ritstjóri blaðfeins og útgefandi er frú Amalxa Líndal. —. Brefum boðið að koma fil íslands á skíði □ Ýmsar leiðir eru nú reynd- ar til þess að Iengja ferða- mannatímabilið hér á landi, en sem kunnugt er leggur fátt erlendra ferðamanna hingað leið sína nema yfir sumarið. ■ Flugfélag fslands hefir nú í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Scantours í London hafið kynn- ingarherferð í Bretlandi, þar sem ísland er kynnt sem ákjós- anlegt skíðaland. í litprentuð- um þæklingi sem gefinn er út Neg Burgess til Addis Abeba □ Nýlega fór Neg Burgess, ásamt fjölskyldu sinni, áleiðis til Addis Abeba í Eþíópíu. — Reg Burgess hefxur dvalið á ís- landi í þrjú ár og veitt for- stöðu prentsmiðju og bókaút- gáfu S. D. Aðventista á íslandi. Nú var hann kallaður til sömu starfa í Addis Abeba. í Eþíó- píu reka Aðventistar öflugt starf og hafa m. a. söfnuð þar, sem telur 12000 manns. S. D. Aðventistar" eru ein hinna þriggja kirkjudeilda, sem viður kennd er í Eþíópiu. Reg Burgess, kona hans, Den- zil Burgess og synir þeirra tveir, senda öllum hinum mörgu góðu vinum sínum á íslandi kveðjur, og þakkir fyrir ó- gleymanlegar samverustundir. Á mánudaginn 15. sept. s.l. lagði íslenzk stúlka af stað til kristniboðsstarfs í Afríku. Það var frk. Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarkona, sem mun starfa á vegum Aðventista sem hjúkr- unai-kona við Heri sjúkrahúsið í Tanzaníu, Au.-Afríku. Heri sjúkrahúsið er eitt af mörgum sjúkrahúsum, sem rekin eru af Aðventistum á þessum slóðum. Þáð hefur 100 sjúkrarúm en auk þess njóta um 500 holds- veikissjúklingar læknishjálpar við sjúkrahúsið. Lilja er dóttir hjónanna Hönnu Jóhannsdóttur og Sig- urðar Guðmundssonar húsa- smiðs hér í borg. Hún sendir kveðjur öllum vinum sínum hér heima. Málverkasýníng í „Casa Nova“ Mennta- Jóns Engilberts skófans viS Lækjargötu 50 málvérk frá 40 árum Opin kL 14—22 Síöasti dagur er næstn tvo daga sunnudagur 21. sept. Frá Strætisvögnum Reykjavíkur Borgarbúutm er hér með boðið að koma á framfæri ábendingum eða tilllögum varðandi leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur, sem nú er til endurskoðunar. Þeir, sem þetta vilja, eru beðnir að hringja til Einars B. Pálssonar, verkfræðings, í síma 83322 næstkomandi mánjudag eða þriðjudag (22. og 23. sept.) milliklukkan 9 og 12 eða 14 og 16. Einnig geta menn kömið til viðtals við (hann sömu daga milli klukkan 17 og 19 í teikniktof- unni á 1. hæð í íþrúttamiðstöðirmi í Laugar- dal (við hliðina á íþróttahöllinni.) Viðkomustaðir strætisvagna næst íþrótta- tmiðstöðinni eru þessir: Á Suðurlandóbraut við Múla; leiðir 6, 7, 12> 14, 15 18, 21, 27. Á Suðurlandsbraut við Hallarmúla: leiðir 6, 7, 12, 15, 27. Á Hallarmúla: leið 25. Á Gullteigi við Laugateig: leið 4. Reykjavík 19. sept 1969, Eiríkur Ásgeirsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar sendla strax, hálfan daginn. Húsmæður! Gerið svo vel að líta inn. — Matvörumark- aðurinn er opinn til kl. 10 á kvöldin. Munið hið lága vöruverð. VÖRUSKEMMAN GRETTISGÖTU 2 Útför föður míns HANNESAR HANNESSONAR, Öldugötu 42, Hafnarfirði, er andaðist á Sólvangi þriðjudaginn 16. þ.m. fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði rnánu daginn 22. þ.m. kl. 1.30. Fyrir hönd vandamaiina, Rútur Kr. Hanneson. *3S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.