Alþýðublaðið - 11.10.1969, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Qupperneq 1
Alþingi var sett í gær. Við helgiathöfn í Dómkirkj- unni flutti vígslubiskup, séra Pétur Sigurgeirsson ræðu dagsins. Þingmenn gengu í málstofu neðri deildar að lokinni athöfninni í Dómkirkjunni og þab minntist aldursforseti þingsins, Sigurvin Einarsson, tveggja alþingismanna, sem látizt hafa frá því þingi var slitið í vor, þeirra Péturs Benediktssonar og Skula Guðmundssonar. Þingflokkarnir héWu með sér fundi í gær að lokinni þingsetningu. Myndina tók Gunnar Heiðdal í gær, er þmgmenn gengu í Alþing- ishúsið. Vörubíll í árekstri við fólksbíl I í □ Reykjavík ÞG ■ Stórum vörubíl var í gærdag ekið af miklum krafti aftan á Moskvitsbifreið, sem var í þ.ánn veginn að stöðva við um ferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautaf og Laugavegar. Við áreksturinn lenti stuðari vörubílsins á kistu loki fólksbílsins. og gekk alla lgíð framundir r afturhjól, en kistulokið fóf inn um aftur- rýðuna og kastaðist bíllinn yf- ir gatnamótin. Moskvitsbifreiðinni var ekið austur Laugaveg, og þegar hann kom að Kringlumýrar- braut, var að skipta úr grænu ýfir í gult. Ætlaði bílstjórinn þá að stöðva bílinn, en fann skyndilega geysilegt högg og vissi ekki af sér eftir það fyrr en hann rankaði við sér hinum megin við gatnamótin. Þrennt var í bílnum, hjón og 6 ára gamal-1-sonur þeirra. Sat konan afturí og slasaðist tölu- vert, maðurinn slasaðist einnig, en þó undarlegt megi virðast slapp barnið ómeitt, en það sat í framsætinu. Var fólkið flutt á slysavarð- stofuna, en meiðsli þeirra voru ekki fullkönnuð er blaðið hafði samband við lögregluna, um sjöleytið í gærkvöldi. — Fólks bí'liinn' Skemmdist mjög mikið og vafasamt hvort hægt er að gera við hann. Vörubílstjórinn sagði í yf- irheyrslu, að hann hefði séð að bíllinn fyrir framan hann nam staðar og hefði ætlað að gera slíkt hið sama, en þó hann hemlaði tókst honum ekki að stoppa í tæka tíð. Má telja það vítavert gáleysi að •aka þungum vörubíl svo hratt sem hér hlýtur að hafa verið Framhald á bls. 11. I I I I I Landað úr Ásberginu í gær. darvinna ví uövesturlandi BsEir þó líiiS úr beiluskortinum □ Reykjavík VGK . ; SíWarvinpa var í flestum suðvesturlandshöfnum í gær, en í fyrrinótt fengu nokkrir bátar síW um 28— 30 mílur vestur af suðri frá Garðskagá og einir tveir fengu síW við Surtsey. Megnið af síWinni fór til sölt- unar, þar sem beitusíWarverðið er mun lægra en <sölt- unarverðið. Síldveiðar þessar bæta því lítt úr því hörmulega ástandi sem nú ríkir varðandi beitu í land inu. SíWin er fremur smá, en allt er hey í harðiadum, Reykjavík: Ásberg kom með um 80 lestir til Reykjavíkur í gærmorgun og var sú síld öll unnin í frystingú hjá ísbirn- inum. Önnur síld barst ekki til borgarinnar, en óneitanlega var hressilegt að ganga við hjá ísbirninum, þar sem tugir kvenna stóðu upp fyrir haus í síld. Grindavík: 4 bátar komu til Grindavíkur með samtals um 240 lestir. Méstan afla hafði Geh-fugl, 96 léstir. Saltað var á tveimur stöðum í Grindavík en eitthvað var selt í frystingu og salt í Garðinn. Sandgérði: 3 bátar komu með 60 lestir síldar til Grinda te-' víkur í gærmorgun og fór allt í salt. Síldin var söltuð á tveim ur vinnslustöðvum á staðnum. Keflavík: 9 bátar komu til Keflávíkur með 240 lestir. —. Mestur hluti aflans fór í salt, en smávegis í frystingu. Vestniannaéyjar: ísléifur IV. og ísleifur komu til Vestmanna eyja með síld af Surtseyjar- svæðinu. Var sá fyrrnefndi með 137 . lestir, en sá síðar- nefndi með 95 lestir. Síldin var; bæði söltuð, flökuð og fryst, en megnið fór í söltun. ; | Véðurútlit var ekki sérlega gott í gær og því óvíst um ár- angur síldarbátanna í nótt, el» flestir þeirra fóru á svæðið við Surtsey í gær er þeir höfðu landað og hugðust freista gæf- unnar þar. 1 HJÓLAÐI FYRIR BÍL □ Reykjavík ÞG. Reiðhjólaslys virðast vera orðin all mikið vandamál svo tíð sem þau eru orðin. — Eitt slíkt varð í dag á gatnamótum Bólstaðahlíðar og Lönguhlíð- ar í gær. 11 ára drengur kom hjólandi niður Bólstaðahlíðina sem er all brött niður við Lönguhlíðina. Bar þá að tvo bíla, sem óku norður Löngu- hlíðina, fyrst nær samsíða, að .sögn sjónarvotta, en síðan .fór sá sem var á vinstri akreininni að síga framúr. Drengurinn Framhald á bls. 15. ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEFUR ] hteraé Hlerað................. 11 AÐ Ámi Stefánsson kennara- skólakennari muni taka við for mennsku landsprófsnefndar í stað Araar ísakssonar, sem dvelst, erlendis þetta skólaár.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.