Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 13
RitstjórS s öm Eiðsson MRMINN I ISI20ÁRAAF | MÆLISI DAG | Nýlega eru liðin 20 ár frá því Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað, en það var 5. ágúst 1949, sem stofnfundur félags- ins var haldinn suður á Gríms staðaholti. Á fundinum voru mættir 35 áhugasamir ungir menh, sem æft höfðu knatt- spyrnu á malarvellinum á Holt inu, þar sem nú eru bústaðir prófessoranna við Háskóla ís- lands. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins voru þeir Halldór Sigurðsson, fyrrum fiskkaupmaður og Eyjólfur Jónsson, lögregluþjónn og sundkappi, og var Halldór fyrsti formaður félagsins. Fyrstu árin kepptu Þróttarar bæði í knattspyrnu og hand- knattleik, aðallega við starfs- mannafélög, en árið 1951 verð- ur félagið aðili að íþróttasam- bandi íslands og Þróttur tek- ur þátt í fyrsta opinbera kapp- mótinu sama ár. Fyrsti búning- ur félagsins var þannig að menn mættu í hvítum sunnudags- skyrtum og stuttbuxum. Tveir áratugir eru ekki lang- ur tími í sögu félags, en Þrótt- ur er lang yngsta knattspyrnu- félagið í Reykjavík, Fram, KR, Valur og Víkingur eru öll stofnuð á fyrstu árunum eftir 1900, en svo líður allt fram til 1949 að Þróttur er stofnað- ur. Enn eru margir félagsmenn starfandi, sem voru meðal brautryðjendanna bæði sem keppendur og stjórnarmenn og ekkért annað félag á sögu sína skráða jafn skýrum stöfum. Fyrsti formaðurinn, Halldór I Sigurðsson, fylgist enn með því sem gerist og hefur vak- andi auga með vexti og við- gangi félagsins. Halldór var gerður að heið- ursfélaga Þróttar árið 1961, og er hann eini maðurinn, sem þann heiður hefur hlotið. — Á fimmtán ára afmæli félagsins afhenti borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson félaginu til afnota nýtt félags- svæði við Njörvasund og er þess skemmst að minnast, að athafnasvæði þetta var form- lega tekið í notkun í sumar. Hefur félagið þá verið flutt frá æskustöðvunum á Grímsstaða- holtinu og hafa félagsmenn nú haslað sér völl „við sundin blá.“ Binda Þróttarar miklar vonir við öflugt félagsstarf á hinu nýja svæði, en það hefur háð starfsemi félagsins á und- anförnum árum, að vantað hef- ur aðstöðu fyrir hina margvís- legu félagsstarfsemi og æfing- ar. Bíða nú mörg verkefni ó- leyst og hlakka félagsmenn til að takast á við þau, og eru margar hendur á lofti fúsar til að leggja félaginu lið til hagsbóta fyrir æskulýðinn á nýja félagssvæðinu. Á morgun klukkán 15 býð- ur stjórn félagsins velunnur- um sínum og samstarfsaðilum til kaffidrykkju í Átthagasal Hótel Sögu og um kvöldið verður haldið afmælishóf fyr- ir félagsmenn og gesti. Núver- andi formaður Þróttar er Guð- jón Sverrir Sigurðsson. I I I [ I I I : I I I ■ Þær eru hörkulegar á svipinn þessar handboltaskvísur, og stæðu líklega mörg- um karlmanninum fyllilega á sporði. Ekki er okkur kunnugt um með hvaða liðum þær leika, en eftir þessari mynd að dæma mætti sennilega senda þær gegn hvaða íslenzku karlaliði sem ei*. Satt bezt að segja □ Nú fer í hönd tími ársþinga og aöalfunda hjá íþróttahreyfing- unni. Nýlega er afstaöiö ársþing Handknattlelkssambands íslands, en framundan er ársþing Körfu- knattleikssambandsins. Sérsambönd ÍSÍ eiga öll í erfiöleikum, sér- staklega er fjárhagurinn slæmur cg staklega er fjárhagurinn slæmur og svip á þingin. Handknattleikur er önnur vinsæl asta íþróttagreinin hérlendis, bæöi hvað snertir aösókn að leikjum og iökrendur, en áhugi fer mjög vax- andi á handknattleík um land allt. Þetta er skemmtileg íþrótt og býsna auðlærð og því eðlilegt, að hún sé almennt iðkuð. Á ársþingum kom í Ijós, að tap Handknattleikssámbandsins var 360 þúsund á liðnu starfsári og alls nema skuldir um 600 þúsund krón- um. Þetta er alvarleg staðreynd og raunar alvarlegra mál, en menn gera sér almennt grein fyrlr. íþrótt- irnar eru orðinn snar þáttur í þjóð- lífinu og þátttaka í þeim fer stöð- ugt vaxandi, enda fátt hollara og skemmtilegra fyrir æskuna en hóf- leg iðkun íþrótta. Þessi alvarlega staðreynd um fjárskort hreyfingar- innar er því ekkert dægurmál, sem menn geta yppt öxlum yfir. Velferð- arþjóðfélag nútímans krefst þess, að æskufólkið hafi eitthvað fyrir stafni í frístundum og fátt er því htílara og gagnlegra en iðkun íþrótta. Æfingarnar styrkja líkam- ann og hófleg keppni veitir nauð- synlegum metnaði útrás. íþróttasamband íslands hefur ný- lega skorað á menntamálaráðherra og Alþingi að auka styrki til íþrótta hreyfingarinnar, en styrkir hins op- inbera til hinnar frjálsu iþróttahreyf ingar eru hvergi minni á Norðurlönd um en hér, 90 krónur gep 19 á hvern íbúa, ef við tökum Finnland, þar sem þeir eru mestir á Norður- löndum. ‘ Framhald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.