Alþýðublaðið - 18.10.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 18.10.1969, Síða 7
Alþýðublaðið 18. október 1969 7 Godard í yja bioi ★ Undanfarið hefur Nýja Bíó sýnt Vitlausa Pétur (Pier- rot le fou), sem gerð var árið 1966 af hinum heimsfræga kvikmyndaleikstjóra Jean-Luc Godard. Myndir Godards vekja alls staðar athygli og eru um- deildar. Pierrot le fou er í lit- um og kvikmynduð af Raou) Coutard, sem hefur unnið með Godard við flestar myndir hans. Kyikmyndahandritið er gert eftir sögu Lionel White, The Devil at 11 O’Clock og með að- alhlutverk fara þau Anna Kar- ina og Jean-Paul Belmondo. Myndin fjallar um ungan mann, sem tekur upp samskipti við stúlku, sem hann hafði áður verið ástfanginn af. Þau ákveða að fara burt saman, en komast að því að lögreglan leitar þeirra. Þau verða vitni að bílslysi, þar sem kviknar í bíl og ákveða að setja sinn bíl við hliðina og kveikja í honum, svo að það líti út sem þau hafi einnig farizt í slysinu. Síðan halda þau áfram ferð sinni í hálfgerðu reiðileysi og láta hverjum degi nægja sín ar þjáningar. Um tíma búa þau í yfirgefnu húsi og látast vera skipreika á eyðieyju. Þau verða þó að hverfa aftur til raunveru- leikans, glæpa og morða. Ferd- inand (sem Marianne kallar á- vallt Pétur) kemst að því, að Marianne er með manni, sem hún hafði kynnt sem bróður sinn. Skilur hann nú, að hann hefur verið hafður að fífli all- an tímann og skýtur þau bæði til bana, hringir síðan til lög- reglunnar, en vefur síðan sprengiefni um höfuð sér og kveikir í..... I prógrammi myndarinnar eru úrdrættir úr nokkrum blaðaummælum:. Ný mynd„ gerð af hinum fræga Jean-Luc Godard, vekur ávallt mikið umtal. Hjá áhorf- endum kemur upp undrun eða meðaumkun, en aldrei er þeim sama, hvað.er að gerast á hvíta tjaldinu. Mér finnst þetta bezta mynd Godards, og einnig ein bezta franska mynd, sem sýnd hefur verið. (M. Aubri- and ,,Candide“). Myndin gerir mann orðlaus- an, ringlaðan, taugaóstyrkan eða undrandi. Kemur manni í gott skap eða gerir mann ösku- vondan, sem sé. aldrei leiðin- leg. (M. Durand „Le Canard Ernhiné”) Hvað er list? Hvað er kvik- mynd? Eitt er ég viss um, — að listin í dag er Jean-Luc Godard. (Aragon „Les Lettres Francaises“). I l I KVIKMYNDIR: Umsjón: Gústaf Skúlason Gestaboö Fyrsfa verkefni kvikmynda- klúbbsins Kvikmyndaklúbburinn hóf starfsemi vetrarins síðastliðinn mánudag með myndinni Gesta- boð eftir Tékkann Jan Nemec. Mynd þessi er framlag Tékka á 50. ára afmæli byltingarinn- ar og var bönnuð í tíð Novotn- is og það var ekki fyrr en á dögum Dubcek, sem sýningar- banninu var aflétt og myndin sýnd aftur. Myndin er pólitískt háð á valdhafana í Kreml, Len- indýrkun þeirra og bræðra- þvarg. Aðalpersónu myndarinn- ar, gestgjafanum, svipar lúmskt til Lenin, hátterni og duttlung- ar hans í skóginum, við matar- borðið. Er hann fer með gest- unum út í skóg til að leita eins mannsins, sem ekki vildi koma til samkvæmisins, segir einn gestanna, sem eftir varð við veizluborðin: „Við erum einir“ og leggur um leið byssu frá sér í stól gestgjafans, tákn valds- ins, sem stöðugt ógnar frelsi þeirra.^Og Rudolf uppeldisson- ur gestgjafans, hálfgerð farsa- fígúra, sem dregur nokkra gestanna með sér í ærsla- fengna leiki, skilst mér að sé skopstæling á einum frægasta leikara Tékka. í leiknum segja gestirnir hver á fætur öðrum: „Ég er sósíaldemókrati“ — og væri það eitt nóg til að velgja kommúnistum og bræðrum haridan landamæranna undir uggunum. Myndin er launfynd- in og hefur eflaust dýpri póli- tíska merkingu en hægt er að gera sér grein fyrir í fyrstu. Áhorfendur í Norræna hús- ! inu, sem var fullsetið, tóku myndinni vel. í vetur mun ætl- unin að hafa sýningar hálfs- j mánaðarlega á mánudagskvöld- um kl. 9 í Norræna húsinu. Um fyrirfram gerða sýningax-skrá er ekki að ræða, en allar upp- lýsingar um kvikmyndir, sem klúbbui’inn sýnir, munu verða birtar í blöðimum. í athugun er að fá nýjar sovézkar kvik- myndir, er lítt hafa verið kynntar á vesturlöndum, einn- ig pólskai', tékkneskar, fransk- ar, sænskar og bandarískar en næsta mynd verður líklega eft- ir Donskoi gerð árið 1967. Þá má geta þess. að kvikmynda- safnið pantaði í fyrra mynd Sjöströms Fjalla-Eyvind en eft- ir er að leysa hana út nú á tvöföldu verði eftir gengisfell- inguna í fyrra. í stjórn Kvik- myndaklúbbsins núna ei’u þeir Ragnar Aðalsteinsson, Magnúa Skúlason og Þorsteinn Blöndal. i SKÚLA MINNZT Framh. bls. 5 áhuga á stjórnmáluim og fé- lagsstarfsemi. Geklk hann ungur í Framii'Qiknarflokkinn og helgaði honum æ síðan alla sína starfrikrafta. Naut hann m'killar virðingar með a-1 floikksbræðra swma, enda fcusu þeir hann til æðstiu mannvirðinga. Varð hann at vi nr.umálaráíherra árið 1938 til 1939 og fjlármálaráðherra um sfceið árið 1954, auik þess sem hann átti sæti í mörgum néfndum á rvegum flokfcs síns o'g hins opinbera. Þótti hann alls staðar ötull í slörf um og fastur fyrir. Gerði hann sér far uim að kryfja hvert mál til merg.jar svo sem kostur var á og lagði til þess mikla vinnu. Myndaði hann sér þanniig jafnan sko.ð anir að rækilega abhuguðu máli og varð þá vart haggað. Fa'nnst mörgum hann á stundum um of fastheldinn og óibifanlegur. Þannig átti hann erfitt með að sætta sjg við að s'amlagast h'nni öru þróun tælk'ninnar á , síðjustu árum. Þótti honuái að þjóð- in væri sem klafabundm af vélvæðingu og viidi ekki að menn væru of háðir henni. S'kúli Guðmundsson var kjörjnn alþingismaður árið 1937 og sat á þingi jafnan síð an. Eiklki er ég beinlínis fcunn ugur störfum hans þar, en þyfcist vita. að-þau hafi auð- 'kennst af sömu þáittum í skaphöfn hans og áðlur var lýst, harðfylgi, skapfestu og sjálfstæði í skoðunum. Hann var einn þeirra manna, sem erfitt var að segja fyrjr verk um. Árið 1955 var Skúli Guð- mundsson kjörinn varamað- ur Steingríms heitins Ste'n- þcnssonar hér í bankaráð. Ei* Stejngrímur andaðist álint á árinu 1966 tók SlkúH víð störfum hans hér og áffafc sæti í bankaráðiru æ síðan. Mér er bæði ljúft' og skytt að minnast þess hér, að sam- starf rriitt við Skúla einíbennd ist af gagnfcvæmu trausii og virðingu, og það þvf meir sem lengra leið. Ég þylkist vita að nú á skilnaðarstund mæli ég fyrir munn okkar allra þegar ég þafcka honum gott samstarf og margar gleði- stundir, því að hann var manna kkemmtilegastur þeg ar hann vildi það við hafa, skáldmæitur vel og lét oft fjúfca í fcviðlingum. íslenzk skáldskaparllst var honum í blóð borin, enda var forn ís- lenrik bændamenning honum mjög húgstæð. Skúli Guðmundsson var tví kvæntur. Fyrri kona hans var Hólmfríður Jakóbiína Hallgríms'dóltir bónda á Breiðumýri í Reykjadal. Hún andaðist í blóma lífsins árið" 1930. Síðari kona hans var Jósefína Antonía Helgadóft- ir 'kaupmanns í Reyfcjavík, Zosga. Giftust þau árið 1940 og höfðu þau lifað í farsælu hj'ónabandi í nser 30 ár. Vcu þau hjón einkar samrýmd, svo að til fyr'rmiyndar var. Er nú sár harmur að henni kveðinn. Við send-um frú Jci afínu hugheila samúðar- 'kvefija, og bifijcm bann sem, sólina skóp að vera henni styrfcur cg hald. Má ég bið'ja háttvirta fund armenn að rísa úr sætum sínum í virðingarsfcyni við hinn iátna félaga og heiðurs- mann. —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.