Alþýðublaðið - 18.10.1969, Page 9
Alþýðublaðið 18. október 1969 9
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
POPHEEMURINN
Umsión: Björn og Hilmar
Hafa gert samning
fil fveggja ára við
SG - næsfa plafa
í janúar
n Urn seinustu helgi kom
út hjá SG-'hljómplötum
fyrsta plata Tatara og mun
haía komið á óvart. Tatarar
eru lítt þe'kiktir, koimu lítið
eitt fram í fyrra, en hófu að
spila fyrir alvöru í ágúst s.l.
eftir miklar æfimgar auðheyri
lega. Meðlimir Tatara eru:
Árni Blandon, 18 ára gítar-
l'a Ikari og stundar nátm í MH.
Magnús S. Magnússon 20 ára
trommu'leikari og er í MR,
Stefán Eggertsson 18 ára,
söngvari er í MH, Þorsteinn
Haulksson, 20 ára, leikur á
orgel, píanó og stundium igít-
ar og er í MH, Jón Ólafsson,
17 ára bassaleikari og hefur
lclkið gagnfræðaprófi. Eins
cg sjá má er þetta okkar bók-
lærðasta pophljómsyeit — Á
fyi’rnefndri plötu eru tvö lög.
Annað eftir Árna Blandon,
texti eftir Magnús S. Magn-
ússon. Hitt er erlent og text-
inn þýddur af einhverjum
sem kallar s'g „m“. Upptak
an fór fram í útvarpinu og er
með skársta móti, en aðspurð
ir kváðust Tatarar ánægðir
með útlkomuna, því þeir
hefðu átt á öllu verra von.
Platan er seld í glæru plast-
umslagi og fylgir á'tta blað-
síðna pési, með lagatextum,
mvndum og upplýsingum um
hljómsveitarmeðlimi. Á eimu
sviði ætla Tatarar að ger-
ast brautryðjendur hér á
landi, en það er sú hugmynd
að stona aðdáendaklúbb (fan
elub). í útlöndum þylkir
þetta omissandi og verður
gaman að vita hvaða þróun
þetta fær hér. Tatarar hafa
skrifað undir tveggja éra
samning hjá SG og er gert
ráð fyrir 2—3 plötum, 2ia
O'g 4ra laga á ári. Ef allt
gengur að óskum, mun næsta
plata Tatara koima út í jan-
úar n k. —
10 vinsælustu LP í Bretlandi í síðustu viku:
(—) 1. Abbey Road Beatles (Apple)
(1) 2. At San Quentrn Johnny Cash (CBS)
(4) 3. Through the Past, Darkly (Big Hits Vol. 2)
The Rolling Stones (Deca)
(2) 4. Blind Faith (Polydore)
(3) 5. Stand up Jethor Tull (Island)
(7) 6. Hair London Cast (Polydore)
(11) 7. According to My Keart Jim Reeves (RCA)
(6) 8. Nice (Immediate)
9. From Elvis In Memphis Elvis Presley (RCA)
(Decca)
★ Enn heldur orðrómurinn
áfram um að Ginger Baker
trommuleikari hjá Blind
Faith muni hætta og í hans
stað komi fyrrum trommu-
leikari Traffic, Jim Capaldi.
Ilefur þessu verið neitað
harðlega af umboðsmönnum
Blind Faith.
★ PlastiC Ono Band — Eric
Clapton, Klaus Voorman, Al-
an White, John og kona hans
Yoko eru búin að syngja inn
á nýja plötu lagið „Turkey“
og er lagið eftir John.
Esther og Abi Ofarim, sem áttu nr. 1 lagið „Cinder-
ella Rockefella;“ hættu fyrir stuttu að koma fram.
Ástæðan fyrir því var að það slitnaði upp úr 10 ára
gömlu hjónabandi þeirra. Esther er nú búin að gefa
út nýja plötu á eigin spýtur, sem hcitir „Saturday
Night at the World.“
★ Nýverið hættu Amen
Corner að starfa saman. Und
aiifarin 4 ár hefur þessi
hljómsveit verið afar vinsæl
lijá yngri pop-iinnendum
jafnt seni eldri. Má þar til
marks nefna „Hello Susie“,
sem er nýjasta lagið frá þeim
og hefur verið ofarlega á vin
sældalistum í Bretlandi. Má
einnig nefna lögin „Half as
nice“, „High in the sky“
„Gin liouse“, sem þeir fé-
lagar hafa sent frá sér og
hlotið töluverðar vinsældir
fyrir.
Nú er liðið ár síðan byrjað var að sýna söngleikinn „Hair,“ og var platan úr söngleiknum kcmin í 6. sæli
vinsældalistans í síðustu viku. Hefur platan selzt í 250.000 eintökum, bæði vestan hafs og austan.
Meðfylgjandi mynd er af leikurunum í söngleiknum. ^