Alþýðublaðið - 21.11.1969, Page 7
Alþýðubl'aðið 21. nóvember 1969 7
I
I
Gylfi Þ. Gíslason í viðtali við Alþýðublaðið:
Stöðugt og traust stjórnar-
far er ómetanlegt
□ Eftir að hafa kætt við Emil Jónsson, utanríkisráð-
herra, gekk ég á fund Gylfá Þ. Gíslasonar, mennta-
málaráðherra og formanns Alþýðuflokksins og bað
hann að svara nokkrum spurningum um þá ríkis-
stjórn, sem haldið hefur um stjórnartaumana á ís-
landi s.l. áratug. ií /
— Nú eru ýmsir, sem þykjast
geta fært rök að því, að þar eð
núverandi kjördæmaskipan og
kosningafyrirkomul. geri mögu-
legt, að fleiri en tveir flokkar
geti starfað á íslandi og þar af
leiðandi sennilegt, að ríkis-
stjórnir verði í flestum tilvik-
um samsteypustjórnir, þá hafi
það í för með sér, að ríkisstjórn
ir á íslandi öðlist ekki nægileg
an styrk til stjórnunarstarfa
svo að vel fari. Ég ætla að.
vísu ekki að leita álits þíns á
kjördæmamálinu að sinni, en
bendir sú staðreynd, að núver
andi ríkisstjórn á samfelldan
10 ára starfsferil að baki ekki
einmitt til þess, að sú ríkis-
stjórn hafi verið, og sé sönnun
þess, að tiltölulega auðvelt er
að mynda sterka og starfshæfá
samsteypustjóm, ef vilji er fyr-
ir hendi og samskipti samstarfs
aðilanna mótast af fyllstu á-
byrgð gagnkvæmu trausti og
tillitssemi í garð hvers annars?
— Jú vissulega. Engin ríkis-
stjórn getur verið sterk, nema
hún njóti trausts meirihluta
bjóðarinnar. Slíka traustsyfir-
lýsingu hefur núverandi rikis-
stjórn getur verið sterk, nema
ekki í einum heidur í mörgum
kosnirigum.
Annað höfuðatriði varðandi
myndun sterkrar og starfsamr-
ar ríkisstjórnar er vitaskuld,
að gagnkvæmt traust og virð-
ing fyrir skoðunum samstarfs-
aðila ríki innan stjórnarinnar
— hvort sem um er að ræða
persónuiegt samstarf ráðherr-
anna í ríkisstjórninni eð‘a sam
starf tveggja eða fleiri stjórn-
málaflokka. Ef þær nauðsyn-
legu forsendur eru fyrir hendi,
þá held ég, að samsteypustjórn
sé ekki síður sterk eða komi til
með að skila verri árangri ,en
ríkisstjórn eins flo'kks, nema
síður sé. Á þetta rætur sínar
að rekja til þess að í stjórnar-
samstai'fi ólíkra flokka koma
fleiri sjónarmið fram og msiri
líkur eru á því, að stjómvöld
sinni fleiri málefnum og nái
þvi betri heildarárangri en ef
um ríkisstjórn_eins flokks með
sömu grunsdvallarskoðanir er
að ræða-
Tel ég ágætan árangur núver'
andi ríkisstjórnar, sem hún hef
ur náð á ýmsum og ólíkum
sviðum, m.a. því að þakka, að
hér er um samsteypustjórn að
ræða, og það fer heldur ekki
á milli mála, að samstarf stjórn
arflokkanna hefur reynzt vel
og ríkisstjórnin staðið sterk í
þessi 10 ár, sem hún hefur
starfað.
í því sambandi vil ég sérstak
lega benda á, að það mun ekki
hafa gerzt áður í íslenzkri
stjórnmálasögu, að sömu flokk
ar hafi setið saman í ríkisstjórn
í 10 ár samfleytt. Fjórir af nú-
verandi ráðherrum hafa setið
í ríkisstjórninni allan þennan
tíma, — Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, Ingólfur. Jóns
son, landbúnaðarráðherra, Em-
il Jónsson, utanríkisráðherra,
og ég.
Þegar stjórnarsamstarf Al-
þýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins hófst hafði ég átt
sæti í tveim ríkisstjórnum þar
á undan, — stjórn Hermanns
Jónassonar frá 1958—1959 og
stjórn Emils Jónssonar árið
1959. Á þessum tíma hef ég far
ið með iðnaðarmál, viðskipta-
mál og menntamál, — iðnaðar-
málin í vinstri stjórninni og
minnihlutastj órn Alþýðuflokks
ins, viðskiptamál í þeirri stjórn
og núverandi ríkisstjórn og
menntamálin í öllum .þessum
þrem ríkisstjórnum.
Ég hef því persónulega átt
samstarf við alla stjórnmála-
flokka á íslandi í þrem ríkis-
stjórnum og tel mig því hafa
öðlazt þekkingu og reynslu í
samsteypustjórnum og stjórnar
samstarfi við aðra flokka.
— Þegar minnihlutastjórn A1
þýðuflokksins var sett á lagg-
irnar á sínum tíma, var henni
einungis ætlað að leysa ákveð-
in verkefni, — sem henni tókst
á tæpu einu ári. Með samstarfi
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu
flokksins um stjórnarmyndun
var hins vegar mynduð ný
grundvallarstefna um úrlausn
þjóðmála og mig langar til þess
"að biðja þig að segja álit þitt
í stuttu máli á því, hver var
helzta stefnubreytjngin, sepi þá
var gerð, ef hliðsjón er höfð af
stefnu fyrri samsteypustjórna.
— Grundvallaratriðið var
það,- að tekin var upp alveg hý
stefna í efnahagsmálum. Hafta
stefna stjórnarára Hermanns
Jónassonar hafði gengið sér til
húðar. Sú frjálslynda stefna I
efnahagsmálum, sem hin ný-
myndaða samsteypustjórn Al-
þýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins tók upp, var hins veg
ar mjög áþekk þeirri efnahags-
stefnu, sem fylgt var í nálæg-
um löndum. Jafnframt voru
gagngerar breytingar gerðar al
menningi til hagsbóta á sviði al
mannatrygginga, húsnæðis-
mála, skólamála og skattamála.
— Þú ert annar af þeim nú-
verandi ráðherrum Alþýðu-
flokksins, sem starfað hefur í
' ríkisstjórnum með öllum þing-
flokkunum, einum eða fleirum
í senn, — að nýja flokknum
þeirra Hannibals og Bjöms auð
vitað undanteknum. Með hverj
um hefur þér þótt bezt að
vinna?
— Þegar flokkar og menn
vinna saman í ríkisstjórn reyna
þeir auðvitað alltaf að gera sitt
bezta miðað við þær aðstæður,
sem eru á hverjum tíma og þá
stöðu í stjórnmálum, sem sam-
starfið grundvallast á. Ég á
góðar endurminningar um sam
starf við alla þá ráðherra, sem
ég hef starfað með.
Frá sjónarmiði Alþýðuflokks
ins tel ég þó samstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin
10 ár hafa verið mun árangurs
ríkara en samstarfið við Fram
sóknarflokkinn og Alþýðu-
bandalagið áður. Okkur hefur
orðið meira ágengt með áhuga
mál okkar á sviði félagsmála,
húsnæðismála og atvinnumála
en meðan við höfðum samstarf
við Framsóknarflokk og Al-
þýðubandalag í ríkisstjórn Her
manns Jónassonar. Samstarf
um utanríkismál hefur enn
fremur verið betra við Sjálf-
stæðisflokkinn en hina flokk-
ana tvo.
— Að lokum, - hverju viltu
spá um framtíð stjórnarsam-
starfsins?
— Það er á valdi kjósenda
að kveða á um það. Ég tel
stjórnarflokkana hafa sýnt það
1 í 10 ára samfelldu stjórnarsam-
starfi, að þeir geta unnið saman
á ábyrgan og farsælan hátt.
Það er ómetanlegt að stjórn
arfar í landi geti verið stöðugt
og traust. Engum flokkum
nema Alþýðuflokknum og Sjálf
stæðisflokknum hefur tekizt að
tryggja þjóðinni samfellt stjórn
arfar í heilan áratug, sagði
Gylfi Þ. Gíslason að síðustu.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, er sat frá því í des. 1958 til nóv. !1959.
Einsðngvarar
kjósa sfjórn
□ Nýlega var haldinn aSal
fundur í Félagi íslenzikra ein-
söngvara og stjórn kosin; —
Anna Þórhallsdóttir formað-
ui'.' Rut'h’ Magnösson várafor
maður, Snæbjöhg Shseíbjar'n-
ardóttir ritari,' Árni Jó'nsson
gjaldkeri og Friðlbjörn G.
Jónsson meðstjórnandi. Mark
mið félagsins er im. a. að
stoðla að eflingu ljistræns
gildis söngs og að útbreiðslu
fagurrar sönglistar. —
Frímerkja-
□ Næsta laugardag verður
frímerkjamorkaður, á vegum
Geðvérhdárfélags ísíands á
skrifstofu félagsiris' Véltu-
sundi 3 kl. 2—4. Verða bá
seld íslenzk frímerki gömul
og ný og sum fágæt, kórónu
stimpluö frxmerki 1876—01.
Þá verður gott íslandssafn í
Lindner-innstungubólk selt,
ef viðunandi boð fæst og auk
þess verða á boðlstólium
fyrstadagsumslög, fyrsta
þotuflug o. fl. —