Alþýðublaðið - 06.12.1969, Síða 1
Laugardagur 6. desember 1969 — 50. árg. 258. tbl.
Kveikt á Jólafrénu
á morpn
□ Á morgun 7. de9. kl. 5
e.h. verður kveikt á jólatrénu á
Austurvelli, sem er gjöf Osló-
búa til Reykvíkinga. Norski
sendiherrann, Christian Mohr,
afhendir tréð, en Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, veitir
því móttöku f.h. borgarbúa. —
Dómkórinn mun syngja „Heims
um ból“ undir stjórn Ragnars
Björnssonar. Áður en athöfnin
hefst mun Lúðrasveit Reykja-
víkur undir stjórn Páls P. Páls-
sonar leika jólalög. —
Kikið á
samviáunni
□ í fyrradag yfirheyrði rann
sóknarlögreglan 16 ára pilt,
sem tekinn hafði verið fyrir
innbrot. Þegar hann var kom-
inn í hendurnar á lögreglunni
á annað borð fór hann að létta
á sálu sinni og viðurkenndi 30
innbrot, sem hann kvaðst hafa
framið í vetur. Yfirheyrslum
var haldið áfram síðdegis í gær
og er blaðið hafði samband við
Gísla Guðmundsson, rannsókn-
arlögreglumann, hafði hann ját
að á sig 7 innbrot í viðbót og
bjóst Gísli við, að piltur hefði
ekki lokið sér af enn. Stærsta
innbrotið framdi hann í verzl-
unina Nóatún aðfaranótt 18-
nóvember s.l. —
□ Hér sjáið þið mynd af fyr
irsætunni Sigríði E. Magnús-
dóttur, en í opnu kynnist þið
söngkonunni Sigríði í viðtali er
Steinunn S. Briem átti við hana
á dögunum.
U.M.F.Í. um geiraunirnar:
jStjórn Iþrótta-
! sjóðs skipti
ágóðanum
□ UMFI hefur sent frá sér
greinargerð varðandi getrauna
starfsemina, en Ungmennafélag
íslands og hlutskipti þess hef-
ur talsvert borið á góma á al-
þingi og í blöðum. Á einum
stað í ályktuninni segir; „Það
er skoðun stjórnar UMFÍ að
bezta tryggingin fyrir sann-
gjamri skiptingu getrauna-
ágóðans sé sú, að stjórn íþrótta
sjóðs skipti honum til eflingar
almennu íþróttastarfi um allt
land, eins og líka gert er ráð
fyrir í lögum. Þá telur stjórn
UMFÍ að heppilegast sé að ein
stök ungmenna- og íþróttafé-
lög annist áfram sölu getrauna
seðlanna með eigi minni sölu
laun en verið hefur. Hins veg-
ar þarf að gera ráðstafanir til
að félög utan Reykjavíkursvæð
isins geti í ríkari mæli tekið
þátt í sölunni til að bæta fjár-
hag sinn og styrkja íþrótta-
starfið í landinu í heild.“ .
Greinargerðin verður birt í
heild eftir helgi. —
£"cí<v' ^ s ” v-vs'rs
I ■' '’f ’!i!!i ' ■
I Hækkar um 500
I til 1000 kr. á ári
DregiS 10. í I
háskólahapp- .
drælfinu I
□ Dregið verður 10. desem-
her í happdrætti Háskólans um
vinninga að verðmæti 40 millj-
ónir. í Alþýðublaðinu 3. þ.m.
var sagt að dregið yrði þá sam
dægurs, en það er að sjálf-
sögðu ekki rétt' og leiðréttist
það hér með. Hlutaðeigandi
eru beðnir velvirðingar á þess
ari misritun. —
□ Minnispeningur Jóns Sig-
urðssonar, sem gefinn var út
1961, að verðgildi kr. 500,
hækkar árlega í verði á mark-
aðinum um 500—1000 kr. —
Gangverð hans hér mun nú
vera um 6.500 krónur að sögn
Magna Magnússonar mynt- og
frímerkjakaupmanns í gær.
Ótrúlega lítið er af peningn-
um í landinu, en það á rætur
sínar að rekja til þess, að ekki
eru nema 2—3 ár síðan íslend-
ingar fóru að safna mynt svo
nokkru.næmi, en erlendis hef-
ur þessi iðja tíðkast um árabil.
Útlendingar hafa keypt, eða
látið kaupa fyrir sig 60—70%
af upplagi peningsins, sem er
10 þúsund eintök. Mjög mikil
eftirspurn er eftir peningnum
hérlendis, langtum meiri en
framboðið. Þeir sem höfðu vit
á því og um leið efni, þegar
peningurinn var til sölu hér,
að festa kaup á honum, geta
því hrósað happi.
í framhaldi af þessu lét
Magni þess getið, að út væri
komin hjá Frímerkjamiðstöð-
inni verðlistinn íslenzkar mynt
ir 1970 eftir Finn Kolbeinsson,
en þar má finna skrá yfir alla
íslenzka mynt, þar meðtaldir
brauðpeningar, vöruseðlar og
bankaseðlar. —
FINNAR VILJ
FRESTA FUNDI
UM NORDEK
□ Ríkisstjórn Finnlands á-
kvað í gær að fara þess á leit
við ríkisstjórnir annarra Norð
urlanda að forsætisráðherra-
fundinum um Nordek-málið
sem fara átti fram í Abo í Finn
landi 16. og 17. desember verði
frestað. Ástæðan er sú, að
finnska stjórnin telur markaðs-
málin í Evrópu hafa tekið nýja
stefnu eftir EBE-fundinn í byrj
un vikunnar, og geti sú breyt-
ing haft áhrif á afstöðu rík-
isstjórnanna til ráðagerðanna
um Nordek. Það sem Finnar
eiga þarna við er sú ákvörðun
EBE að hefja samningaviðræð
ur við Bretl., írland Noreg og
Danmörku um inngöngu í
bandalagið á miðju næsta ári.
í útvarpsviðtali í gærkvöldi
sagði Karjalainen u-anríkisráð
herra Finna, að staði Nordek-
málsins væri langtum óvissari
eftir ráðherrafund' nn í Haag.
Hann sagði að ríkbstjórnin
hefði enn ekki fenrþð tíma til
að kanna niðurstöður fundar-
ins gaumgæfilega. en greini-
legt væri að afstaða cumra EBE
landa hefði breytzt.
Borten forsætisráðherra
Norðmanna vildi ekkert um
frestunina segja í gærkvöldþ
en Baunsgaard for'ætisráð-
herra Dana sagði að hann teldi
nauðsynlegt að fundurinn yrði
haldinn á tilsettum tíma, og ef
hinir forsætisráðherrarnir sam
þykktu væru Danir tilbúnir; til
að vera gestgjafar á fundinum.
Stálskipasm
á Neskaups
□ Smíði 64 lesta stálskips
er í undirbúningi hjá Dráttar-
brautinni í Neskaupstað, en þar
hefur ekki verið smíðað stál-
skip til þessa. 40—<50 manns
ffá að líkindum vinnu við smíð
ina.
Áætlað er að smíðin hefjist
skömmu eftir áramót n.k. og
er nú verið að vinna við að
reisa stálgrindahús, þar sem
smíðin á að fara fram. Dráttar-
brautin hf. á Neskaupstað get-
ur tekið allt að 500 lesta skip
á land og er brautin ný af nál-
inni. Til þessa hafa eingbngu
verið framkvæmdar skipavið-
gerðir í fyrirtækinu, en for-
ráðamenn hennar telja nauð-
synlegt að hefja nýsmiði till að
tryggja skipa míðastöðvum
tækisins.
Ekki hefur fengizt kaupandi
að skipinu, en cmiðin er byggð
á grundvelli þeirra ráðstafana
sem í haust voru gerðar til að
tryggja sk-apsmíðajtöðvum
landsins verkc':ni. án bess að
ákveðnir samningar hafi verið
gerðir um kaup á skipunum. —