Alþýðublaðið - 10.12.1969, Page 3
Al'þýðublaðið 10. dlaSember 1969 3
islenzki skautbúningurinn er þjóðartákn
- það segir frú Elísabef Einarsdóftir sem p
befur saumað fvo glæsilega skauibúninga
er sýndir verða á jolafundi Húsmæðrafé-
lagsins að Héfel Sögu í kvðld.
□ „Þetta er allt henni Níní að
kenna“.
„Níní“ er Þuríður Pálsdóttir,
okkar velþekkta söngkona, og
það er reyndar önnur söng-
kona sem talar, frú Elísabet
Einarsdóttir. v
Hún hikar eilítið þegar hún
er beðin um smáviðtal. „Æ, er
það ekki eins og ég sé að trana
mér eitthvað fram?“
En það er nú öðru nær. „Jæja, ’
kallaðu mig þá að minnsta kosti
ekki Elísabetu Waage — ég hef
ekki borið Waage nafnið í hér
um bil 40 ár, og svo er til örin-
ur Elísabet Waage og alltaf ver
ið að rugla okkur saman".
Frú Elísabet. er systir Maríu'
Markan og hefur sungið glæsi- ‘
legá undir nafninu Elísabet Ein
arsdóttir um áratuga skeið, þann
ig að óþarft ætti að vera að
ruelast neitt í þessu.
I þetta sinn kemur þó fram
önnur hlið á hæfUeikum henn-
ar, því að í kvöld sýna þær frú
Þuríður og hún sjálf á jólafundi
Húsmæðrafélagsins að Hótel
Sögu tvo listilega saumaða skaut
búninga sem Elísabet á heiður-
inn af. Hún hefur saumað 22
búninga um ævina, og ef til vill
er sá þeirra frægastur sem for-
setafrúin, Dóra heitin Þórhalls-
dóttir, bar með reisn við fjöl-
mörg tækifæri innanlands og
utan.
/ i
ÓVIÐRÁÐANLEG
LTTAGLEÐI
„Níní verður öll gyllt, en ég
með mislitt í staðinn“, segir frú
Elísabet. „Þar koma fram tvær
mismunandi gerðir af listsaumi.
Ég saumaði fyrsla skautbúning-
inn minn þegar ég var 27 ára
gömul, og hann var balderað-
ur. Ég er orðin leið á balder-
ingu, enda er hún miklu óþægi-
legri, pergamentið er svo stíft,
að það er erfitt að hreyfa sig, og
þar að auki endist balderingin
ekki nærri eins vel og kúnstsilk
ið. Það fellur á hana með tím-
anum, en litirnir í góðu kúnst-
silki haldast óbreyttir".
Litagleðin er svo mikil hjá
henni, að blómin virðast ljós-
lifandi á búningnum. Það er
líka mikið af skærlitum listsaum
uðum myndum á veggjunum.
„Þa.ð var yíst eins gott, að ég
fór eidii út í að mála —ég hefði
orðið alveg óviðráðanleg. ,Aldrei
hef ég séð manneskju setja sam
an eins brjálaða liti og þig‘, hef
ur verið við mig sagt. Já:, já,
ég er frek, ag ég verð bara
djarfari með aldrinum. Mér
finnst líka búningarnir verða
fallegri og fallegri hjá mér, og
engir tveir eru eins. Ég saumaði
þrjá í sumar — þegar birtan er
góð get ég setið við að sauma
10—12 tíma í einu, því að ég
verð aldrei þreytt ef ég hef eitt
hvað að gera sem gaman er að
fást við. Ég hef alltaf unnið mik
ið í höndunum, aldrei reykt,
og ég fór ekki í hús nema að
háfa með mér saumaskap, þ. e.
a. s. fyrir utan stórveizlur nátt-
úrlega“.
ÞTOÐARTAKN
EINS OG FÁNfNN
Mynztrin eru eftir Sigurð Guð-
mundsson málara, og Kristrún
Jónsdóttir hefur teiknað þau á
bþningana. Þeir eru úr. mjúku
silki, léttir og þægilegir. „Ef
búningurinn á að lifa, verður
hanri að vera þannig að mann-
eskjan geti látið sér líða vel í
honum“, segir frú Elísabet. „Það
væri fáránlegt að sauma hann
úr boldangi og klæði nú á dög-
um. Við þurfum engar kafþykk- ■
ar uiiartreyjur tii að halda á ”Mer er iI!a vi5 l38ssar myndatökur _ má ég ekki snúa hnakkanum i ykkur?" spurði frú Elísabet, en lét svo
okkur hita eins og formæður til leiðast að sýna þó annan vangann. Hérna er hún með skautbúninginn, sem hún ætlar a ðbera á sýningunni
Frh. á 15. síðu. ' kv8ltl> en Því mi3ur siast ekl<i litirnir á myndinni. (Mynd: Gunnar Heiðdal).
Snorri
Sigfússon
FERÐIN FRA
BREKKU
MINNINGAR
II. BINDI
í þessu bindi endurminninga sinna greinir höfundur
frá fjölþættum störfum sínum á Flateyri ásamt
kynnum og störfum víðar um Vestfirði, s. s. á ísa-
firði. Eru minningar hans snar þáttur atvinnu- og
félagsmálasögu á Vestfjörðum í nálega tvo áratugi.
Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti íslands, ritar
formála fyrir þessu bindi, og farast honum orð m. a.
á þessa leið: „Snorri minnist fjölmargra manna í
þessum ævisöguköflum, staðhátta, kaupstaða og
sveitabrags, margs, sem ekki mátti gleymast með
genginni kynslóð. M.inni hans er traust um allt, sem
ég þekki til. Og frásögnin fjörleg, Ijós og lifandi,
eins og Snorra var von og vísa, fjölskrúðug og hóf-
sarnleg."
Fyrra bindiS af endurminningum Snorra hlaut góSa dóma.
Var ’það mjög samhljó^a niðurstaða, að „Ferðin frá Brekku
vaeri góð bók og merkfleg" og „mikils væri misst, ef ekki
hefði orðið af útgáfu," eins og margir gagnrýnendur komust
að orði.
A
IÐUNN
argus auglýsingastofa