Alþýðublaðið - 10.12.1969, Qupperneq 9
ir í því augnamiði að fólk geti
sent þá til vina sinna erlendis.
Innihaldið er eins og áður er
sagt, sitt lítið af hverju — harð-
fiski, hangakjöti, reyktum laxi,
kavíar, síld í tómatsósu og
reyktri síld, rækjudós, lifrar og
kindakæfu að ógleymdri dós
með sviðum.
Verzlunarstjóri matardeild-
arinnar í Hafnarstræti 5, upp-
lýsti að gjafakassar þessir
væru mjög eftirsóttir, og þætti
fólki gott að geta fengið þess-
ar tegundir allar á einu bretti.
Fólk verður sjálft að sjá um
sendingu á kössum, vegna þess
að meðan verzlunin sá um að
senda slíka pakka fyrir við-
skiptavini sína, hér áður fyrr,
flís af
sauðáá
sköpuðust stundum leiðindi ef
pakkinn glataðist af einhverj
um orsökum.
Umbúðirnar eru með álímd-
um miða fyrir heimilisfang
móttakanda og einnig eru á
kassanum upplýsingar um inni-
hald og að þetta sé gjöf.
Sagði verzlunarstjórinn að
þetta nýja fýrirkomulag heíði
gefizt mjög vel og hefðu mörg
fyrirtæki notfært sér það, til
að senda erlendum viðskipta- j
vinum sínum íslenzkan jóla- .
mat. Verð kassans er kr. 890.
AÍþýðu'blaðið 10. desember 1969 9
Heillaráð
O Ef kakóið á að bragðast
sem súkkulaði, er það bak-
að upp í svolitlu smjöri, áður
en heitu mjólkinni er blandað
saman við.
□ Hendur, sem eru orðnar
hrjúfar af þvottum og
öðrum. heimilisverkum verða
fljótt fallegar og mjúkar, ef
þær eru nuddaðar upp úr kaffi
korg, þvegnar og þurrkaðar
og síðan borinn á þær góður
handáburður.
O Hörn og jafnvef fullorðnir
líka, eiga oft bágt með að
taka inn bragðsterk meðul. —
Það er reynandi að sjúga ís
mola áður. Kuldinn gerir það
að verkum að bragðið finnst
ekki eins sterkt.
□ Það er gott að prjóna
sterkan tvinna með garn-
inu í hælana á vetrarsokkun-
um, þá þarf ekki að byrja eins
snemma að stoppa í.
□ Þegar búið er að slökkva
undir pottunum á eldavél-
inni, er ágætt að nota hitann
á plötunni til að hressa npp
á vínarbrauðin frá því í gær.
Á plötuna er lagður álpappír,
síðan vínarbrauðin og skál
hvolft yfir. Þessa aðferð má
einnig nota á gamalt brauð.
□ Fyrir þær sem þurfa að
handhræra eitthvað, er
gott að setja skálina ofan í
skúffu, loka henni síðan mátu-
lega, þannig að skálin sitji
föst. Þá er auðvelt að hræra.
□ Setjið vaselín á skrúfu-
gang naglalakksglassins
strax og þið kaupið það. Þá
þurfið þið ekki að erfiða við
að reyna að opna glasið þegar
lokið er límt fast.
VELJUM ÍSLENZKT-||^|^
ÍSLENZKAN IDNAÐ
„Ungamamma“ skrifar:
Þetta er nú kannski ekki til-
heyrandi húsmæðrahorninu, en
ég sendi þetta að gamni mínu,
í orðastað eldri dóttur minnar,
sem stundum heyrist tauta eitt-
hvað á þessa leið:
Það er nú ekki alltaf gaman
að vera stórasystir. Þó finnst
mér stundum að litla systir sé
sæt og góð, en ekki þegar hún
tætir dótið mitt og rífur bæk-
urnar mínar, eyðileggur teikn-
ingarnar mínar og fer í leyfis-
leysi í „leyndarmálaskúffuna!‘
mína.
En það versta er, að þegar
ég tek harkalega á henni fyrir
þetta, þá kemur nú hljóð úr
horni og mamma hrópar; Ertu
frá þér að vera svona vond við
barnið, sem er óviti, en þú
svona stór stelpa.
Svo situr litla væluskjóðan i
fangi mömmu og þurrkar af sér
skælurnar meðan hún horfir
sigri hrósandi á mig, sem er
augljóslega sú, sem sökina á.
Mér finnst að það ætti að
kenna henni að bera einhverja
virðingu fyrir eignarrétti ann-
arra, þá skyidi ekki standa á
mér að segja já, þegar hún kem-
ur svo blíð og ísmeygileg og
segir — Viltu leika við mig?
Dóra hefur sent uppskrift af
Ijúffengum smákökum sem hún,
nefnir Hafrakökur:
i'
60 kr. haframjöl
100 gr. sykur
100 gr. hveiti
100 gr. smjörlíki (brætt)
V2 dl. rjómi
V2 dl. sýróp
1 deserskeið vanilla
V2 tsk. ger
Öllu blandað saman í skál og
hrært vel. — Sett á plötu með
teskeið, bakað við hægan hita.
HUSMÆÐUR
Jólaþvottur
ODYRT
ÓDÝRASTA HÚSHJÁLPIN
STYKK J AÞVOTTUR:
BLAUTÞVOTTUR:
Sendið ennfremur:
SÖLUSKATTUR INNIFALINN
30 stk. slátt-blandaö tau, stór og lítil stykki sem má sjóða saman.
AÖEINS Á KR. 324.00-
Minnst 9 kg. tau, sem má sjóða saman. Aðeins á kr. 162,00.
Þurrkaður, hristur upp og tilbúinn til strauningar. Aðeins á kr. 189,00
Hvert kg„ sem fram yfir er á kr. 21,00. j
B0RÐDÚKA: kosta kr. 27,00 ,nr. meter.
SKVRTUR: FULLKOMINN FRÁGANGUR á kr. 30.00.
ÞVOUM EINNIG ALLAN ANNAN ÞVOTT FYRíR
EINSTKLINGA OG AÐRA.
Sótt og sent um alla borgina, hvor ferð kr. 35,00.
Félag þvottahúsaeigenda í Reykjavík.
TRYGGIÐ YÐURRÉTT VERÐ BEZTU OG ÖRUGGUSTU ÞJÓNUSTUNA
Þvottahúsið
A. Smith
Bergstaðastræti 52,
Sími 17140.
Þvottahúsið
Skyrtur og
sloppar
Ármúla 20,
Sími 34442.
(LÍN)
Þvottahúsið Þvottahúsið
Ðrífa Eimir
Baldursgötu 7, Sími 12337. Síðumúla 4, Sími 31460.
Þvottahúsið Þvottahúsið
Grýta Laug
Laufásvegi 9, Sími 13397. Laugavegi 48A, Sími 14121.
Fannhvítt frá
miíSMSB
(
•t*. •'•j,
Langholtsvegi 113,
Sími: 82220 — 82221.