Alþýðublaðið - 10.12.1969, Síða 16

Alþýðublaðið - 10.12.1969, Síða 16
EFTA og öl- og gosdrykkjaiðnaðurinn: ENGIN VANDA- MÁL Á FERÐINNI HVAÐ SEGJA ÖL- OG GOSDRYKKJAFRAMLEIÐ- ENDUR Verðlagsákvæði og skatialögin þarf að endurskoða varðandi þessa iðngrein □ Um öl- og gosdrykkjagerð þarf í raun ekki að fjölyrða með tilliti til aðildar íslands að EFTA; útilokað er talið að hún hafi bein áhrif á framleiðsluna, en hins vegar er álitið, að um óbein áhrif geti orðið að ráeða vegna innflutnings á vörum í samkeppni við öl- og gosdrykki, t. d. drykkjarsöfum. „Hins veg- ar hafa ströng verðlagsákvæði verið á framleiðslunni og skatta álagning einkennilegur hræri- grautur, sem ekki væri vanþörf á að endurskoða, einkum með tilliti til áhrifa sérskatta á fram leiðslutilhögun", eins og segir í skýrslu Guðmundar Magnússon ar, íslenzkur iðnaður og EFTA. Ástæða þess, að ekki er talið að aðild íslands að EFTA kunni að hafa í för með sér áhrif á framleiðslu öl- og gosdrykkja í landinu er sú, að hér eru fram- leiddir einkaleyfisdrykkir og fjarlægðarvernd nemur kr. 3 á hverja flösku. „Sá möguleiki er auðvitað alltaf fyrir hendi, að innlendir og/eða erlendir aðilar flytji inn öl- og gosdrykki í tunnum eða belgjum og setji upp átöppunar verksmiðjur. Hins vegar hljóta þær verksmiðjur sem fyrir eru að hafa mjög góða aðstöðu til að taka átöppunina að sér ef þörf krefur. Sömuleiðis er ís- lenzki markaðurinn það lítill, að erlend fyrirtæki sæu sér vart hagræði í því að setja upp gos- drykkjaverksmiðjur hér — ekki sízt, ef þau fá spurnir af þeirri vannýttu afkastagetu sem fyrir hendi er. Einnig tekur veruleg- an tíma að venja fólk við nýja gosdrykki nema miklar auglýs- ingar komi til og margar þekkt ustu erlendar tegundir eru þeg- ar framleiddar hérlendis", segir í skýrslu Guðmundar Magnús- sonar. —• Sigurður Waage, forstjóri Sanitas Ég held aö BFTA-aðild verði mikið áfall fyrir sultuefnagerð og spursmál hvort verður hægt að reka hana áfram. En hvað gosdrykkjuaframleiðslu viðvík- ur geri ég aðeins ráð fyrir smá- vegis samkeppni, það gæti ver- ið að farið verði að flytja inn nýjar tegundir, en þá verða þeir drykkir að vera í ílátum sem ekki þarf að flytja út afl- ur til áfyllingar, t. d. dósum. — Þær tegundir sem við fram- leiðum, Pepsicola, Miranda og 7-up eru merki með heimseinka leyfi, sem eru bundin löndum, svo þau verða ekki flutt hing- að inn. Sigurffur Waage bs Tómas Tómasson, Ölgerðin Eglll Skalla- grímsson hf. Það er ekki gott að svara þessu, ég hef ekki trú á að yfirhöfuð sé EFTA-aðild góð fyrir iðn- aðinn einsog aðstæður eru.Það þarf að flytja inn öll hráefni en erfitt með útflutning.En það er ekki gott að vita hvernig þetta verður, undirbúrtingur- inn er allur svo óljós. Það gæti orðið erfitt fyrir drykkjafram- leiðendur, tollar á hráefnum eru svo háir. Aðlögunarvandamálin felasf í samruna fyrirfækja og endur- nýjun á vélakosii □ Ef ísland gerist aðili að EFTA verður innflutningsfrelsi á sælgæti ekki komið á fyrr en Og . iðnaðurinn í árslok 1974, en takmarkaður innflutningur leyfður frá 1. janúar 1972. Fá framleiðendur sælgætis því 2 ár umfram fram leiðendur flestra annarra iðn- aðarvara, til að búa sig undir samkeppni vegna innflutnings, enda er talið að þessi aðlögun- artími fyrir sælgætisiðnaðinn sé nauðsynlegur. Vegna fyrrgreinds aðlögunar artíma er lítil ástæða til að bera kvíðboga fyrir þróun sæl- gætisframleiðslunnar næstu 5 árin, að því er segir í skýrslu Guðmundar Magnússonar „ís- lenzkur iðnaður og EFTA“. „Hins vegar hlýtur að draga að því, að til harðrar samkeppni komi, og blandast þar engum hugur um, að til vandræða geti horft í iðngreininni, ef róttæk- ar breytingar verða ekki á upp Fleiri viðföl á bls. 12. byggingu hennar. Má búast við, að fyrirtækjum fækki og að koma verði á hagræðingu með sem mestum vinnuaflsspamaði til að standast samkeppni“, eins og segir í skýrslunni. Þá segir ennfremur, að mið- að við aðrar Norðurlandaþjóð- ir, virðist fyrirtæki i sælgætis- iðnaði óeðlilega mörg hér. — Grundvöllur fyrir samvinnu einstakra fyrirtækja sé fyrir hendi og kynni að hafa átt sér stað, ef skattalögin stæðu ekki fyrir þrifum. „Torvelt er að meta, hvar iðngrein stendur, sem notið hefur innflutnings- verndar, og tel ég mjög mis- ráðið að fresta því að setja sæl- gæti á frílista, eins og fyrir- hugað er, og verið hefur ein- dregin ósk framleiðenda. Virð • Framhald bls. 12. HVAÐ SEGJA SÆLGÆTISFRAMLEIÐENDUR Hallgrímur Björnsson, Nói Sælgætisiðnaðurinn er sú iðn- grein sem stendur verst að vígi gagnvart EFTA-aðild. Við flytj um nær allt hráefni inn, þaö litla sem við notum af innlendu hráefni eru landbúnaðarafurð- ir, og við vitum ekki á hvaða kjörum við' fáum þær. Við ger um okkur frekar vonir um að fá þær með niðurgreiðslum, eða heimsmarkaðsverði. Um útflutning til EFTA- landa er tæplega að ræða, þau eru svo háþróuð í sælgæt- isiðnaðinum. Það er sérstak- lega fjölbreytnin sem stendur okkur fyrir þrifum í samkeppn inni. Vélar eru mjög dýrar, sér- Hallgrímur Björnsson hæfar og afkastamiklar, svo við getum ekki nýtt þær nema að mjög litlu leyti. Það má nefna sem dæmi, að súkkulaðifram- leiðsla okkar er um 300 tonn á ári, en framleiðsla erlendra súkkulaðiframleiðenda er Frh. 12. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.